Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | þriðjudagurinn 1. febrúar 2022

Bólusetning 5 - 11 ára barna á Þingeyri fimmtudaginn 3. feb.

ATH. Hér kemur tilkynning frá Heilsugæslunni varðandi seinni bólusetningu 5 - 11 ára barna.

 

Fimmtudagur 3. febrúar: Seinni bólusetning barna 5 – 11 ára. Foreldrar fá boð í SMS. Bólusett í Grunnskólanum á Þingeyri kl. 15.00

 

 

Ef einhver er ekki búin að fá fyrri sprautu eru þeir velkomnir á þessum tíma.

 

Fyrirkomulag eins og var í fyrri bólusetningu og gekk svona ljómandi vel.

Kristín Björk mun taka á móti ykkur og vera á vappinu.

Bestu kveðjur, starfsfólk GÞ og Heilsugæslunnar.

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | þriðjudagurinn 18. janúar 2022

Lestrarhestar í G.Þ.

Bókahillan góða
Bókahillan góða

Í haust fórum við af stað með verkefni sem fólst í því að skrá niður allar bækur sem lesnar eru í yndislestri og heimalestri og stilla þeim upp í bókahillu sem hann Nonni okkar bjó til fyrir okkur. Markmiðið var að við sæjum hvað við erum að lesa og jafnvel að ef einhver hefði lesið rosalega skemmtilega bók gæti hann mælt með henni fyrir nemendur á sínu stigi eða öðru stigi. Það æxlaðist þannig að þetta varð pínu keppni milli stiga - bara gaman að því.  Hvert stig fékk sinn lit af bókakjölum til að skrá á nöfn og höfunda bóka. Yngsta stig fékk gulan, yngra mið fékk rauðan, eldra mið fékk grænan og unglingastig fékk bláan. 

    Þegar við fórum í jólafrí var bókahillan orðin full.  Nú ætlum við að tæma hilluna - og byrja upp á nýtt að skrá. Ég hef grun um að einhverjir eigi inni nokkrar bækur sem þeir eru búnir að lesa en eiga eftir að skrá :-) 

Lestur er bestur og lestur er lykill að ævintýrum. Áfram við - lesum og lesum - þannig opnum við nýja heima.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 10. janúar 2022

Bólusetning barna í 1.-6. bekk

Nemendum í 1-.-6. bekk velkomin í bólusetningu miðvikudaginn 12. janúar
Nemendum í 1-.-6. bekk velkomin í bólusetningu miðvikudaginn 12. janúar

Börnum í 1.–6. bekk Grunnskólans á Þingeyri verður boðin bólusetning gegn Covid 19 á miðvikudaginn 12. janúar kl. 13:30 hér í skólanum. 

Allar nánari upplýsingar um skráingarferli má finna hér. Einnig hefur foreldrum borist tölvupóstur með upplýsingum.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 4. janúar 2022

Mataráskrift lækkaði

Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 hafa verið samþykktar og tóku gildi 1. janúar s.l. Almenn hækkun gjaldskráa er 2,4%, í samræmi við verðbólguforsendur sem gefnar voru út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga um mitt ár 2021.
Ýmsar undantekningar eru þó á þessari almennu hækkun og er mataráskrift grunnskólanemenda þar á meðal, en verð á skólamáltíðum grunnskóla lækkar úr 510 kr. í 490 kr. til að haldast í hendur við lægri hráefniskostnað.
 
Hér má sjá nánari upplýsingar um gjaldskrárbreytingarnar hjá Ísafjarðarbæ.
 
Við hvetjum þá foreldra til að greiða fyrir ávexti og mjólk ef það er eftir. Margir borga fram að áramótum og greiða fyrir vorönn eftir áramótin. Nánari upplýsingar hér eða hér til hliðar.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 14. desember 2021

Aðventusöngur

Allir nemendur hittast á sal á aðventunni og syngja saman
Allir nemendur hittast á sal á aðventunni og syngja saman
1 af 2

Það er hefð hér í Grunnskólanum á Þingeyri að syngja saman "á sal" á aðventunni og kveikja á aðventukransinum. Nonni stýrir söngnum og spilar á gítar sem gerir stundirnar notalegri og hvetur nemendur og starfsfólk til að syngja. Lagið Snjókorn falla er vinsælasta lagið.

Hringurinn táknar eilífðina eða endalaust þar sem hann endar ekki. Þriðja kertið á kransinum er Hirðakerti og hægt að velta því orði fyrir sér fram og til baka. Við spjölluðum um orðið hirðir og bættum við það. Hvað er t.d. féhirðir ? Sagan um drenginn sem átti að gæta hjarðarinnar og plataði alla íbúana að með því að kalla Úlfur, úlfur.......fóru af stað í framhaldi.

Stemmninguna er hægt að sjá á meðfylgjandi myndum.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 11. desember 2021

Rauðurdagur í G.Þ.

Elfar Logi við endurunna jólatréð að kynna fyrir okkur jólapóst verkefnið
Elfar Logi við endurunna jólatréð að kynna fyrir okkur jólapóst verkefnið
1 af 5

Rauðadagshuggulegheit í góðu vetrarveðri á skólalóðinni heppnaðist vel. Margir foreldrar kíktu við og nemendur buðu í heitt súkkulaði með rjóma og sírópslengjur sem þeir bökuðu á skreytingardaginn. Börnunum á Laufási var líka boðið og það var mikið fjör þegar þau byrjuðu að renna sér með skóla börnunum í brekkunni fyrir ofan skólann. Áhugasviðsverkefni voru sýnd á sjónvarpsskjá ásamt umfjöllun elsta stigs á áhugasviðstimunum sem skipta flesta nemendur skólans greinilega mjög miklu máli: "Það er gaman í áhugasviði, við erum að læra og hafa gaman á sama tíma, það mættu vera fleiri tímar, meira frelsi og aðrir nefndu að það þyrfti ekki að breyta því neitt".

 

Elfar Logi og Marsibil (afi og amma Sögu) komu með afar fallegan jólapóstkassa og kynntu verkefnið Jólasleðinn sem má lesa meira um hér. G.Þ. verður pottþétt með og þó nokkur bréf nú þegar komin í kassan sem staðsettur er á bókasafninu. 

Nemendaràð hélt svo jólaballsdiskó um kvöldið fyrir alla nemendur með aðstoð Sigga. Nemendur mættu í sparifötum, dans salurinn var jólaskreyttur, leitað var að jólastöfum og nefið sett á snjókarlinn. 

Munum að vera þakklát og njóta aðdraganda jólanna. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 9. desember 2021

Rauðurdagur 10. desember

Jólagluggi sem nemendur gerðu á skreytingardaginn sl.
Jólagluggi sem nemendur gerðu á skreytingardaginn sl.

Föstudaginn 10. desember verður Rauðurdagur hér í skólanum. Nemendur og starfsfólk bjóða foreldrum að koma í heimsókn kl. 11:20-12:00, jólapóstkassinn verður kynntur, áhugasviðsmyndbönd verða á skjá og í boði veður heitt súkkulaði og smákökur. Athugið að við verðum úti á lóð bak við skólann út af svolitlu (ekki sýning inni eins og undan farin ár). 

 

Nemendaráð hvetur alla nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju rauðu á rauðadeginum!

 

Það verður skóli samkv. stundaskrá eftir hádegi.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 1. desember 2021

Skipulagið í desember

Kveikt var á Spádómskertinu á aðventukransinum á mánudaginn
Kveikt var á Spádómskertinu á aðventukransinum á mánudaginn

2. desember skreytingardagur

  • Skólinn skreyttur og komið í jólabúning
  • Unnið á stöðvum í aldursblönduðum hópum
  • Endilega að koma með heftara og auglýsingabæklinga til að endurvinna.

6. desember kveikt á 2. kertinu og sungið „á sal“

9. desember Tarzan-kl. 10-12 í íþróttahúsinu (Allir)

10. desember „Rauðurdagur“

  • Allir mæta í einhverju rauðu í tilefni dagsins
  • Heitt súkkulaði og smákökur (skipulag auglýst síðar)
  • Nemendaráð heldur jólaball kl. 18-20 um kvöldið

 

13. desember kveikt á 3. kertinu og sungið „á sal“

14. desember Jólasund fyrir 1.-3. bekk. Nemendur þurfa að muna eftir sundtösku, það má hafa með sér dót að heiman (ekki byssur).

14. desember Fatasund hjá 4.-10. bekk-muna að hafa hrein föt með sér í sund. Þeir kennarar sem treysta sér til hvattir til að hafa sundfötin með.

16. desember Jólabíó (í boði nemendaráðs) & Jólamatur

Jólamatur mötuneytisins- þeir sem eru ekki í mat geta keypt máltíð á 550 kr. (nemendur koma með pening og greiða í skólanum).

Að öðru leyti er venjulegur skóli samkv. stundaskrá.

 

17. desember „Litlu jólin“ kl. 10-12:10

Nemendur mæta í skólann kl. 10 spariklædd með jólalegt nesti (t.d. gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskiptin (gjöf sem kostar ca. 1000 kr.). Endilega koma með lítið kerti til að búa til stemmningu upp í stofu.

Aðventusöngur og kveikt á 4 kerti á aðventukransinum okkar.

Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.

 

Minnum alla á að lesa þó að það séu að koma jól- lestur er lykillinn að ævintýrum!

Sýnum hugrekki og góðvild.

Gleðilega aðventu

Skólinn byrjar aftur eftir jólaleyfi 4. janúar kl. 10

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 21. nóvember 2021

Þemadagar G.Þ.

Mánudaginn 22. nóvember hefjast þemadagar í skólanum og standa til og með fimmtudeginum 25. nóv. Þemað að þessu sinni er: Loftslagsbreytingar: Til hvaða aðgerða getum við gripið?

Nemendur mæta í skólann kl. 8:10 að venju þessa daga en annað skipulag riðlast. Það verða ekki íþróttir og sund þessa daga og allir dagar hjá öllum hópum endar kl. 13:20. 

Það verður áhugavert að sjá niðurstöður nemenda og við hvetjum foreldra og forráðamenn til að halda uppi umræðum um loftslagsmál heima þessa daga.

 

Loftslagsbetrunar kveðjur til allra þarna úti frá G.Þ.

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | þriðjudagurinn 16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, var (og er) Dagur íslenskrar tungu.

Við flögguðum í tilefni dagsins og héldum upp á daginn með ýmsum hætti.

Aðal-afmælisbarninu Jónasi Hallgrímssyni voru gerð góð skil á öllum stigum með ýmsum hætti. Horft var á þetta skemmtilega myndband sem finna má á Youtube þar sem Jónas stekkur niður af stalli sínum og fær sér göngutúr í tilefni dagsins.

Einnig voru skoðuð og lesin ljóð eftir hann - og nokkur ljóð voru m.a.s. ort í tilefni dagsins.

Þess má geta að Dagur íslenskrar tungu markar upphaf undirbúnings Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk (og 6. bekkur verður líka með að hluta) og Litlu upplestrarkeppninnar í 4. og 5. bekk. En báðar þessar "keppnir" lúta að því að keppast um að verða betri lesarar. Erum við ekki alltaf að keppast að við að verða betri í dag en í gær í sem flestu? Þar á meðal lestri.

Hér er alltaf líf og fjör og nóg að gerast hjá okkur.

Wink

 

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón