Gróðursetning í yrkjureit G.Þ.
Mikil samvinna ríkti á grænumdegi 1. júní í Grunnskólanum á Þingeyri. Allir nemendur og starfsfólk skólans komu niður hvorki meira né minna en 133 birkiplöntum frá gróðurstöðinni Sólskógum. Plönturnar voru gróðursettar í Yrkjureit skólans en nánar má kynnast Yrkjusjóð hér sem gefa okkur plöntur til gróðursetningar. Á þessari síður má finna ýmsan fróðleik um gróðursetningu bæðði fyrir nemendur, kennara og foreldra.
Eitt af gildum skólans er samheldni, nemendur sýndu það og sönnuðu að þau eru rík af henni.
Eftir gróðursetnigu var skólalóðin snyrt. Foreldrar komu og hjálpuðu okkur að grilla hamborgara og rúsínan í pulsuendanum var svo vatnsblöðru Paintball sem nemendaráð skipulagði.