Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 1. febrúar 2021

Mikil stemning á Þorrablóti G.Þ.

Borðhald á þorrablóti 2021 miðstig
Borðhald á þorrablóti 2021 miðstig
1 af 8

Við í skólanum erum þakklát fyrir það að hafa geta haldið upp á þorrablót með hefðbundnum hætti. Nemendaráðið á hrós skilið fyrir skipulag og skemmtiatriði. Halur og snót voru þau Aníta Teresa Snorradóttir og Jóhann Friðrik Kristjánsson en titilinn hljóta stúlka og drengur með flesta tegundir af þorramat og borða hann að sjálfsögðu líka. Stemningin á blótinu var mjög góð og allir skemmtu sér konunglega, það voru svo mörg atriði að ekki gafst tími til að dansa sem var í góðu lagi. Á meðfylgjandi myndum má sjá stemmninguna.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Þorrablót G.Þ.

Þorrablót G.Þ. verður föstudaginn 22. janúar milli kl. 18-20. Nemendaráð og kennarar skemmta agnarögn og krakkar mæta með eigin þorrama allavega 2 tegundir. Halur og snót verða valin en það eru drengur og stúlka með flestar tegundir af þorramat og borða hann😉
Það má koma með gotterí og gos. 
Hvetjum alla til að mæta. Aðgangseyri er 250 kr. sem rennur til nemendaráðs skólans. 
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 4. janúar 2021

Skólabyrjun árið 2021

Mynd eftir Nönnu Björg í 6. bekk
Mynd eftir Nönnu Björg í 6. bekk

Gleðilegt ár og von um bjart og gæfuríkt nýtt ár.
Skóli hefst kl. 9 í fyrramálið hjá öllum hópum.
Eftir það tökum við upp hefðbundna stundaskrá þ.e. íþróttir og matartímar á “venjulegum” tímum (ekkert covid plan fyrir utan grímuskyldu og 2m reglu fyrir fullorðna).

Skólabílinn verður kl. 8:30 á Múla og svo fer hann í Hvamm.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 18. desember 2020

Jólakveðja

Gleðilega hátíð
Gleðilega hátíð

Senn er á enda 18. desember og nemendur og starfsfólk grunnskólans á leiðinni í jólaleyfi. Litlu jól skólans voru í dag, pínu örðuvísi en samt svo notaleg. Við óskum öllum nemendum og fjölskyldum þeirra ánægju og gleði á jólahátíðinni sem nálgast óðum. Þökkum fyrir árið sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur að morgni þriðjudagsins 5. janúar árið 2021.

 

Hér má sjá "litla" og svolítið "hraða" jólakveðju

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 15. desember 2020

Jólafréttir úr G.Þ.

6.-10. bekkur á Rauðum degi 2020
6.-10. bekkur á Rauðum degi 2020
1 af 2

Það er búið að vera mikið húll um hæ í skólanum frá því fyrir helgi. Tarzan tókst mjög vel sl. fimmtudag í tvískiptum hóp þar sem hugað var að sóttvörnum og mikil vinna lögð í þrif og sprittun. Á föstudaginn var rauðurdagur með óhefðbundnu sniði og endaði á heitusúkkulaði og piparkökum upp í skógi. Elvar Logi rann á hljóðið hjá eldri hóp og kom út og las fyrir okkur jólasögu. Jólakortagerð og jólaskreytingar hafa einnig átt sinn sess í skólastarfinu ásamt því að syngja inn jólin og kveikja á kertum á aðventukransinum.

 

Síðasta miðvikudag fyrir jólaleyfi er fatasund hjá 4.-10. bekk, allir þurfa að muna eftir hreinum fötum til að fara ofan í laugina. Á fimmtudaginn 17. desember verður jólamatur. Við minnum þá nemendur sem ekki eru í mat að hafa með sér 550 kr. til að greiða fyrir matinn. Föstudaginn 18. desember verða svo Litlu jólin í skólanum og hefjast þau kl. 10 og enda um kl. 12 og jólaleyfi hefst. Nemendur mæta spariklædd, með spari nesti, lítinn pakka í pakkaleik (kostnaður hóflegur) og það má hafa með sér kerti til að hafa kveikt á í stofunni.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 9. desember 2020

Breytingar á takmörkunum skólastarfs

8.-10. bekkur losna undan grímuskyldu á morgun 10. des.
8.-10. bekkur losna undan grímuskyldu á morgun 10. des.

 

  • Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla.
  • 2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá  nemendum í 8. til 10. bekk í samræmi við reglugerð um takmarkanir á samkomum.
  • Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur.
  • Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega.
  • Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember til 31. desember.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 20. nóvember 2020

Skipulag til 2. desember

Elst stig stundaskrá
Elst stig stundaskrá

Í vikunni voru gerðar breytingar á sóttvarnaraðgerðum og voru aðalbreytingarnar þær að hægt var að byrja kenna íþróttir og sund ásamt því að nemendur á miðstigi losnuðu undan grímuskyldu. 8.-10. bekkur ásamt kennara sem kennir þeim þurfa að bera grímu. Það eru komnar nýjar stundatöflur fyrir alla námshópa sem verða sendar í gegnum mentor í tölvupósti. Stundatöflurnar taka gildi mánudaginn 23. nóvember og gilda til 2. desember.

Munum að persónulegar sóttvarnir eru það sem skiptir mestu máli þ.e. handþvottur og sótthreinsun.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 6. nóvember 2020

Vináttudagur í G.Þ.

Fyrirliða slagorð nemenda í 4.-5. bekk
Fyrirliða slagorð nemenda í 4.-5. bekk
1 af 5

Í dag 6. nóvember var nóg um að vera í öllum "hólfum" í skólanum. Við létum ekki takmarkanir vegna Covid stoppa okkur í að halda vináttudag. En með því að leggja áherslu á vináttu og góðvild í garð hvors annars aukum við samheldni sem er eitt af fjórum gildum skólans. Við viljum ekki að einelti þrífist í skólanum okkar og vonum við að umfjöllun í öllum hópum skili sér í hjörtu nemenda.

 

Yngsta stig skilgreindi vináttu og bjó til vináttuborða. Nemendur á yngra miðstigi horfðu m.a. á myndband sem Björgvin Páll markmaður í handbolta talaði um einelti og hegðun ásamt því að hvetja fólk til að vera jákvætt og taka ábyrgð á sinni hegðun. Nemendur í 6.-10. bekk horfðu á myndband þar sem söngkonan Salka Sól lýsir einelti og varanlegri vináttu ásamt umræðum og verkefnum tengdum vináttu. Vonandi verða einhverjar umræður heima um vináttu og þá manneskju sem maður vill vera. 1.-5. bekkur unnu vináttu handa verkefni með Guðrúnu og Kristínu H.

 

Dagur gegn einelti er baráttudagur gegn einelti og er haldin ár hvert 8. nóvember síðan árið 2011. Í tilefni að honum bendum við á eineltisáætlun skólans en það er mikilvægt að allir þekki það ferli sem fer í gang ef uppi er grunur um einelti. Þar er einnig að finna skilgreiningu á hvað einelti er. Á mánudaginn skrifa nemendur svo undir sáttmála gegn einelti sem er orðinn árviss viðburður í skólanum.

 

"Hjálpumst að við að stoppa einelti, vera aðeins glaðari, ekki bara í skólanum" eru orð Björgvins Páls.

Hér til hliðar má sjá brot af vináttu verkefnum nemenda.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 3. nóvember 2020

Samkomutakmarkanir og börn

Áríðandi skilaboð til foreldra og forráðamanna
Áríðandi skilaboð til foreldra og forráðamanna

Skólar og íþróttafélög skipuleggja sitt fyrirkomulag til að fara eftir fyrirmælum yfirvalda um
takmarkanir á skólastarfi og samkomum, þ.m.t. fjöldatakmörkunum, rýmum og grímunotkun.
Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti
barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa
eftirfarandi í huga:
• Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan
skóla.
• Hafi börnin þroska til að fara eftir leiðbeiningum sem snúa að minni snertingu við vini
er ekki útilokað að þau geti hist í leikjum. Leikirnir mega ekki fela í sér beina snertingu,
notkun á sameiginlegum leikföngum eða búnaði sem snertur er með berum höndum.
• Börn og ungmenni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur bæði áður en þau hitta félaga
sína og eftir að þau koma heim.
• Fjölskyldur ættu að hafa í huga að ef börnin umgangast mikið vini eða frændsystkini úr
öðrum skólum eða skólahópum þá verður til tenging milli hópa sem annars væru
aðskildir. Slíkt ætti að forðast eins og kostur er.
• Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við ástvini
sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 sýkinga, eldra fólk og fólk með ákveðna
undirliggjandi sjúkdóma.
• Einnig væri hægt að nota tækifærið að kenna börnunum að skrifa sendibréf og æfa í
leiðinni skrift, stafsetningu, virkja ímyndunaraflið og hugsa í lausnum þegar kemur að
samskiptum við ástvini okkar.


Varðandi heimili með börn þar sem sumir eru í sóttkví en aðrir ekki:

  • Ef börnin hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem eru forsenda þess að hluti heimilisfólks geti verið í sóttkví, þarf allt heimilið að fara í sóttkví eða þeir sem ekki eru í sóttkví að fara annað um leið og sóttkví kemur til. Mögulega gæti annað foreldrið verið í sóttkví með barni en hitt foreldrið haldið fjarlægð. Foreldri með barni í sóttkví þarf ekki að vera skráð í sóttkví og þarf ekki að fara í skimun til að stytta sóttkví í 7 daga úr 14 dögum. Það er nóg að barnið sé skráð í sóttkví og fari í sýnatöku. Þetta á t.d. við leikskólabörn í sóttkví.
  • Börn sem hafa þroska og getu til að sinna eigin hreinlæti (t.d. sér salerni) og halda viðeigandi fjarlægð við foreldra (eða aðra) sem eru í sóttkví og eins við skólafélaga geta áfram sinnt námi í skóla. T.d. ef foreldri er í sóttkví gæti leikskólabarn þurft að vera líka í sóttkví en eldra systkini ekki.
  • Foreldrar stálpaðra barna í sóttkví eftir útsetningu í skóla eða tómstundum sem geta haldið viðeigandi fjarlægð frá börnunum meðan á sóttkví stendur geta sinnt áfram vinnu á vinnustað ef fjarvinna er ekki möguleg.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 2. nóvember 2020

Skipulag næstu vikurnar

Hvað er meira smitandi en Covid?
Hvað er meira smitandi en Covid?

Við höfum breytt skipulaginu fyrir alla hópa eftir að reglugerð um hertar aðgerir kom út í gærkveldi. Stundaskráin heldur sér að mestu leyti fyrir yngstu nemendurnar. Stundakrár sem gilda frá 3.-17. nóvember hafa verið sendar í tölvupósti í mentor. 

Grímuskylda er fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Vegna fjölda í heimastofu 5. bekkinga geta þeir sleppt grímu í heimastofu þar sem allir geta verið með meira en 2 m á milli sín.

 

6.-10. bekkur þurfa að bera grímu í öllum kennslustundum og mæta þeir ekki í skólann fyrr en kl. 8:50 á morgnanna. Flestir dagar eru styttri en venjulega þar sem ekki er hægt að kenna íþróttir og sund. Allir hópar eru með 3-4x í viku útivist og/eða tómstund í stundatöflu, þá daga verða nemendur að koma klæddir eftir veðri.

Áhugasvið verður öðruvísi þar sem ekki er hægt að blanda nemendum- í staðinn vinna nemendur "heimastofu áhugasviðsverkefni" þ.e. áhugasviðsverkefni sem hægt er að vinna í heimastofu.

 

Minnum einnig á að H.S.V. íþróttir falla niður og það verður ekki félagsmiðstöð þessar vikur.

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón