Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 16. ágúst 2021

Sóttvarnir í grunnskólastarfi haust 2021

Frá útiíþrótta tíma í vor (útiíþróttir eru í ágúst út september og maí)
Frá útiíþrótta tíma í vor (útiíþróttir eru í ágúst út september og maí)

Mikilvægt að allir hafi eftirfarandi atriði um sóttvarnir á hreinu í skólabyrjun:

  • Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.
  • Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými er 200.
  • Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu.
  • Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk.
  • Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar.
  • Um viðburði á vegum grunnskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna.

Skólinn verður settur 20. ágúst nk. Nánari tímasetningar verða sendar til foreldra/forráðamanna á morgun. Hægt verður að panta foreldraviðtöl á Mentor.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón