Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 15. nóvember 2021

Nýjustu upplýsingar vegna hertra aðgerða

Munum að við stýrum persónulegum sóttvornum best!
Munum að við stýrum persónulegum sóttvornum best!
  • Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.
  • Starfsfólk skóla þarf ekki að vera með grímur í samskiptum við nemendur en þeim ber að gæta að 1 metra fjarlægðarreglu sín í milli, ellegar nota grímu. Kennarar mega taka niður grímu eftir að sest er niður í skólastofum.
  • Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í innanhúsrýmum er 50. Gangar teljast ekki til rýmis í þessu samhengi (inngangar eða gangar milli skólastofa).
  • Blöndun hópa er heimil hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt.
  • Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar, gæta að sóttvörnum og 1 metra fjarlægðarreglu og nota grímu sé ekki hægt að uppfylla hana.
  • Grunnskólum er heimilt að halda skemmtanir fyrir allt að 500 gesti að því gefnu að gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst. Slíkar skemmtanir eru undanþegnar nálægðartakmörkun og grímuskyldu en skrá skal alla gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skrána skal varðveita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma liðnum.

Þessar reglur gilda til og með 8. desember

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 1. nóvember 2021

Viðbuðrarríkur október mánuður

Bleikir litir í bleika mynd (yngsta stig)
Bleikir litir í bleika mynd (yngsta stig)
1 af 10

Það er aldeilis búið að vera mikið að gera í október. Bleikur dagur var haldin föstudaginn 15. október til að styðja við átakið bleikur október. Flestir nemendur komu í einhverju bleikur, bleikar myndir voru litaðar og nemendaráð bauð nemendum upp á bleika andlistmálningu. Þessi bleiki bjarmi lýsti upp skammdegið og stemmningin var skemmtileg þökk sé nemendaráðinu.

 

Göngum í skólann átakinu lauk. Keppnin um Gullskóinn var æsispennandi og þurfti að endurreikna úrslitin vegna réttlætiskenndar nemenda um notkun á rafrænum hlaupahjólum en nemendum fannst ekki sanngjarnt að þau teldu. Það varð því úr að Yngsta stig hlaut Gullskóinn 2021. Óskum við þeim til hamingju með titilinn og fá drengirnir á yngsta stigi að hafa gullskóinn í sinni stofu í allan vetur.

Elsta stig fór á Íþróttahátíðina í Bolungarvík-þar var mikið stuð og þökkum við fyrir okkur þar var skipulag til fyrirmyndar og allir okkar nemendur tóku þátt í einhverjum greinum, einni eða fleirum.

Fimm ára börnin á Laufási komu í tvær heimsóknir í október, spennan var gífurleg og gaman að segja frá því að í skólahóp á Laufási eru nú 7 börn. Skipulag þeirra heimsókna köllum við Brúum bilið sem verður reglulegt í allan vetur.

26. október komu til okkar tvær listakonu, þær Alda og Kristín, með listasmiðjuna Veður, fegurð og fjölbreytileiki. Einnig komu til okkar nemendur og kennarar frá Flateyri til að taka þátt í smiðjunni með okkur. Yngri hópurinn bjó til veðurtákn og rýndi í veðurkort. Eldri hópurinn vann verkefni um líffjölbreytileikann á norðurslóðum með litríkum óskafánum. 

Verkin voru hengd upp í Edinborgarhúsinu á föstudaginn og af því að það var vetrarfrí fór Sonja og tók það upp og ætlar að sýna á Facebook síðu skólans. Stemninguna má sjá á meðfylgjandi myndum og vertu velkominn nóvember.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 27. október 2021

Hrekjavökuball

Booooo
Booooo

Nemendaráð G.Þ. er í hrekkjavöku stuði og ætlar að halda hrekkjavökuball föstudaginn 29. október kl. 16-18. Farið verður í leiki og dansað ásamt því að kjósa flottasta búninginn. Aðgangseyri er 350kr. fyrir þá sem koma í búning og 400 kr. fyrir þá sem koma ekki í búning. 

 

Hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja Nemendaráð G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 13. október 2021

Starfsdagur 14. október og bleikur dagur

Lýsum upp skammdegið með bleiku og sýnum stuðning
Lýsum upp skammdegið með bleiku og sýnum stuðning

Fimmtudaginn 14. október er starfsdagur í skólanum. Þann dag hugar starfsfólk að innra mati, innleiðingu leiðsagnarnáms og undirbýr kennslu. Nemendur eru í fríi þennan dag. 

 

Föstudaginn 15. október verður bleikur dagur. Nýskipað nemendaráð ætlar að bjóða upp á bleika andlitsmálningu í fyrsta tímanum. Það verða bleikar breytingar um allan skólann og nemendur og starfsfólk hvatt til að mæta í einhverju bleiku og þeir sem vilja eru hvattir til að koma í bleiku frá toppi til táar. Bleikur dagur og bleikur október er vitundar vakning gegn krabbameini hjá kí um. Við tökum þátt til að sýna stuðning og samstöðu. Nemendaráðið hvetur alla til að mæta með góða skapið og í einhverju bleiku eins og áður sagði. Hér má lesa meira um bleikan október og verkefnið bleika slaufan.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 11. október 2021

H.S.V. íþróttir

Hraustur kroppur=vellíðan og heilbrigði
Hraustur kroppur=vellíðan og heilbrigði
1 af 2
HSV byrjar í dag 11. október. Leyre Maza Alberdi verður með þá tíma. Sjá stundatöflu fyrir veturinn. Það er mjög jákvætt að núna er verið að bjóða börnunum okkar upp á sama tímafjölda og á Ísafirði.
 
Boðið verður upp á grunnþjálfun sem felur í sér æfinga tíma i leik sem eflir þol og styrk. Og svo verða á móti grunnþjálfuninni boltatímar sem þjálfa leikni með bolta (boltaleikir, fótbolti, körfubolti, handbolti og f.l.).
 
Foreldrar þurfa skrá börn til þátttöku hér eða senda tölvupóst ithrottaskoli@hsv.is 
Mánaðargjald er 5200 kr. fyrir 4 tíma á viku.
 
Tímasetningar eru:
 1.-4. bekkur grunnþjálfun á mánud. kl. 14:10-15:00
 5.-7. bekkur grunnþjálfun á mánud. kl. 15:10-16:00
 1.-4. bekkur boltaskóli á þriðjud. kl. 14:10-15:00
 5.-7. bekkur boltaskóli á þriðjud. kl. 15:10-15:00
 1.-. 4. bekkur grunnþjálfun á miðvikud. kl. 15:10-16:00
  5.-7. bekkur grunnþjálfun á miðvikud. 16:10-17:00
  1.-4. bekkur boltaskóli á fimmtud.  kl. 14:10-15:00
  5.-7. bekkur boltaskóli á fimmtud. kl. 15:10-16:00
 
Sjá líka töflu hér til hliðar
Afsakið að auglýsingin hafi ekki komið inn fyrir helgi.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 4. október 2021

Innleiðing leiðsagnarnáms

Nemandinn veit hvar hann er staddur og hvert hann er að fara, og hann fær leiðsögn til að brúa bilið þar á milli
Nemandinn veit hvar hann er staddur og hvert hann er að fara, og hann fær leiðsögn til að brúa bilið þar á milli
1 af 2

Á síðasta skólaári sóttu allir grunnskólar á norðanverðum Vestfjörðum um styrk til Sprotasjóðs til innleiðingar leiðsagnarnáms. Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá.  Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) sér  um umsýslu Sprotasjóðs skv. samningi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Skólarnir allir hlutu í sameiningu styrk upp á kr. 900.000 til verkefnisins, sem mun standa yfir á árunum 2021-2023.

Í Aðalnámskrá grunnskóla (2011) segir að leggja skuli áherslu á leiðsagnarmat (Formative assessment)  þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Segja má að hugmyndafræði leiðsagnarnáms sé rauði þráðurinn í gegnum Aðalnámskrá grunnskóla.   Shirley Clarke er enskur sérfræðingur sem hefur skrifað fjölda bóka um leiðsagnarmat eða leiðsagnarnám  (Assessment for learning)  og haldið erindi og námskeið viða um heim, m.a. hér á landi. Aðferðirnar byggir hún á niðurstöðum virtra rannsókna en þær eru þróaðar í samstarfi við starfandi kennara. Leiðsagnarnám hefur verið skilgreint á ýmsa vegu, en út frá áherslum Clarke má í stuttu máli segja að leiðsagnarnám sé námsmenning þar sem megináherslan er á nám nemenda, fremur en kennslu kennarans. Skólar sem fylgja aðferðafræðinni hafa náð mjög góðum framförum í námi. Það er markmið okkar að efla leiðsagnarnám í skólunum þar sem þunginn er nám nemandans fremur en matið.

Eftirtalin hugtök einkenna skólasamfélag þar sem leiðsagnarnám er haft að leiðarljósi:

Hugarfar: Við viljum efla vaxandi hugarfar (growth mindset) nemenda gagnvart námi sínu. Þegar nemendur tileinka sér vaxandi hugarfar þá vita þeir að framfarir nást með þrautseigju. Ef þeir telja að hæfileikar séu eingöngu meðfæddir og annað hvort geti þeir eða geti ekki, þá hafa þeir fastmótað hugarfar (fixed mindset).

Mistök: Mistök skapa tækifæri til að læra. Enginn þarf að skammast sín fyrir að gera mistök, því allir mestu snillingar heimsins hafa gert fjölda mistaka og lært af þeim. Ef nemandinn þarf ekkert að hafa fyrir náminu, þá er verkefnið sennilega of auðvelt og nemandinn lærir lítið eða ekkert.

Heilinn: Líkt og vöðvar, þá eflist heilinn þegar hann er notaður.

Markmið: Nemendur eru meðvitaðir um hvað þeir eiga að læra í hverri kennslustund, ekki bara hvað þeir eiga að gera. Þeir stefna að ákveðnu markmiði og vita hvar þeir eru staddir á leið sinni þangað og hvenær þeir hafa náð markmiðinu.

Viðmið: Skýr viðmið um árangur eru skilgreind í upphafi. Nemendur er meðvitaður um til hvers er ætlast og  hvað þeir þurfa að gera til þess á ná árangri.

Vinnubrögð: Nemendur vinna á fjölbreyttan og skapandi hátt og hafa ýmsa möguleika til að læra og sýna hvaða hæfni þeir hafa tileinkað sér. Þeir vinna ýmist einir, tveir og tveir eða í stærri hópum. Þeir skipta reglulega um samstarfsfélaga. Áhersla er lögð á meðvitund nemenda um eigið nám og að þeir beri ábyrgð á námi sínu í samræmi við þroska.

Endurgjöf: Kennarinn notar endurgjöf til þess að styðja nemendur í átt að námsmarkmiðum sínum. Í kennslustundum bendir kennarinn nemendunum reglulega á hvernig þeim gengur að ná markmiðum sínum og hvað þeir geta gert til að gera enn betur. Þannig geta nemendurnir strax nýtt endurgjöfina. Stundum getur endurgjöfin líka verið skrifleg Meginmarkmið með endurgjöf er alltaf að hjálpa nemendum til að ná markmiðum sínum. Nemendur gefa einnig hver öðrum endurgjöf út frá þeim viðmiðum sem hafa verið skilgreind, og nemendur meta sjálfir eigin vinnu. Áhersla er lögð á að kennarar nýti sér einnig þá endurgjöf sem þeir fá frá nemendum.

Námsfélagar/samráðsfélagar: Tveir og tveir nemendur ræða saman, ígrunda, svara saman spurningum, leysa verkefni  eða skiptast á hugmyndum í afmarkaðan tíma. Það hjálpar nemendum að orða hugsanir sínar og þeir læra hver af öðrum. Nemendur skipta reglulega um námsfélaga/samráðsfélaga.

Samræður: Engar hendur upp, allir með.  Kennarinn varpar reglulega fram spurningum, athugasemdum eða hugmyndum til að vekja áhuga og forvitni nemenda. Í stað þess að biðja nemendur um að rétta upp hönd dregur hann nafn þess sem segir frá, eftir að allir hafa fengið tíma til að hugsa. Þetta er gert svo allir  í hópnum glími við spurninguna sem lögð er fyrir en sumir bíði ekki bara eftir því að þeir sömu svari alltaf fyrir þá.

Nanna Kristín Christiansen hefur tekið að sér að vera leiðbeinandi skólanna í þessu innleiðingarferli. Hún er uppeldis- og menntunarfræðingur og hefur starfað á sviði menntamála í áratugi og gefið út nokkrar bækur, þ.á.m. bókina Leiðsagnarnám - Hvers vegna, hvernig, hvað? sem er nokkurs konar leiðarvísir kennara og skólastjórnenda varðandi leiðsagnarnám. Nanna hefur tekið saman kynningu á leiðsagnarnámi fyrir foreldra og má nálgast þá kynningu hér. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 27. september 2021

Ólympíuhlaup-skólahlaup 2021

Svo kom haustið og skyndilega veturinn. Sem betur fer náðum við góðu veðri þann 15. september til að hlaupa ólympíuhlaupið. Það eru orð að sanni að haustið er búið að vera heldur blaut þetta árið og veturinn skall á með trukki núna síðustu vikuna í september. 

Nemendur stóðu sig mjög vel í hlaupinu ásamt elstu tveimur hópunum á Heilsuleikskólanum Laufás. Nemendur höfðu um þrjár vegalengdir að velja 2,5 km, 5 km og 10 km. Samanlagðir km voru 236 með gestum og leikskóla. Vel gert og til hamingju með árangurinn. Margir nemendur stóðust markmið sín og bættu tíma sína verulega. Nemendur G.Þ. skelltu sér svo aðeins í sundlaugin og heitapottinn eftir hlaupið. 

 

 

Mjög ánægjuleg hlaupastund er liður af göngum í skólann ásamt hvattingu til hreyfingar hjá ÍSÍ

Dísa Sóley tók fullt af flottum myndum og má sjá brot af þeim hér til hliðar.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 15. september 2021

Göngum í skólan 2021

Hvetjum alla til virks ferðamáta til og frá skóla.
Hvetjum alla til virks ferðamáta til og frá skóla.

Göngum í skólann fer vel af stað og yfir 70 skólar skráðir til leiks í verkefninu.  Verkefnið hvetur okkur til að nota virkan ferðamáta til og frá skóla. Sá námshópur sem kemur að meðaltali oftast i skólann gangandi eða hjólandi hlýtur GULLSKÓINN til varðvörslu. Á timabilinu sem átakið er (8.sept.-6.okt) stundum við úti íþróttir, allir nemendur njóta útivistar í frímínútum og við göngum á fjöll í gönguvikunni. 
Skólabílstjórar keyra nemendum sem búa í sveit ekki alla leið svo þeir séu virkir þáttakendur og gangi spöl í skólann eins og aðrir nemendur😀

ÁFRAM ÖLL STIG OG STARFSMENN , útivera og hreyfing eykur styrk og þol ásamt því að veita vellíðan 🤸🏼‍♂️🏆

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 2. september 2021

Samræmd könnunarpróf

Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk falla niður
Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk falla niður

Okkur fannst vert að það kæmi frétt um þetta á heimasíðu skólans þar sem dagsetningar á fyrirhuguðum prófum í 4. og 7. bekk eru inn á skóladagatalinu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að samræmd könnunarpróf verði ekki lögð fyrir 4. og 7. bekk haustið 2021 og farið verði í vinnu við þróun á nýju námsmati.

Sjá nánar "eldgamla" frétt hér

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 19. ágúst 2021

Skólasetning 2021

Skólinn verður settur 20. ágúst, hlökkum til að sjá sem flesta í foreldraviðtölunum (athugið ekki samkoma á sal vegna C-19)
Skólinn verður settur 20. ágúst, hlökkum til að sjá sem flesta í foreldraviðtölunum (athugið ekki samkoma á sal vegna C-19)

Kæru nemendur/foreldrar/forráðamenn

Föstudaginn 20. ágúst verður skólasetning Grunnskólans á Þingeyri með breyttu sniði þó.

Í stað þess að allir mæti á tilsettum tíma á sal á formlega skólasetningu mæta nemendur með foreldrum í foreldraviðtal til umsjónarkennara í sína heimastofu (sömu heimastofur og á síðasta skólaári). 

Í viðtölunum taka umsjónarkennarar á móti nemendum og foreldrum, farið verður yfir skólabyrjun, stundaskrár afhentar, markmið sett og fleira sem þarf að hafa í huga við upphaf skólans. 

 

Vegna stöðunnar á COVID er grímuskylda fyrir foreldra í viðtölum og biðjum við alla sem mæta í skólann að spritta hendur og gæta persónulegra sóttvarna.  Við tókum þessa ákvörðun með það í huga að koma til móts við alla sem að skólastarfinu koma til að auka líkur á því að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig. 

Allt er að verða klárt varðandi praktísk atriði. Íþróttakennarinn kemur ekki fyrr en aðra vikuna í september alla leið frá Spáni og ætlar að búa á Þingeyri. Athugið að mötuneytið opnar ekki fyrir grunnskólanemendur fyrr en 1. september og þurfa nemendur að hafa með sér nesti út ágúst. Skóladagatal 2021-2022 er hér 

 

Alls verða nemdnur 36 í vetur, 3 þeirra eru nýjir (1. í fyrsta bekk, 1. í öðrum bekk og 1. í 6. bekk biðjum við samnemendur að taka sérstaklega vel á móti þeim). 

Hornsteinar skólastarfsins eru : Gleði- virðing- ábyrgð- samheldni

 

Hlökkum til 124. skólaárs Grunnskólans á Þingeyri

Starfsfólk G.Þ.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón