Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 8. apríl 2021

Dagur barnabókarinnar og "blár apríl"

Allir nemendur og starfsmenn komu saman á sal og hlustuðu á söguna
Allir nemendur og starfsmenn komu saman á sal og hlustuðu á söguna "Svartholið"

Í dag, 8. apríl var dagur barnabókarinnar. Það er IBBY á Íslandi heldur upp á dag barnabókarinnar með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Kristín Ragna Gunnarsdóttir skrifað skemmtilega smásögu fyrir þetta tilefni, Svartholið, og við sátum öll á sal og hlustuðum. Hóparnir unnu svo ýmis verkefni úr sögunni.  IBBY á Íslandi eru samtök fólks sem trúir því að barnabækur geti breytt heiminum til hins betra. 

 

Á morgun, 9. apríl, er svo haldið upp á "bláan apríl" með því að allir eru hvattir til að mæta í einhverju bláu í skólann, en það er gert  til að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófi.

Tekið af heimasíðunni blarapril.is: "Á hverju ári heldur félagið upp á “Bláa daginn” sem er oftast haldinn samhliða alþjóðlegum degi einhverfu sem er 2. apríl á ári hverju en ef 2. apríl lendir á helgi eða páskafríi hefur verið valinn annar heppilegur dagur þar sem Blái dagurinn hefur skapað sér sess í grunn- og leikskólum landsins og margir bíða spenntir eftir honum á hverju ári."

Við erum að sjálfsögðu með og mætum í bláu á morgun :-)

 

 
« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón