Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 15. nóvember 2021
Nýjustu upplýsingar vegna hertra aðgerða
- Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.
- Starfsfólk skóla þarf ekki að vera með grímur í samskiptum við nemendur en þeim ber að gæta að 1 metra fjarlægðarreglu sín í milli, ellegar nota grímu. Kennarar mega taka niður grímu eftir að sest er niður í skólastofum.
- Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í innanhúsrýmum er 50. Gangar teljast ekki til rýmis í þessu samhengi (inngangar eða gangar milli skólastofa).
- Blöndun hópa er heimil hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt.
- Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar, gæta að sóttvörnum og 1 metra fjarlægðarreglu og nota grímu sé ekki hægt að uppfylla hana.
- Grunnskólum er heimilt að halda skemmtanir fyrir allt að 500 gesti að því gefnu að gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst. Slíkar skemmtanir eru undanþegnar nálægðartakmörkun og grímuskyldu en skrá skal alla gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skrána skal varðveita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma liðnum.
Þessar reglur gilda til og með 8. desember