Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 4. janúar 2022
Mataráskrift lækkaði
Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 hafa verið samþykktar og tóku gildi 1. janúar s.l. Almenn hækkun gjaldskráa er 2,4%, í samræmi við verðbólguforsendur sem gefnar voru út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga um mitt ár 2021.
Ýmsar undantekningar eru þó á þessari almennu hækkun og er mataráskrift grunnskólanemenda þar á meðal, en verð á skólamáltíðum grunnskóla lækkar úr 510 kr. í 490 kr. til að haldast í hendur við lægri hráefniskostnað.
Hér má sjá nánari upplýsingar um gjaldskrárbreytingarnar hjá Ísafjarðarbæ.
Við hvetjum þá foreldra til að greiða fyrir ávexti og mjólk ef það er eftir. Margir borga fram að áramótum og greiða fyrir vorönn eftir áramótin. Nánari upplýsingar hér eða hér til hliðar.