Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 1. desember 2021

Skipulagið í desember

Kveikt var á Spádómskertinu á aðventukransinum á mánudaginn
Kveikt var á Spádómskertinu á aðventukransinum á mánudaginn

2. desember skreytingardagur

  • Skólinn skreyttur og komið í jólabúning
  • Unnið á stöðvum í aldursblönduðum hópum
  • Endilega að koma með heftara og auglýsingabæklinga til að endurvinna.

6. desember kveikt á 2. kertinu og sungið „á sal“

9. desember Tarzan-kl. 10-12 í íþróttahúsinu (Allir)

10. desember „Rauðurdagur“

  • Allir mæta í einhverju rauðu í tilefni dagsins
  • Heitt súkkulaði og smákökur (skipulag auglýst síðar)
  • Nemendaráð heldur jólaball kl. 18-20 um kvöldið

 

13. desember kveikt á 3. kertinu og sungið „á sal“

14. desember Jólasund fyrir 1.-3. bekk. Nemendur þurfa að muna eftir sundtösku, það má hafa með sér dót að heiman (ekki byssur).

14. desember Fatasund hjá 4.-10. bekk-muna að hafa hrein föt með sér í sund. Þeir kennarar sem treysta sér til hvattir til að hafa sundfötin með.

16. desember Jólabíó (í boði nemendaráðs) & Jólamatur

Jólamatur mötuneytisins- þeir sem eru ekki í mat geta keypt máltíð á 550 kr. (nemendur koma með pening og greiða í skólanum).

Að öðru leyti er venjulegur skóli samkv. stundaskrá.

 

17. desember „Litlu jólin“ kl. 10-12:10

Nemendur mæta í skólann kl. 10 spariklædd með jólalegt nesti (t.d. gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskiptin (gjöf sem kostar ca. 1000 kr.). Endilega koma með lítið kerti til að búa til stemmningu upp í stofu.

Aðventusöngur og kveikt á 4 kerti á aðventukransinum okkar.

Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.

 

Minnum alla á að lesa þó að það séu að koma jól- lestur er lykillinn að ævintýrum!

Sýnum hugrekki og góðvild.

Gleðilega aðventu

Skólinn byrjar aftur eftir jólaleyfi 4. janúar kl. 10

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón