Lestrarhestar í G.Þ.
Í haust fórum við af stað með verkefni sem fólst í því að skrá niður allar bækur sem lesnar eru í yndislestri og heimalestri og stilla þeim upp í bókahillu sem hann Nonni okkar bjó til fyrir okkur. Markmiðið var að við sæjum hvað við erum að lesa og jafnvel að ef einhver hefði lesið rosalega skemmtilega bók gæti hann mælt með henni fyrir nemendur á sínu stigi eða öðru stigi. Það æxlaðist þannig að þetta varð pínu keppni milli stiga - bara gaman að því. Hvert stig fékk sinn lit af bókakjölum til að skrá á nöfn og höfunda bóka. Yngsta stig fékk gulan, yngra mið fékk rauðan, eldra mið fékk grænan og unglingastig fékk bláan.
Þegar við fórum í jólafrí var bókahillan orðin full. Nú ætlum við að tæma hilluna - og byrja upp á nýtt að skrá. Ég hef grun um að einhverjir eigi inni nokkrar bækur sem þeir eru búnir að lesa en eiga eftir að skrá :-)
Lestur er bestur og lestur er lykill að ævintýrum. Áfram við - lesum og lesum - þannig opnum við nýja heima.