Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 17. febrúar 2017

Sinfóníu tónleikar "í beinni" fyrir nemendur á yngsta stigi

1 af 2

Tónleikarnir voru haldnir í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikunum var streymt og eina sem við þurftum var slóð og tengja tölvu við sjónvarpið okkar til að við gætum tekið þátt í verkefninu í skólanum hér á Þingeyri.

 
Á dagskrá voru tvö verk sem ekki hafa verið flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands áður.
 
Skrímslið litla systir mín, saga Helgu Arnalds, heyrdust í fyrsta sinn í sinfónískum búningi með tónlist Eivarar Pálsdóttur. Eivør og Halldóra Geirharðsdóttir ásamt Graduale Futuri sögðu söguna í tali og tónum í útsetningu Trónds Bogasonar við myndefni Bjarkar Bjarkadóttur. Á þessum sannkölluðu ævintýratónleikum mátti heyra söguna af Bjarti sem eignast litla „skrímsla“-systur sem át mömmu og pabba. Hann ferðaðist alla leið út á heimsenda til að reyna að skila systur sinni og fá mömmu og pabba til baka.
Á tónleikunum mátti einnig heyra Gullbrá og birnina þrjá í flutningi Sinfóníuhljómsveitinnar með skemmtilegum teikningum Helgu Arnalds sem var varpað upp á tónleikunum þannig að hlustendur gátu hvílt í áhrifaríkum ævintýraheimi um leið og þeir nutu tónlistarinnar.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 2. febrúar 2017

Febrúar er hjartamánuđurinn

Viđ gerum hjartađ okkar m.a. sterkara međ ţví ađ vera duglega ađ hreyfa okkur og leika úti.
Viđ gerum hjartađ okkar m.a. sterkara međ ţví ađ vera duglega ađ hreyfa okkur og leika úti.

Febrúar er hjartamánuðurinn og við í Grunnskólanum á Þingeyri ætlum að taka þátt í honum. Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Verkefnið hefur síðan þróast hjá okkur í gegnum árin og að þessu sinni er allur mánuðurinn undir, efnið óháð kyni og aldri því hjartaheilsa varðar alla.

Hjarta dagurinn okkar að þessu sinni er föstudagur 3. febrúar n.k. Nemendur og starfsfólk skólans er því hvatt til að mæta í rauðu og sýna þannig í verki að við eigum að hugsa vel um hjartað okkar.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 1. febrúar 2017

Ţorrablót G.Ţ.

Íslenska kindin er falleg, hlý og góđ
Íslenska kindin er falleg, hlý og góđ
1 af 2

Þorrablót Grunnskólans á Þingeyri verður haldið í sal skólans föstudaginn 3. febrúar,  kl 18:00 til 20:30,  

fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans.

Verð er 250 kr á mann.

Allir koma með sinn mat í skólann a.m.k. 2 tegundir af þorramat (og annað sem manni þykir gott) og drykk (má koma með gos).

 

Valin verða Halur og Snót kvöldsins.  Titilinn hljóta drengur og stúlka sem hafa mesta úrvalið af þorramat og borða hann.

 

Nemendaráð sér um spennandi dagskrá á borðhaldinu.

Að borðhaldi loknu hefst diskótek í umsjón

dJ. Kristjáns fyrir alla gesti kvöldsins og stendur til kl.20:30.

-   Komum saman, skemmtum okkur og verum glöð.

 

Kv. Nemendaráðið

 

Féló er opin til kl. 10:30 fyrir 7.-10. bekk með Kristínu eftir blót.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 31. janúar 2017

Lesferill, ný viđmiđ

Lesfimi er samsett fćrni sem felst í leshrađa, lestrarnákvćmni,  áherslum og hrynjandi í lestri.
Lesfimi er samsett fćrni sem felst í leshrađa, lestrarnákvćmni, áherslum og hrynjandi í lestri.

Lesferill er nýtt matstæki sem unnið er af læsisteymi Menntamálastofnunar. Lesferll er "tæki" sem við í Grunnskólanum á Þingeyri höfum ákveðið að nýta okkur til að meta grunnþætti læsis s.s. lesfimi, lesskilning, ritun, orðaforða og málskilning.

Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjanda í lestri. Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt.

Ætlunin er að Lesferill spanni frá þriggja til 16 ára aldurs. Hafist var handa við að vinna þessi próf í október 2015, m.a. fengum við í heimskókn læsisráðgjafa sem hittu kennara og foreldra á fundi hér í skólanum síðasta vetur í tengslum við þessa vinnu.  Ýmist er um stöðupróf eða skimanir (lestrarpróf) að ræða. Athugið að núna fá nemendur talin orð en ekki atkvæði. Nánari upplýsingar um Lesferil má finna hér í bækling um viðmið og markmið verkefnisins.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 13. janúar 2017

Til hamingju skólar í Ísafjarđarbć

Á grafinu má sjá jákvćđar breytingar í skólum Ísafjarđarbćjar
Á grafinu má sjá jákvćđar breytingar í skólum Ísafjarđarbćjar
Veturinn 2013-2014 (í kjölfar niðurstaðna PISA 2012) skoðuðu skólastjórnendur í Ísafjarðarbæ hvað hægt væri að gera svo bæta mætti námsárangur skólabarna í sveitarfélaginu. Vorið 2014 settum við okkur markmið sem við höfum öll unnið vel að: Við ætluðum að bæta námsárangur barna í Ísafjarðarbæ fyrir börnin sjálfsmynd þeirra og framtíð. Við vildum að fólk flytti vestur því hér séu mjög góðir skólar.
 
Í haust og haustið 2015 sáum við mjög góðar niðurstöður í Hljóm-2 prófunum og vitum að góðir hlutir eru að gerast í öllum leikskólunum okkar. Núna vorum við svo að fá niðurstöður PISA 2015 og getum ekki annað en verið mjög sátt (þó enn sé verk að vinna) en við erum allstaðar yfir landsmeðaltali og í tveimur af þremur yfir meðaltali OECD. Í náttúruvísindum erum við 30 stigum fyrir ofan landsmeðaltal, í stærðfræði erum við 19 stigum fyrir ofan landsmeðaltal og í lesskilningi erum við 7 stigum fyrir ofan landsmeðaltal.
 
Vissulega erum þetta flottar niðurstöður en við verðum að muna að næg vinna er þó framundan og við  verðum að halda því góða verklagi sem er í skólunum okkar. Saman erum við sterkari, skólinn og heimilin.
 
Meðfylgjandi mynd sýnir mjög vel hversu mikið skólar í Ísafjarðarbæ hafa bætt sig og passar engan veginn við neikvæða umræður í fjölmiðlum um hversu illa landsbyggðin hafi verið að standa sig í PISA.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 9. janúar 2017

Íţróttaskóli, hreystićfingar, hjóla kraftur, fjölskyldutími og blak

1-2.bekkur í Boccia í íţróttahúsinu á Ţingeyri
1-2.bekkur í Boccia í íţróttahúsinu á Ţingeyri
1 af 2

Æfingar fyrir 1.-4. bekk og elstu börnin í leikskólanum hefjast í dag mánudaginn 9. janúar kl. 17:10-18:00.

Æfingar verða framvegis á mánudögum fram á vor 1x í viku  í umsjón Janne Kristiensen. HSV rukkar lágmarksgjald fyrir æfingarnar, nánari upplýsingar gefur Janne.

7.-10. bekk stendur enn til boða að mæta á þriðjudögum og fimmtudögum í hreystitíma kl. 17-18:30 í umsjón Ernu.  Körfuboltaþjálfari frá Vestra mætir hálfsmánaðarlega á fimmtudögum í þá tíma.

Hjólakraftur mun einnig halda áfram með sínar æfingar í umsjón Guðrúnar Snæbjargar og Sigmundar Fríðars. Hjólakraftur er á miðvikudögum kl. 16:30. Nánar auglýst á facebook og inni í skóla. Allir velkomnir en foreldrar þurfa að meta hvort yngri ráði við æfingarnar.

Minnum einnig á fjölskyldutíma Höfrungs á sunnudögum kl. 10-12 þar sem allir fá tækifæri til að nýta íþróttasalinn og efla áhuga á hollri hreyfingu og samveru.

Blakæfingar fyrir 7. bekk og eldri hefjast aftur þegar Thio mætir aftur eftir frí, þær eru á sunnudögum kl. 14-15:30. Áhugasamir geta rætt við Sigmund Fríðar og/eða Guðrúnu Snæbjörgu.

Með kveðju Íþróttafélagið Höfrungur

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 2. janúar 2017

Gleđilegt nýtt ár

Frá áramótabrennu á Ţingeyrarodda 31. desember 2016
Frá áramótabrennu á Ţingeyrarodda 31. desember 2016

Starfsfólk skólans óskar öllum nemendum, foreldrum sem og þorpsbúum öllum gleði og gæfu á komandi ári með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem var að líða. 

 

Skóli hefst aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 3.janúar kl. 10. 

Framundan í skólastarfinu eru námsmatsdagar í lok janúar ásamt þorrablóti G.Þ. Eftir það hefst undirbúningur fyrir árshátíð ásamt hefðbundnu skólastarfi ásamt lestrarátaki og stærðfræðisprett.

Hver er sinnar gæfu smiður 😊

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 13. desember 2016

Síđustu dagar fram ađ jólafríi

 • 15. desember Tarzan í íþróttahúsinu kl. 10-12
 • 16. desember Rauður dagur

Nemendur koma í einhverju rauðu. Kl. 11-12 er foreldrum, ömmum, öfum og öðrum velunnurum skólans boðið á sýningu á áhugasviðsverkum nemenda. Heitt súkkulaði og smákökur í boði.

Um kvöldið er jóladiskó kl. 20-22 í skólanum fyrir 1.-10. bekk í umsjón nemendaráðs og félagsmiðstöðvar. 7.-10. bekkur halda áfram á féló til 10:30, síðasta féló fyrir jól.

 

 • 19. desember jólabíó og jólamatur

Nemendaráðið í samstarfi við kennara bjóða öllum nemendum í jólabíó „á sal“ kl. 9-11 (athugið sund hjá elsta,- og mið stigi fellur niður).

 

Jólamatur mötuneytisins_ þeir sem eru ekki í mat geta keypt máltíð á 480 kr. (nemendur koma með pening og greiða sí skólanum).

 

Yngsta stig ætlar í sund eftir hádegi- muna að koma með sundföt og það má hafa með sér dót (verð örugglega alveg til kl. 14 ofan í).

 

 • 20. desember „Litlu jólin“ kl. 10-12:10

Nemendur mæta í skólann kl. 10 spari klædd með jólalegt nesti (gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskiptin (gjöf sem kostar 500-1000 kr.). Nemendur þurfa ekki að koma með kerti, þeir nota það sem þeir föndruðu á skreytingardaginn.

Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.

 

Minnum alla á að lesa þó að það séu að koma jól- lestur er lykillinn, lestur er lífið sjálft!

Gleðilega aðventu

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 4. desember 2016

5. desember skreytingadagur

Viđ ćtlum líka ađ kveikja á kertum 2 og syngja
Viđ ćtlum líka ađ kveikja á kertum 2 og syngja "á sal"

Mánudaginn 5. des er skreytingadagur í skólanum. Þá verður unnið í stöðvum að ýmsu jólaskrauti og bakstri, til að skreyta skólann okkar. Einnig verða gluggamyndirnar settar upp og skólinn kemst í jólabúning. 
Við óskum sérstaklega eftir að nemendur hafi með sér glerkrukku til að búa til kertastjaka sem verður svo á hverju borði á Litlu jólunum.
Einnig heftara og bæklinga ef til eru til að gera keðjur. Það má líka hafa með sér liti eða skrautpenna eða annað skraut til að klippa á jólakort. 

Bestu kveðjur, kennarar og aðrir jólasveinar GÞ

 

Hægt að skoða myndir í myndasafni: http://grthing.isafjordur.is/myndasafn/22/

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 2. desember 2016

Jólaföndur foreldrafélagins 4. desember

Eigum notalega stund saman á ađventu í skólanum okkar, allir velkomnir
Eigum notalega stund saman á ađventu í skólanum okkar, allir velkomnir

Hið árlega jólaföndur verður haldið í Grunnskólanum á Þingeyri sunnudaginn 4. desember kl. 13-16.

Laufabrauðið verður á sínum stað og kostar 100 kr. stk. Í boði verður ýmislegt föndur á verð bilinu 300-1000 kr. ásamt gömlu föndri sem verður gefinsJ

Minnum á að gott er að taka með sér hnífa og laufabrauðsjárn ef maður á til að skera laufabrauðið.

Foreldrafélagið verður með kaffi og vöfflusölu.

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga notalegan dag saman.

« 2018 »
« Júní »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón