Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 6. maí 2022

Nordplus Junior heimsóknin í apríl

Hópurinn við Dynjanda, séð út Arnarfjörðinn
Hópurinn við Dynjanda, séð út Arnarfjörðinn
1 af 10

Síðusta vikan í apríl var sannarlega viðburðarrík sérstaklega hjá nemendum í 6.-8. bekk. Nemendur og kennarinn þeirra Sonja Elín hafa verið þátttakendur í þessu verkefni sl. 2 ár. Þema verkefnisins eru víkingar og markmiðin eru m.a. uppgötva ný tækifæri og hæfni í samskiptum, kynnast margbreytileikanum og umgangast alskonar manneskjur og læra að skilja hvert annað. Markmiðið er líka að kennarar tengist og læri af hvor öðrum.

 

Samstarfið við skólann hér á Þingeyri er við Kasseboella Freeschool í Danmörku og Kohtla-Jarve Maleca Basic School í Eistlandi. Mánudaginn 25. apríl komu 38 gestir í heimsókn til okkar hér á Þingeyri og tvöfaldaðist fjöldi nemenda og kennara í skólanum. Nemendur unnu að ýmsum  verkefnum og má þar helst nefna víkingasmiðju í Stefánsbúð, heimsókn í gömlu smiðjuna og leiksýning um Gísla Súrson í Haukadal. Einnig var farið í fjallgöngu, farið á hestbak, íþróttahúsið og sund og að lokum í hópferð að Dynjanda með heitt kakó, kleinur og harðfisk.

 

Til að gera svona heimsókn að veruleika er þátttaka foreldra og samfélagsins afar mikilvæg. Við erum stolt og þakklát af samfélaginu sem Grunnskólinn á Þingeyri er partur af. Án ykkar hefði þetta ekki verið hægt! Orðatiltækið það tekur heilt þorp að ala upp barn á svo sannarlega við. Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum sem okkar nemendur fá til að kynnast heiminum í þessu verkefni og sannfærð um að þau verði fleiri.

 

Stemninguna má sjá á meðfylgjandi myndum hér til hliðar

 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón