Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 5. október 2022

Göngum í skólann lýkur formlega í dag

Tileinkum okkur virkan ferðamáta allt árið um kring.
Tileinkum okkur virkan ferðamáta allt árið um kring.

Í dag 5. október, er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn  og með honum lýkur átakinu sem við störtuðum 7. september.  

Við þökkum nemendum kærlega fyrir þátttökuna og sérstaklega þeim tóku þetta alvarlega og notuðu virkan ferðamáta alla dagana. 

Skólinn minnir á markmið verkefnisins sem er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.  
Skólinn hvetur einnig alla (nemendur og starfsfólk) til að tileinka sér virkan ferðamáta allt árið um kring.

 

Minnum á að nemendur eiga samkvæmt umferðarreglum að nota hjálm þegar þau eru á hjólum.

 

 

 

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón