Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 1. maí 2013

Úti íţóttir í maí

Frá fótboltaćfingu í fyrra
Frá fótboltaćfingu í fyrra

Eins og venjan er verða íþróttir úti í maí. Á fimmtudaginn 2. maí er því fyrsti úti íþróttatíminn. Í úti íþróttum gefst okkur tæifæri til að nýta umhverfið til margvíslegrar hreyfingar hvort sem það eru hlaup og leikir á íþróttavellinum, "Yfir" á tjaldstæðinu, ratleikir eða göngu, og fjöruferðir.  Minnum nemendur á að koma klædd eftir veðri og í íþróttafötum og góðum skóm. Ef það rignir á okkur er í góðu lagi að vera í stigvélum. Einnig þarf að muna að taka með sér hrein föt til skiptanna eftir sturtu. Eins og sjá má á dagatalinu hér til hægri eru 6 tímar eftir hjá öllum hópum.

 

 

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 25. apríl 2013

Breytingar á skóladagatali

Klippi-og litaverk eftir Moniku í 6. bekk
Klippi-og litaverk eftir Moniku í 6. bekk

Breytingar hafa orðið á síðustu dögum skóladagatalsins. Græni dagurinn verður 28. maí, Vorgleðin með leikskólanum Laufás verður 29. maí og skólaslitin færast til 31. maí. Breytingar þessar voru samþykktar á fræðslunefndarfundi í síðustu viku. Nánari upplýsingar um skipulag og tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur.

 

Annars þakka starfsmenn skólans fyrir veturinn sem samkvæmt dagatalinu er lokið. Vonum að sólin fari að skína meira á okkur. Gleðilegt sumarSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 15. apríl 2013

Myndir

Það eru komnar fullt af myndum í "Myndasafn" tengilinn hér til vinstri sem teknar voru í þemavikunniWink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 8. apríl 2013

Ţemadagar

Frá ţemavikunni 2012
Frá ţemavikunni 2012

 Komið er að þemadögum í Grunnskólanum á Þingeyri þetta skólaárið, en þemadagar hafa verið fastur viðburður í starfi skólans. Í þemavinnu er verið að leggja áherslu á fjölbreytni í vinnubrögðum og kennsluaðferðum. Í þeirri vinnu er reynt að sameina sem flestar kennslugreinar, brjóta upp hefðbundið skólastarf og gefa nemendum tækifæri á að öðlast nýja reynslu sem jafnframt gefur tilefni til skemmtilegrar vinnu.

Að þessu sinni munum við helga dagana 9.-12. apríl slíkri vinnu, þar sem meginviðfangsefnið verður tengt Afríku. Nemendur munu vinna í blönduðum hópum að óvenjulegum verkefnum um Afríku, meðal annars skartgripagerð, grímugerð, verkefni um dýr, skúlptúr /styttugerð og matargerð. Menningu og hefðum í þessari stóru heimsálfu munum við kynnast eins og tónlist og dansi. Til þess að gera því góð skil munum við fá góða gesti í heimsókn.

Meðan á þemadögunum stendur munum við eingöngu vinna að því verkefni og leggja til hliðar aðra kennslu. Nemendur þurfa því aðeins að hafa með sér pennaveski og liti, einnig verðlaus efni svo sem eggjabakka, tómar jógurt- og skyrdósir og tóma pakka. Frekari fyrirmæli um þetta munu koma frá kennurum.       

Skóladegi allra mun svo ljúka á sama tíma kl. 13:30, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Skólatími verður óbreyttur föstudaginn 12. apríl, en þá viljum við líka bjóða foreldrum, öfum og ömmum að koma og heimsækja okkur í skólann kl.11:00, þegar nemendur kynna afrakstur  þemadagana. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 4. apríl 2013

Alţjóđlegur dagur barnabókarinnar

Nemendur
Nemendur "á sal" fimmtudagsmorguninn 4. apríl
1 af 2

 Í tilefni af alþjóðlega degi barnabókarinnar, sem er 2. apríl (fæðingardagur H.C. Andersens,) færir IBBY* á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf. Friðrik Erlingsson skrifaði söguna Stóra bróður og var hún lesin í útvarpinu kl. 9.10 í morgun (4. apríl). Allir nemendur og kennarar settust saman á sal og hlustuðu á þessa skemmtilegu sögu. Hver og einn nemandi á unglingastigi fór og bauð  yngri nemanda að koma með sér niður og sitja hjá sér. Þetta var mjög skemmtileg stund og allir hlustuðu af athygli á þessa skemmtilegu, en jafnframt áhrifamiklu sögu af strák sem lendir í aðstæðum sem enginn vill upplifa.

*IBBY eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1953 og starfa nú í 70 löndum. Markmið samtakanna er að vinna í anda stofnandans, Jellu Lepman, sem áleit að góðar barnabækur gætu byggt brú á milli þjóða heims og miðlað fróðleik og skilningi milli ólíkra menningarsamfélaga. IBBY á Íslandi hefur starfað frá árinu 1985.

JHS

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 20. mars 2013

Árshátíđ Grunnskólans á Ţingeyri 2013

Gleđilega páska
Gleđilega páska

Fimmtudaginn 21. mars eru árshátíðardagur nemenda sem haldin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Hver námshópur hefur undanfarnar vikur fléttað við skólastarfið leikritasmíði og leikæfingum með umsjónarkennurum sínum. Fyrri sýningin hefst kl. 10:00- í hléi verður boðið upp á ávexti. Seinni sýningin hefst kl. 19:30 - í hléi verður 10. bekkur með sjoppu.

 

Engin hefðbundin kennsla er á árshátíðardegi. Skólabíll fer frá Núpi kl. 8:50 og til baka aftur að loknum hádegismat kl. 12:30.

Vegna seinni sýningar leggur skólabíll af stað frá Núpi kl. 18:20, en nemendur eiga að vera mættir kl. 19:00.

Nemendaráð heldur dansleik að lokinni sýningu kl. 22:00-23:30 fyrir nemendur í 7. -10. bekk á sal skólans.

 

Föstudaginn 22. mars hefst skóli skv. stundaskrá kl. 9:00. Skólabíll frá Núpi kl. 8:20. Páskaleyfi að loknum skóladegi kl. 12:00.

 

Kennsla hefst þriðjudaginn 2. apríl kl. 8:10 samkvæmt stundaskrá eftir páskaleyfi:)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 19. mars 2013

Skólahreysti 2013

Skólahreystikeppendur 2013. Mynd Guđrún Snćbjörg.
Skólahreystikeppendur 2013. Mynd Guđrún Snćbjörg.

Sex nemendur úr G.Þ. tóku þátt í Skólahreysti 2013 14. mars sl. í íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Keppt var í riðlum og skipt í þá eftir landshlutum. Fjögur lið frá Vestfjörðum kepptu saman í riðli, Bolungarvík, Ísafjörður, Tálknafjörður og Þingeyri. Tókst nemendum frá Þingeyri að krækja sér í 2. sæti í æsi spennandi keppni við Ísafjörð um 1. sætið. Ísafjörður vann með 18 stigum gegn 17 stigum Þingeyringa.

Sindri Þór Hafþórsson og Jóhanna Jörgensen kepptu í hraðabraut. Anton Líni Hreiðarsson keppti í upphífingum og dýfum. Særós Guðný Jónsdóttir keppti í armbeygjum og hreystigreip. Vilhelm Stanley Steinþórsson og Heiðdís Birta Jónsdóttir voru varamenn. Mikill áhugi er á hreysti og hreyfingu en 15 nemendur af 18 á unglingastigi hafa stundað Skólahreystitíma í vali í vetur.

Fyrsti þáttur um Skólahreysti verður sýndur á rúv 26. mars næst komandi, við verðum sennilega í þætti 2 eða 3Smile

 

Nemendur voru skólanum og sér til sóma og stóðu sig vel. 

| sunnudagurinn 17. mars 2013

Lokakvöld Stóru upplestrarkeppninnar

Frá lokakvöldinu í Hömrum
Frá lokakvöldinu í Hömrum

Miðvikudagskvöldið 13. mars sl. var lokakvöld Stóru upplestrarkeppninnar haldið í Hömrum á Ísafirði. Þar voru samankomnir þeir nemendur 7. bekkja sem þótt höfðu skara fram úr í sínum skólum. Þeir voru 8 að þessu sinni og allir fluttu sína texta og ljóð óaðfinnanlega. Fulltrúi okkar var hún Gabriela Embla Zófoníasdóttir og var hún sjálfri sér, fjölskyldu sinni og okkur öllum til mikils sóma. En það geta ekki allir verið í efstu þremur sætunum. Í 1. sæti var bolvísk mær og í 2. og 3. sæti voru ísfirskir drengir. Þau voru öll vel að sigrinum komin. Þessi upplestrarkeppni er alltaf hin mesta skemmtun - því þar er líka boðið upp á tónlistaratriði. Það er alveg augljóst að við Vestfirðingar eigum mikinn fjölda hæfileikaríkra ungmenna sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 12. mars 2013

Á skíđum skemmti ég mér trall lalla la

 Ákveðið hefur verið að fara í skíðaferð með alla nemendur skólans miðvikudaginn 13. mars, ef veður leyfir. Farið verður á skíðasvæðið í Tungudal. Við viljum biðja ykkur um að hafa eftirfarandi í huga varðandi ferðina:

  • Nemendur mæti með búnað á venjulegum tíma kl. 08:10.  Sérstakt skipulag gildir um akstur nemenda úr sveitinni, sem þeim verður kynnt. Skólinn mun láta vita í tíma ef fresta þarf ferðinni vegna óhagstæðs veðurs.
  • Hafa þarf meðferðis viðeigandi búnað til að nota í brekkunum s.s. skíði, bretti, snjóþotur, þoturassa eða sleða. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu en takmarkaður fjöldi af búnaði, verð 2.000 kr. (skíði+skór, eða bretti+skór) og 1.000 bara fyrir skíði. Gjaldfrítt er í lyftur.

Öryggisins vegna eru tilmæli bæði frá skóla og starfsmönnum skíðasvæðisins að allir verði með hjálma á höfði. Best er að hver komið með sinn eigin hjálm þar sem eingöngu eru til um 40 hjálmar í skálanum til útláns og fleiri skólar en G.Þ. verða á svæðinu.

  • Klæðnaður er líka mikilvægur, þ.e. að nemendur séu vel klæddir til útiveru í 3 - 4 klukkustundir.
  • Mikilvægt að hafa meðferðis gott nesti. Þeir sem eru í mataráskrift munu fá matarpakka frá Leikskólanum um hádegisbilið. Þeir sem ekki eru í mat þurfa hins vegar að hafa með sér nesti. Í skíðaskálanum bjóða kennarar upp á heitt kakó sem þeir hafa meðferðis.  Einnig er hægt að kaupa samlokur, pylsur og drykki í skíðaskálanum.
  • Áætluð heimkoma er kl.13:30. Ef einhverjir nemendur verða lengur, eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að tilkynna það til skólans. Þeir munu þá sjálfir tryggja heimferð þeirra.
  • Skíðaferð er skóladagur nemenda. Ef einhverjir nemendur taka ekki þátt í ferðinni, verður kennsla fyrir þá í skólanum. Leyfi eða veikindi tilkynna foreldrar til skólans eins og um venjulegan skóladag sé að ræða.  Starfsfólk skólans verður á skíðasvæðinu og hægt að hafa samband í síma 450-8370.

    Ef einhverjir foreldrar vilja koma eru þeir að sjálfsögðu velkomnir á skíðasvæðið með okkurSmile

            Skólastjóri og kennarar

| ţriđjudagurinn 12. mars 2013

Stóra upplestrarkeppnin

Allir fengu viđurkenningarskjal ađ lestri loknum
Allir fengu viđurkenningarskjal ađ lestri loknum

 Stóra upplestrarkeppnin var haldin á sal G.Þ. fimmtudaginn 7. mars sl. Þar öttu kappi nemendur 7. bekkjar,sem að þessu sinni eru þrír. Þau mættu í sínu fínasta pússi og lásu af stakri snilld fyrir gesti sína, sem voru foreldrar og kennarar að ógleymdum dómurunum sem kváðu svo upp þann dóm að fulltrúi G.Þ. á lokakvöldi Stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum á Ísafirði, n.k. miðvikudagskvöld 13. mars, skyldi vera Gabriela Embla Zófoníasdóttir. Varamaður er Caroline Rós Jóhannesdóttir. Þau gerðu það ekki endasleppt, krakkarnir, og buðu upp á kaffi og kökur sem þau höfðu sjálf bakað í heimilisfræði fyrr um daginn. Kökurnar smökkuðust afar vel og var haft á orði að kannski væri það ekki svo vitlaust að þau gerðu út á þetta tvennt og byðu upp á "pakkadíl" lestur og bakstur.

 

« 2023 »
« Október »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón