Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 8. september 2014

Dagur læsis

Sameinuðu þjóðirnar gerðu 8. september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á degi læsis er fólk, hvar sem er í heiminum, hvatt til þess að skipuleggja læsisviðburði. Það má gera með því að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta. Í Grunnskólanum á Þingeyri lesa nemendur á hverjum degi, þar sem 10-15 mín. af kennslustund eru notaðar í "yndislestur". Á degi læsis hvetjum við alla nemendur okkar að setja sér markmið varðandi lestur og lesa sér meira til ánægju. Allir námshópar hafa fengið dagbók undir markmið, áform, heimalestur og fleira. Á degi læsis er heppilegt að hvetja til heimalesturs og minnum við á að skrá lesturinn í bækurnar. Einnig er hægt að halda bókalista yfir þær bækur sem búið er að lesa. Við viljum líka minna á bókasfnið á Ísafirði en þangað er gaman að fara og allir nemendur geta fengið bókasfnskort sem kostar ekkert fyrir þá sem aldrei hafa fengið kort (þeir sem hafa glatað korti þurfa að greiða 400 kr. fyrir nýtt). Safnið er opið frá 13-18 alla virka daga og 13-16 á laugardögum.
« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón