Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 17. desember 2014

Jólabíó, jólamatur og Litlu jólin

Gleðileg jól
Gleðileg jól

Jólabíó verður fyrir nemendur á sal skólans kl. 10 fimmtudaginn 18. desember. Nemendaráð sér um viðburðinn og bíður upp á popp, saltstangir og drykk með myndinni. Nemendur á yngsta-, og miðstigi þurfa ekki að hafa með sér íþróttatöskur.

Jólamatur mötuneytisins verður í hádeginu fimmtudaginn 18. desember. 

Litlu jólin eru á föstudaginn 19. desember kl. 10

Það sem nemendur þurfa að hafa í huga er:

  • að mæta í jólaskapi og í betri fötum
  • að heimilt er að hafa meðferðis sparinesti í anda jólanna
  • að taka með sér pakka í pakkaskipti fyrir um 800 – 1000  kr. hvern pakka.
  • Enginn þarf að taka með sér kerti því fallegu krukkurnar sem voru gerðar á skreytingardaginn munu skreyta borðin.

 

Dagskrá litlu jólanna er á þessa leið:

Nemendur byrja daginn inn í sinni stofu með sínum umsjónarkennara þar sem farið er yfir jólakortin, pakkaskipti og eiga þar notalega stund. Allir nemendur koma svo saman á sal og dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög. Ef söngurinn heyrist vel er aldrei að vita nema einhverjir gestir renni á hljóðið .........

 

Litlu jólunum lýkur um kl. 11:45 , þegar allir hafa gengið frá í sínum stofum og kvatt sína kennara.

 

 

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 11. desember 2014

Rauðurdagur 12. desember

Rauðidagurinn, allir að mæta í einhverju rauðu
Rauðidagurinn, allir að mæta í einhverju rauðu

Við viljum minna á Rauðadaginn á morgunn kl. 09:30 - 10:30, þar sem nemendur bjóða upp á kakó og piparkökur ásamt því að sýna afrakstur sinn af vinnu sinni í áhugasviði. Nemendur eru hvattir til þess að mæta í einhverju rauðu. Allir foreldrar, ömmur, afar og aðrir velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 10. desember 2014

Skólahald vegna veðurs

Vindaspá fyrir hádegi í dag
Vindaspá fyrir hádegi í dag

Skólahaldi verður ekki aflýst vegna veðurs en foreldrar beðnir um að meta stöðuna sjálfir. Skólaakstri hefur verið aflýst. Sími er enn úti vegna bilunnar upp á Sandafelli en hægt að ná í skólagsm: 891-8359

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 3. desember 2014

Jólaföndur Foreldrafélags G.Þ

Verður haldið í sal skólans sunnudaginn 7.desember frá klukkan 11:00 – 13:00. Hægt verður að kaupa föndurpakka ásamt því að 10.bekkur verður með sitt árlega kaffi til sölu. Gestir geta haft með sér tæki og tól til laufabrauðsgerðar, liti, lím, skæri og annað sem tengist föndri.Posi verður á staðnum.

 

Allir hjartanlega velkomnir á þessum tíma til þess að eiga góða stund saman á aðventunni.

Hlökkum til að sjá ykkur 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 1. desember 2014

Skreytingardagur-Þriðjudagurinn 2. desember

Í dag kveiktum við á Spádómskertinu á aðventukransinum og sungum saman
Í dag kveiktum við á Spádómskertinu á aðventukransinum og sungum saman
1 af 2

Á morgunn þriðjudag 2.desember er skreytingardagurinn í skólanum. Fyrir helgi óskuðum við eftir því að nemendur kæmu með einhvers konar krukkur að heiman eins og undan Fetaosti, einhvers konar sósum eða jafnvel barnamat. Við ætlum að nýta þær í skreytingar fyrir litlu jólin, þannig að gott væri að nemendur hefðu eina með sér í skólann á morgunn (þeir sem ekki komu með í morgunn). Eins geta nemendur haft með sér skraut liti og annað til þess að útbúa jólakort til hvers annars, gömul blöð til þess að klippa út ásamt skærum með mynstri ef til eru á heimilum. Einhverjir nemendur eiga samkvæmt stundaskrá á ljúka skóladegi eftir hádegi en við óskum eftir því að þeir dvelji lengur með okkur til þess að komast í allt það sem verður í boði á morgunn eða til rúmlega 14:00. Skólabílinn fer heim kl 14:05.
Einnig minnum við á fyrirhönd Foreldrafélags G.Þ. að nemendur skili inn miðum um fjölda laufabrauða sem hægt verður að skera út á nk. sunnudag. Mikilvægt er að þeir sem eiga eftir að skila komi þeim til skila á morgunn. 

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 28. nóvember 2014

Fínn dagur

Fullveldisdagurinn 1. desember =fínn dagur:)
Fullveldisdagurinn 1. desember =fínn dagur:)

Í tilefni fullveldisdagsins 1. desember langar okkur að allir mæti í fínum fötum í skólann á mánudaginn :)

 

Höfum gaman samanSmile

Kveðja nemendaráðið

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 18. nóvember 2014

Búningadagur-Leikskólinn á afmæli

Búningadagur í skólanum og leikskólanum á morgun 19. nóvember
Búningadagur í skólanum og leikskólanum á morgun 19. nóvember

Á morgun 19. nóvember ætlum við í grunnskólanum að skunda í búninga afmæli eftir frímínútur upp á leikskóla. Leikskólinn ætlar að taka á móti okkur og velunnurum skólans. 27 ár eru síðan leikskólinn var formlega opnaður og á hverju ári er gert eitthvað skemmtilegt að því tilefni.  Það má því koma í búning á morgun í skólann. 

 

Maður er manns gaman:)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 8. nóvember 2014

Haustönn lokið - Vetrarönn hefst

Á vetrarönn er gott að muna eftir hlýjum útifötum :)
Á vetrarönn er gott að muna eftir hlýjum útifötum :)
  • Haustönninni lauk núna föstudaginn 7. nóvember og vetrarönn hefst mánudaginn 10. nóvember.
  • Nemendur fá sent heim einkunnir og mat á haustönn mánudaginn 10. nóvember ásamt tímum í foreldraviðtöl.
  • Í viðtölunum verður farið yfir markmið haustannar með umsjónarkennurum og ný markmið sett fyrir vetrarönn. 
  • Vetrarönn lýkur 27. febrúar (sjá nánar skóladagatal)
  • Framundan er löng helgi, nemendur mæta EKKI í skóla föstudaginn 14. nóv og mánudaginn 17. nóv

 

 

Góða helgi

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 27. október 2014

Halloween diskótek

Þann 31. október ætlar nemendaráð skólans að halda diskótek kl. 17-19. Diskóið verður í anda "Halloween". Farið verður í alskyns partýleiki og dansað. Þeir sem mæta í búning greiða 200 kr. í aðgangseyri. Þeir sem verða ekki í búning greiða 300 kr. í aðgangseyri. Það má koma með gos og smá nammi.

Hlökkum til að sjá ykkur & vonandi sjáum við sem flesta í búning.

 

Bestu kveðjur Nemendaráð G.Þ. 2014

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 22. október 2014

Vika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir, hófst mánudaginn 20. október.

Fyrir okkur öll
Fyrir okkur öll
1 af 10

Í vikunni er kastljósi beint að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lítur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð).
Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi.

Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri aðstöðu, er það ótvírætt grunnurinn í þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum.   Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í forvarnastarfi.  Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan.

heimasíðu Viku 43 www.vika43.is auk þess sem yfirlýsing Viku 43 - 2014 verður send fjölmiðlum og þátttakendum í verkefninu síðar í vikunni.
Áminningaborðar um Viku 43 eru sýnilegar á fréttaveitum og samfélagsmiðlum á netinu og þannig stuðlað að því að vekja einstaklinga til umhugsunar um mikilvægi samtakamáttar í forvörnum.

Kynningarefni Viku 43 er unnið í samstarfi við Jafningjafræðsluna sem lánaði „fyrirsætur" til verkefnisins. Að Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og unglinga auk fjölmargra annarra frjálsra félagasamtaka foreldra, klúbba, kvenfélaga og forvarna.

 

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón