Tónlistarskólinn- frétt
Sigríður Ragnarsdóttir skrifaði eftirfarandi frétt eftir Vortónleika tónlistaskólans sem birtist á skutull.is:
Tónlistarnemar á Þingeyri héldu velheppnaða tónleika í Félagsheimilinu í gær. Þessi fámenni en frábæri hópur fluttu þarna rúmlega klukkustundarlanga dagskrá og stóðu sig öll framúrskarandi vel. Dagskráin var afar fjölbreytt, lög frá ýmsum tímum og löndum, leikið var á blokkflautu, gítar og píanó, en líka sungu margir nemendanna. Í lokin lék svo hljómsveit nemenda skemmtilegt lag. Það er tónlistarkennarinn Tuuli Rähni, sem útsetti og æfði öll lögin, auk þess sem hún skipulagði og undirbjó þessa skemmtilegu tónleika.
Við erum svo heppin að nemendur ætla að leika nokkur þessara atriða á skólaslitunum. Við þökkum Tuuli Rahni fyrir samstarfið í vetur og hlökkum til næsta