Heimsókn- umboðsmaður barna
Umboðsmaður barna, Margrét heimsótti skólann í morgun og fór yfir hlutverk hans og kynnti sig fyrir nemendum. Hlutverk umboðsmanns barna: Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og á að gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Nemendur fengu öll verum vinir spjald og bækling um réttindi barna. Nemendur á mið,- og elsta stigi horfðu svo á myndband um mannréttindi (myndbandið er hægt að finna https://www.youtube.com/watch?v=68tNnY7TKhw). Fleiri upplýsingar fyrir nemendur og foreldra er að finna á vefsíðu umboðsmanns barna https://barn.is/. Endilega kíkið á þetta og ræðið við foreldra/börn.