Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 6. maí 2015
Minnum á reiðhjólahjálma
Lóan er komin og flestir búnir að taka hjólin sín út úr geymslunni. Rakel hjúkrunarfræðingur kom í heimsókn um daginn og var með fræðslu fyrir nemendur um hlífðarhjálma og minnti á nauðsyn þeirra. Í dag fengu nemendur í fyrsta bekk afhenta hlífðarhjálma sem er liður í átaki eimskips um mikilvægi hjálma þegar maður hjólar. Hjálmarnir nýtast líka þegar maður er á hjólabretti, línuskautum, hlaupahjóli og jafnvel á skíðum/bretti eða hestbaki. Munið hvernig fór fyrir egginu, höfuðkúpan okkar er eins og eggjaskurnin.