Gleðilega Páska
Nú er að hefjast kærkomið páskaleyfi í skólanum. Það er búið að vera mikið fjör í kringum árshátíðina sem haldin var núna 17. mars sl. Nemendur á öllum stigum stóðu sig frábærlega og ekki annað hægt að heyra á foreldrum og gestum sýninganna að þeir hafi skemmt sér konunglega. Einnig eiga kennarar og Guðrún og Jón kærar þakkir skilið fyrir alla þjálfun og aðstoð. Það er ómetanlegt fyrir skólastarfið að vera ríkt af skapandi fólki, ungum og öldnum . Einnig þökkum við Leikskólanum Laufás og flottustu indíjánunum fyrir frábært atriði
Í morgun spiluðu allir PáskaBingÓ "á sal" stemmninguna má sjá á meðfylgjandi myndum. Markmið leiksins var að hafa gaman saman og samgleðjast með þeim sem vinna.
Skóli hefst aftur eftir páskaleyfi 29. mars samkv. stundaskrá.
Gleðilega páska