Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 9. mars 2016

Árshátíðarundirbúningur

Ævintýratré gerð klár af kátum stelpum á miðstigi
Ævintýratré gerð klár af kátum stelpum á miðstigi
1 af 5

Árshátíð G.Þ. verður 17. mars nk. og því mikið um að vera þessa dagana í skólanum. Nú eru nemendur að æfa leikrit, hvert stig fyrir sig. Ákveðið hefur verið að annað hvert ár skuli vera sett upp eitt stykki allir saman til skiptist við það fyrirkomulag að hver námshópur sýni "sitt" stykki. Með þessi teljum við að líkur á því að hver og einn njóti sín og takist á við fjölbreytileg verkefni aukist. 

Í morgun hófst leikmyndavinna og því mikið líf og fjör um allan skóla þar sem nemendur nutu sín í teikningu og málun. Einnig sjá nemendur um að hanna auglýsingar og aðgöngumiða. Meðfylgjandi myndir sýna best stemninguna. Undanfarin ár hafa árshátíðar leikritin snúist um samskipti með áherslu á samheldni. Í ár ætlum að að leggja áherslu á að halda í samheldnina og bæta við gleði. Þemað í ár er ævintýri og grín Smile

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón