| miđvikudagurinn 11. mars 2020

Covid-19

Eins og hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni, þá hefur ansi skæð "flensa" verið að skekja heiminn. Við höfum eftir fremsta megni gert okkar til koma í veg fyrir smit hér í GÞ. M.a. er spritt sýnilegt og við erum farin að skammta matinn, þetta er eitt af þeim þáttum sem Landlæknir hefur bent á til að koma í veg fyrir smit. 

 

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af vef Heilsugæslunnar:

 

"Heimsfaraldur sjúkdóms sem engin lækning er til við og enginn hefur ónæmi fyrir, er alvarlegur. Ekki af því að í þessu tilviki sé sjúkdómurinn svo alvarlegur heldur vegna þess að svo margir geta veikst á sama tíma að það lami þjóðfélagið og geri okkur ókleift að sinna þeim 5% sem verða alvarlega veik. Þetta er ástæðan fyrir því að reynt er eftir fremsta megni að hefta útbreiðsluna og tefja hana."

 

Svo er ávallt gott að minna á mikilvægi handþvottar, með sápu og þið farið yfir það heima, rétt eins og við gerum hér í skólanum. 

 

Hér er jafnframt linkur á frétt á vefsíðu Stjórnarráðsins/Mennta- og menningarmálaráðuneytið. 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 5. mars 2020

Stóra upplestrarkeppnin

Kristjana einbeitt
Kristjana einbeitt
1 af 3

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Hömrum á Ísafirði í gær.

Lokahátíðin er alltaf mjög hátíðleg og skemmtileg stund, þar sem afrakstur mikilla æfinga á upplestri er verðlaunaður. Þeir sem ná á lokahátíðina eru fulltrúar síns skóla og hafa þótt skara fram úr í sínum árgangi, sem er 7. bekkur. 

Stóra upplestrarkeppnin hefur verið árviss viðburður í 7. bekk í 24 ár - og hefur G.Þ. tekið þátt í a.m.k. 16 af þeim.

Verkefnið byrjar ár hvert á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og lýkur formlega með lokahátíð í héraði í mars.

Að þessu sinni lásu 12 lesarar frá Þingeyri, Suðureyri, Bolungarvík og Ísafirði brot úr sögunni Stormsker eftir Birki Blæ og ljóð eftir Jón úr Vör, ásamt ljóði að eigin vali. Dómarar voru 5 og þeirra beið virkilega erfitt verkefni - að raða niður í 3 efstu sætin. Grunnskólinn á Ísafirði átti sæti 2 og 3, en það voru þær Anna María Ragnarsdóttir (3. sæti) og Dagný Rut Davíðsdóttir (2. sæti). Jóhann Ingi Guðmundsson Grunnskólanum í Bolungarvík var í 1. sæti.

Kristjana Rögn Andersen las fyrir hönd okkar skóla og stóð sig mjög vel og við erum ákaflega stolt af henni :-)

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni.

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miđvikudagurinn 26. febrúar 2020

Krakkasvariđ frá GŢ

Skólinn okkar fékk áskorun frá Brekkuskóla á Akureyri að taka þátt í Krakkasvarinu sem er liður í Krakkafréttum.

Upptökur fóru fram í dag - og verður sýnt frá því í Krakkafréttum á morgun, fimmtudaginn 27. feb.

Endilega horfið :-)

Í tilefni dagsins var kötturinn sleginn úr tunnunni í tómstund í dag og fengu allir á mið- og yngsta stigi rúsínur og annað "hollt nammi". Einnig voru flestir í náttfötum í tilefni dagsins, en nemendaráð stóð fyrir náttfatadegi.

Alltaf gaman að brjóta upp hversdaginn.

| föstudagurinn 21. febrúar 2020

Í vikulok

Á miðvikudaginn var, fóru allir nemendur út í hádegistímanum og leiki með Kristínu Hörpu, Guðrúnu og Helga. Sjá myndir - mér skilst að allir hafi skemmt sér vel :-) 

 

Í síðustu viku kom Kómedíuleikhúsið til okkar og sýndi Iðunni og eplin. Mjög skemmtileg sýning og frábært tækifæri fyrir nemendur að sjá sýninguna, einnig fengu nemendur að prófa búninga. Sjá myndir :-)

 

Á mánudaginn er bolludagur, gott að muna eftir að koma með bollu í nesti :-) Nemendur í 8.-10. bekk fara yfir á Ísafjörð þar sem Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur tekur á móti þeim. Lagt verður af stað frá skólanum kl 8:10. Sigmundur mun fara á skólabílnum og Ninna á sínum bíl. Gert er ráð fyrir að nemendur fái að borða í grunnskólanum á Ísafirði og fari svo aftur heim um kl 13:00. Þá er skóladeginum lokið hjá þeim þegar heim er komið.

 

Á miðvikudaginn fara nemendur í 1. og 2. bekk í heimsókn í Laufás. En þar er náttfatadagur - allir að mæta í náttfötum :-) 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi

| mánudagurinn 17. febrúar 2020

Hallgrímur Sveinsson

Í gær, sunnudaginn 16. febrúar, var Hallgrímur Sveinsson, bráðkvaddur. 

 

Hallgrímur var kennari og skólastjóri við GÞ til fjölda ára. Auk þess gaf hann út bækur undir merkjum Vestfirska forlagsins, sem hann átti og rak. 

 

Starfsfólk GÞ sendir innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda Hallgríms og þakkar honum ánægjulega samfylgd. Minningin um mætan mann lifir. 

| fimmtudagurinn 13. febrúar 2020

Aftakaveđur í vćndum

Hér má sjá hvernig spáin lítur kl 12:00, föstudaginn 14.febrúar
Hér má sjá hvernig spáin lítur kl 12:00, föstudaginn 14.febrúar

Á morgun, föstudaginn 14. febrúar, er spáð aftakaveðri á svæðinu. Ég mælist til þess að foreldrar haldi börnum heima ef þess er nokkur kostur. Gott væri ef þið létuð vita í dag, svo ég sé ekki að senda starfsfólk að óþörfu af stað í fyrramálið. 

 

| miđvikudagurinn 12. febrúar 2020

Tćkjalausar fríminútur

Á föstudaginn, 14.febrúar, ætlum við að vera með tækjalausar fríminútur í skólanum - nemendur verða þá að finna sér eitthvað annað til dundurs en síma eða spjaldtölvur...

 

Nóg er til af spilum, taflborð, skotskífa o.fl. Wink

| föstudagurinn 31. janúar 2020

Í vikulok

Halur, Alex, og Snót, Auđbjörg
Halur, Alex, og Snót, Auđbjörg
1 af 6

Á föstudaginn var, var hér haldið fjölmennt Þorrablót undir stjórn nemendaráðs. Það skemmtu sér allir vel og gaman að sjá hvað nemendur voru duglegir að borða þorramatinn. Að venju var Halur og Snót valin en það eru þeir nemendur sem eru með hvað fjölbreyttastan þottamat í sínu trogi. Það var Alex sem var Halur og Auðbjörg sem var Snót, en þau hafa verið ansi sigursæl á sinni skólagöngu. Sjá myndir frá þessum viðburði hér með fréttinni. 

 

Unglingastig hefur undanfarið verið að gera poka fyrir koalabirni í Ástralíu þar sem neyðarástand hefur verið vegna elda og þar hafa dýrin orðið illa úti. Hér með fréttinni má sjá mynd af pokunum áður en þeim var komið suður, þar sem þeir eru svo sendir áfram til andfættlinga okkar. 

 

Á mánudaginn er starfsdagur í skólanum og því frí hjá nemendum. Foreldraviðtöl eru á miðvikudag og fimmtudag, umsjónarkennarar opna fyrir skráningar á viðtal í Mentor. Sú nýbreyttni er að þessu sinni að nemendur fá ekki vitnisburðarblað fyrir viðtalið, heldur er það afhent í viðtalinu. Hins vegar má skoða vitnisburð og hæfniviðmið í Mentor. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi

| föstudagurinn 24. janúar 2020

Í vikulok

Hér er bréfiđ sett í póstkassann :-)
Hér er bréfiđ sett í póstkassann :-)
1 af 15

Í dag er Þorrablót GÞ. Nemendur unglingastigs hafa verið alla vikuna að undirbúa blótið sem verður vafalítið mjög skemmtilegt :-) 

 

Nemendur í 6. og 7.bekk tóku sig til í vikunni og skrifuðu bréf til Samgönguráðherra, þar sem þau vildu fá að fara fyrst í gegnum Dýrafjarðargöngin, þegar þau verða opnuð. Sjá má myndir af bréfinu sem og af þessum framtakssömu krökkum með fréttinni. Einnig eru myndir af nemendum í 1. -7.bekk, þar sem þeir eru að sinna verkefni undir leiðsögn Kristínar Hörpu og Guðrúnar. 

 

Ný önn hefst á mánudaginn, vorönn, með hækkandi sól og vonandi færri lægðum ;-) 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi

| fimmtudagurinn 23. janúar 2020

Ţorrablót GŢ

Þorrablót GÞ verður á morgun, föstudaginn 24. janúar, kl 17:30-19:30. Sjá meðfylgjandi auglýsingu :-) 

« 2021 »
« Október »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón