| föstudagurinn 3. janúar 2020

Ađ afloknu jólafríi

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góð kynni á því liðna. 

 

Skóli hefst að nýju að afloknu jólafríi mánudaginn 6. janúar kl 10:00, samkvæmt stundaskrá. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| föstudagurinn 20. desember 2019

Gleđileg jól

Jólapokar nemenda
Jólapokar nemenda
1 af 35

Vikan sem nú er að líða var nokkuð hefðbundin, þ.e. hefðbundin sem síðasta vika fyrir jólafrí. Nemendur horfðu saman á jólamynd sem að þessu sinni var "Home alone 2", fengu jólamat og svo voru litlu jólin hjá okkur. Sjá má nokkrar myndir frá vikunni hér með fréttinni. Að endingu býður nemendafélagið upp á jólaball í dag, föstudag, kl 18:30-19:30, á sal skólans og kostar 250.- inn. 

 

Það eru líka nokkrar myndir frá síðasta tómstundartímanum fyrir jól, þar sem þær Harpa og Guðrún fóru út að skreyta snjóinn með nemendum í 1. -7.bekk. Skemmtilegt verkefni, eins og öll önnur sem þær stöllur eru að vinna að með nemendum. 

 

Starfsfólk grunnskólans óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. 

 

Skólinn er lokaður frá 23. desember til mánudagsins 6. janúar en þá byrjar skólinn aftur eftir gott jólafrí. Nemendur mæta kl 10:00, samkvæmt stundaskrá. 

 

Með bestu kveðju og njótið hátíðanna, starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri

| sunnudagurinn 15. desember 2019

Í vikulok

1 af 22

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur síðustu vikuna, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum :-) 

 

Tómstundahópurinn skreytti m.a. jólatré með frostskrauti, miðstigið fór í Kómedíuleikhúsið og útbjó grímur, Tarsan leikur var í íþróttahúsinu og endaði vikan á Rauða deginum. Kærar þakkir þið sem sáuð ykkur fært að mæta. 

 

 

Í næstu viku fara unglingarnir í Kómedíuleikhúsið að gera grímur, jólamatur er á fimmtudaginn og litlu jólin á föstudaginn. Á föstudaginn mæta nemendur kl 10:00 og má gera ráð fyrir að þeir fari að koma heim um 11:30-12:00. 

 

 

Með bestu kveðju

| miđvikudagurinn 11. desember 2019

Opiđ hús - Rauđur dagur

Þér/ykkur er boðið í opið hús í Grunnskólanum á Þingeyri, föstudaginn 13. desember næstkomandi, kl 11:00 – 12:00.

Verkefni nemenda verða til sýnis, nemendur fara með jólasveinavísur, auk þess sem boðið verður uppá piparkökur og kakó.

 

Hlökkum til að sjá þig/ykkur,                         

starfsfólk og nemendur Grunnskólans á Þingeyri

| föstudagurinn 6. desember 2019

Í vikulok

1 af 18

Í vikunni var skreytingardagurinn sem gekk mjög vel, sjá myndir frá deginum. Nemendur voru að sinna verkefnum á fimm stöðvum, útbjuggu jólapóstpoka, snjókalla (sem verða að tréi), gerðu jólatré, skreyttu piparkökur og útbjuggu músastiga og skraut í stofur. Ofsalega skemmtilegur dagur. 

 

Nemendur hafa verið að fá "gulrótina" sem þeim var lofað í kjölfar lestrarátaks, nemendur miðstigs horfðu t.d. í dag á uppsetningu skólans á Konungi ljónanna, auk þess sem þau fengu gulrætur ;-) 

 

Á fimmtudaginn, 12.12, er "Tarsan-dagurinn", þar sem allir nemendur skólans fara niðrí íþróttahús að leika sér í "Tarsan" frá kl 10:00 - 12:10. 

 

Á föstudaginn er "Rauði dagurinn" þá er opið hús í skólanum frá kl 11:00 - 12:00. Þar verður til sýnis verkefni nemenda úr áhugasviði sem og frá þemadeginum. Skóla er lokið hjá öllum nemendum kl 12:10, eða eftir hádegismat, þennan dag. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi :-) 

 

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | ţriđjudagurinn 3. desember 2019

Lestrarátaki lokiđ

Lesum og lesum allt áriđ um kring
Lesum og lesum allt áriđ um kring

Nú er 2ja vikna formlegu "lestrarátaki" lokið og nemendur hafa svo sannarlega sýnt enn og aftur hvað í þeim býr.

Búið er að telja saman lesnar mínútur á mið- og elsta stigi, en þar sem mikil veikindi eru á yngsta stigi, er ekki búið að telja saman mínúturnar þar.

Gaman er að segja frá því að miðstigið las samanlagt 4118 mínútur, sem gera 68 1/2 klukkustund eða rúmlega 2 1/2 sólarhring. Þetta gerði miðstigið að stærðfræðidæmi og voru eiginlega hálf hissa á útkomunni :-)

Elsta stigið las samtals 3.997 mínútur, en þar eru líka færri hausar en á miðstiginu.

Það er alltaf skemmtilegt í lok "átaks" að leika sér með tölurnar, en niðurstaðan verður alltaf sú sama: Allir eru að leggja sig fram og gera sitt besta.

Nú er að hefjast 2ja vikna "stærðfræðiátak" sem verður aðallega fólgið í því að nemendur reikna alls konar dæmi í skóla og/eða heima og af því það er kominn desember verður jólastærðfræði kannski áberandi.

Góða skemmtun, kennararnir.

| ţriđjudagurinn 3. desember 2019

Skreytingardagur o.fl.

1 af 4

Eins og ávallt er nóg um að vera í skólastarfinu. Á fimmtudaginn var fóru nemendur 3.- 5.bekkar yfir á Ísafjörð og sáu Djáknann á Myrká. Á föstudaginn fór Kristín Harpa ásamt Helga með nemendur í 1. -7. bekk og grilluðu brauð, sjá myndir, en við erum svo lánsöm að Kristín Harpa er byrjuð að vera með okkur einu sinni í viku með útikennslu. Í gær, mánudag, fóru nemendur á yngsta stigi, ásamt nemendum leikskólans í Kómedíuleikhúsið og fengu að gægjast inn í leikhúsheiminn, auk þess sem Leppalúði leit við. Samkvæmt venju fóru allir nemendur á sal, þar sem kveikt var á Spádómskertinu og jólasöngvar sungnir. 

Á morgun, miðvikudag, er skreytingardagur hjá okkur. Nemendum verður skipt í hópa, sem fara á stöðvar og vinna að verkefnum sem tengjast jólunum, ýmis konar skraut búið til og það hengt upp. 

 

 

| föstudagurinn 22. nóvember 2019

Í vikulok

Það hefur verið nóg við að vera þessa vikuna, eins og áður. Þemadagar tókust mjög vel, fjölbreytt verkefni sem voru unnin, sjá myndir. Afraksturinn verður svo til sýnis á "rauða deginum". 

 

Í næstu viku verður Ungmennaþing á Ísafirði, þar sem m.a. nemendum í 8. -10.bekk er boðið að koma og taka þátt. Við buðum nemendum upp á val, þ.e. hvort þeir vildu fara eða ekki og voru nokkrir nemendur sem þáðu það boð. Starfsmaður fer með þeim en dagskráin á Ísafirði er frá kl 09:00 - 12:30. r má finna upplýsingar um þingið. 

 

Á fimmtudaginn fara nemendur 3. -5. bekkjar á Ísafjörð að sjá Djáknan á Myrká. Sýningin byrjar kl 09:30 og gert er ráð fyrir að hún sé í tæpa klukkustund. 

 

Foreldraviðtöl er einnig í næstu viku. Foreldrar ská sig á tíma í gegnum Mentor

 

Með bestu kveðju og góða helgi!

| mánudagurinn 18. nóvember 2019

Ţemadagar

Í dag byrjuðu þemadagarnir okkar, hér eru því nemendur um allan skóla, í ýmsum verkefnum.  

Hér eru nokkrar myndir af iðnum nemendum Smile

| föstudagurinn 15. nóvember 2019

Í vikulok

Á dag, föstudag, byrjaði hjá okkur tveggja vikna lestrarátak. Nemendur voru út um allan skóla í morgun, bæði að lesa með vini og að lesa einir í myrkrinu við vasaljós. Munum að lesa daglega, hvort sem það er lestrarátak eða ekki Laughing

 

Í næstu viku, mánudag, þriðjudag og miðvikudag eru þemadagar hjá okkur. Þemað að þessu sinni eru bókmenntir. Nemendum verður skipt í þrjá hópa, þvert á bekki, þar sem unnið er með einn höfund á hverri stöð. Stöðvarnar eru þrjár og eru það Astrid Lindgren, J.K. Rowlings (Harry Potter) og Gunnar Helgason sem unnið verður með að þessu sinni. Allir morgnar byrja á lestri samkvæmt venju, áður en nemendur fara í hópa og á stöðvar. Þemavinnan er til 12:10 og tekur við hefðbundin stundaskrá eftir hádegi. Íþróttir og sund falla niður þessa daga. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi!

« 2021 »
« Apríl »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón