Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 11. september 2017

Gönguvika

Göngum, göngum, göngum upp í giliđ........
Göngum, göngum, göngum upp í giliđ........

Nú er komið að hinni árlegu gönguviku. Það þýðir að hver námshópur fer í skiplagða gönguferð með hópnum sínum og umsjónarkennara. Vikan er tileinkuð hreysti, hollustu og hreyfingu. Skólinn er með í átakinu "Göngum í skólann" og getum við fléttað gönguferðirnar inn í það verkefni. Í gönguferðum þurfum við að vera ábyrg, sýna samheldni, vera glöð og bera virðingu fyrir ferðafélögum og umhverfinu (hornsteinar skólans).

 

Umsjónarkennarar hvers náms stigs mun senda nánari upplýsingar um ferða tilhögun og dagsetningar í tölvupósti í gegnum mentor. Allir foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur eru velkomnir með okkur. Það sem við þurfum að muna er að klæða okkur eftir veðri og koma með hollt og gott nesti (ath. það má koma með fernudrykk/safa).

 

Gleðilega gönguvikuSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 7. september 2017

Íţróttaćfingar í íţróttahúsinu

Æfingar fyrir 1.-4. bekk hefjast í dag fimmtudaginn 7. september kl. 17:10-18:00.

Æfingar verða framvegis á mánudögum í umsjón Janne Kristiensen og fimmtudögum í umsjón Guðrúnar Snæbjargar.

HSV rukkar lágmarksgjald fyrir æfingarnar, nánari upplýsingar gefur Janne og Guðrún.

Hreystitímar fyrir 7.-10. bekk hefjast eftir miðjan september í umsjón Ernu.

Hjólakraftur mun einnig halda áfram með sínar æfingar í umsjón Guðrúnar Snæbjargar og Sigmundar Fríðars. Hjólakraftur er á miðvikudögum kl. 17:00.

Nánar auglýst á facebook og inni í skóla. Allir velkomnir en foreldrar þurfa að meta hvort þeir sem yngri eru ráði við æfingarnar.

Minnum einnig á fjölskyldutíma Höfrungs á sunnudögum kl. 10-12 þar sem allir fá tækifæri til að nýta íþróttasalinn og efla áhuga á hollri hreyfingu og samveru.

Blakæfingar fyrir 7. bekk og eldri verða auglýstar þegar þær hefjast.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 6. september 2017

Göngum í skólann

Göngum í skólann 6.sept.-4. okt.
Göngum í skólann 6.sept.-4. okt.

Grunnskólinn á Þingeyri hefur skráð sig til þátttöku í Göngum í skólann verkefnið sem hefst í dag og stendur til 4. okt. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

 

Einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hólreiðar, hlaup, línuskauta, hjólabretti eða annað. Ávinningurinn er betri líðan og svo er þetta einnig umhverfisvæn og sparsöm leið til að komast á milli staða.

 

Á þessu tímabili sem átakið stendur yfir ætlum við meðal annars að ganga á dali og fjöll, hjóla og hlaupa Norræna skólahlaupið.

Hvetjum alla sem geta til að vera með Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 5. september 2017

Skólabúđir ađ Reykjum í Hrútafirđi

Samsöngur, okkar börn í efstu röđinni
Samsöngur, okkar börn í efstu röđinni
1 af 4

Nemendur í 6.-7. bekk fóru ásamt umsjónarkennara sínum Sonju í Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði síðustu vikuna í ágúst. Eitt af markmiðum búðanna er að venja nemendur við að búa fjarri foreldrum sínum, sofa á ókunnum stað, sjá um sig, hafa reglu á fötum og farangri og hirða herbergi sitt. Við þetta njóta nemendur tilsagnar kennara síns og starfsfólks búðanna. Markmið búðanna tengjast að öllu leiti markmiðum í starfi grunnskólans og einkum er lögð áhersla á félags,- og uppeldismarkmið.

Aðstaðan í búðunum er til fyrirmyndar og nemendur skemmtu sér vel í leik og starfi á meðan dvölinni stóð. Reykjaskólasnúðarnir voru á sínum stað og stóðust væntingar. Nánar um búðirnar hér

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 30. ágúst 2017

Hjólakraftur-tómstund

G.Ţ. Hjólakraftur og Höfrungur
G.Ţ. Hjólakraftur og Höfrungur

Á morgun í TÓMSTUND þurfa þeir sem ætla að hjóla að muna að koma á hjólum í skólann og að sjálfsögðu muna eftir hjálminum á höfuðið. Hægt er að útvega nemendum á elsta stigi hjóli og hjálm að láni. Þeir sem ekki geta hjólað verða í öðrum verkefnum tengdri útvist og hreyfingu á fimmtudögum með Ernu í þessum tímum en Guðrún Snæbjörg sér um Hjólakraft.  TÓMSTUND er verkefni í þróun sem á að stuðla að aukinni hreyfingu og möguleiki til að sinna tómstund á skólatíma í samvinnu við Hjólakraft, Höfrung og vonandi fleiri.

 

Hlökkum til og eigið góðan dag

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 23. ágúst 2017

Innritun í tónlistarnám

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Fimmtudaginn 24. ágúst kl: 16 – 18 verður innritun í tónlistarskólann á Þingeyri í aðstöðu skólans í Félagsheimilinu á Þingeyri.

Sýnt hefur verið fram á að tónlistarnám eykur á færni fólks til að takast á við verkefni í almennu námi. Svo er líka svakalega skemmtilegt að spila tónlist.

Kkv.

Jóngunnar Biering Margeirsson – GSM: 620-5778

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 18. ágúst 2017

Foreldraviđtöl

Hćgt ađ panta tíma í foreldraviđtöl á mentor
Hćgt ađ panta tíma í foreldraviđtöl á mentor

Það er allt á fullu í undirbúning fyrir skólaárið 2017-18 og okkur hlakkar til að skólinn iði af lífi í næstu viku. Eftir skólasetningu þriðjudaginn 22. ágúst verða foreldraviðtöl. Hver nemandi og foreldri/ar hitta umsjónarkennara til að setja sér markmið fyrir fyrstu önnina og ræða skólastarfið. Viðtalið tekur um 15 mín. Hægt er að panta viðtalstíma inn á Mentor. Nýjir nemendur og þeir sem vantar lykilorð velja gleymt lykilorð inn á mentor.is og velja bláu flísina hefst í vinstra horninu. Kennarar eru búnir að senda póst með frekari upplýsingum.

 

Góða helgi, starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 9. ágúst 2017

Skólasetning skólaáriđ 2017-18

Grunnskólinn á Þingeyri verður settur á sal skólans þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10. Eftir setningu hitta nemendur og foreldrar umsjónarkennara í sínum heimastofum. Nemendur fá stundatöflur og skráningar í mötuneyti og fleira fara fram. Eftir setninguna eru foreldraviðtöl þar sem hver nemandi, foreldrar og kennarar fara saman yfir áherslur og markmið. Minnum á skóladagatalið hér

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 18. maí 2017

Skólaslit Grunnskólans á Ţingeyri skólaáriđ 2016-17

Gleđi-Virđing-ábyrgđ-samheldni
Gleđi-Virđing-ábyrgđ-samheldni

Skólaslit verða fimmtudaginn 25. maí kl. 15 í Þingeyrarkirkju.

Að lokinni athöfn mun Kvenfélagið Von sjá um kaffisölu í félagsheimilinu. Einnig mun skólasýningin vera á sínum stað „á sal“ í skólanum til kl. 17:30

Á milli kl. 17:30-18:00 sækja nemendur muni sína Smile

 

Allir velkomnir

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 28. apríl 2017

Hvenćr er besti tími dagsins til ađ ala upp barn?

Forvarnafrćđsla Magga Stef. Foreldrafundur á Ísafirđi miđvikudaginn 3. maí kl. 20
Forvarnafrćđsla Magga Stef. Foreldrafundur á Ísafirđi miđvikudaginn 3. maí kl. 20

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn þann 03/05 kl. 20:00 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Forvarnarfræðsla Magga Stef verður með fræðslustund í skólanum ykkar þar sem við finnum svar við þessari spurningu, ásamt því að skoða:

  • Uppeldistengd málefni: gildi, hefðir og venjur
  • Hvernig við styrkjum tilfinningagreind og sjálfstraust barna
  • Kannabisplöntuna (hass/gras/weed/vax/olía) og skaðleg áhrif af neyslu.
  • MDMA, Purple Sprite, Kókaín, læknadóp, Blunt, gas, spítt, Spice, K2, Fentanyl, Krókadíl og fleiri efni

Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er gott að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Sjáðu hvað aðrir foreldrar hafa sagt um þessa fræðslu: http://maggistef.is/index.php/um-maggistef

 

Fyrirlesari: Magnús Stefánsson
Vefsíða: maggistef.is

Fjölskylduráðgjafi ICADC/ICPS

Facebook: Forvarnarfræðsla Magga Stef

Tölvupóstfang: magnusstef@simnet.is

 

Við hvetjum alla foreldra til að mæta á fundinn

« 2019 »
« Febrúar »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón