Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 18. nóvember 2016

Ţemadagar-Dagur íslenskrar tungu

"Upp undir Laugarásnum" hluti nemenda úr 7.-8. bekk
1 af 8

Nú eru yfirstaðnir þemadagar sem voru 14.-16. nóv sl. Þemað var: Lögin/textarnir hans Ladda. Hver nemendahópur fékk úthlutaða nokkra texta sem kennarar höfðu valið og skipt á milli hópanna. Hlutverk nemanda var svo að vinna með textana og eða lögin og tengja vinnuna við íslensku því að uppskeruna átti að nota til að halda "veislu" vegna afmælis Jónasar Hallgrímssonar eða dags íslenskrar tungu í Félagsheimilinu. Hugmyndin var að breyta Jónasi í Ladda og tengja við gleði sem er einn hornsteinn skólans. Unnin voru verkefni sem tengdust rími, samsettum orðum og flokkun orða í íslensku, persónur Ladda voru skoðaðar ásamt því að kynnast honum sjálfum betur. Vinsælast var hjá nemendum að búa til video verk þar sem þau nýttu sér tæknina og spjaldtölvurnar. Sú vinna krafðist margþættrar leikni m.a. í leiklist, dans, tónlist, upplestri, upptöku, klippingu efnis og þekkingar á forritinu sem nemendur völdu að vinna í.

 

Takk allir fyrir komuna, það var mjög ánægjulegt að sjá hve margir komu í Félagsheimilið og við hlökkum til að fylla það aftur þegar árshátíðin verður. Takk Laddi fyrir skemmtunina og allt það efni sem þú hefur samið, þú ert snillingur Laughing

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 8. nóvember 2016

Skólasáttmáli gegn einelti

Stöndum saman gegn einelti
Stöndum saman gegn einelti

Í dag skrifuðu nemendur og starfsfólk skólans undir skólasáttmála gegn einelti. Allir eru á eitt sáttir um að allir eigi skilið að líða vel og að einelti sé ógeð.

 

Formaður nemendaráðs, Kristján Eðvald, kynnti verkefnið með skólastjóra í öllum hópum í tilefni dagsins og minnti á mikilvægi þess að útrýma einelti úr skólanum okkar og hvatti til jákvæðra samskipta. Einnig var fjallað um málefnið í öllum hópum með umsjónarkennara í heimastofum.

Foreldrar fengu einnig senda í tölvupósti eineltisáætlun skólans og eru hvattir til að vera í góðum samskiptum við skólann til að fyrirbyggja einelti.

 

Meðfylgjandi mynd er af sáttmálanum.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 7. nóvember 2016

Jákvćđara samfélag fyrir alla

Stöndum saman gegn einelti
Stöndum saman gegn einelti

Menntamálastofnun vekur athygli á því að 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er dagurinn nú haldinn í sjötta sinn.  Skólar, félags- og frístundamiðstöðvar, vinnustaðir og landsmenn allir eru hvattir til að hugleiða hvernig við getum stuðlað að jákvæðara samfélagi fyrir alla. Hægt er að minna á daginn með táknrænum hætti og beina umræðunni að einelti og afleiðingum þess í samfélaginu.

 

Vert er að rifja upp að árið 2011 undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsáttmála gegn einelti og lýstu þar með vilja sínum til að leggja þessu málefni lið. Ef þú hefur ekki undirritað þjóðarsáttmálann ertu hvattur til að gera það, en með undirritun skuldbindur þú þig til að leggja þessu þarfa málefni lið og stuðla að jákvæðum samskiptum. Sáttmálinn er á vefsíðu fagráðs eineltismála í grunnskólum gegneinelti.is

 

Allt of mörgum líður illa vegna eineltis og staðreyndin er sú að einelti getur eyðilagt líf og tekið líf. Einelti er þjóðfélagsmein og það er samfélagsskylda okkar að stuðla að því að uppræta það. Einelti þrífst alls staðar þar sem það er látið afskiptalaust. Ef við verðum vör við einelti, leggjum þá okkar framlag á vogarskálarnar, grípum inn í og gerum okkar besta til að beina málinu í réttan farveg. Eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn einelti er að samþykkja ekki þöggun.

 

Við í Grunnskólanum á Þingeyri ætlum að ræða einelti og afleiðingar þess þennan dag ásamt því að skrifa undir skólasáttmála þess efnis að við ætlum að stuðla að jákvæðum samskiptum og efla samheldni.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 1. nóvember 2016

Vettvangsferđ

Mánudaginn 31.október fór Meiriháttar miðstig á Ísafjörð í vettvangsferð í Hafró

Tekið var vel á móti okkur og okkur sagt frá hvaða starf færi þar fram.

Ýmislegt var að sjá og skoða td. Hin ýmsu sjávardýr, bein tennur, kvarnir og fl.

Við fengum einnig að fylgjast með neðansjávarmyndavél , þar sem við sáum hina ýmsu furðufiska og gróður hafsins.

Einnig fengum við að fylgjast með krufningu fiska eins og Sólkola og Hlýra þar sem okkur var sýnt hvernig hægt er að aldursgreina fiska og athuga hvort það er hrygna eða hængur.

Eftir heimsóknina þökkuðum við kærlega fyrir okkur og fórum í Gamla bakaríið og fengum okkur smá kruðerí. Þetta var sannarlega góður dagur.

 

 

( Þau sem tóku á móti okkur í Hafró eru Anna Ragnheiður, Arnar og Hjalti

Arnar er sá sem er að kryfja fiskana. ) Anna Ragnheiður og arnar eru rannsóknarmenn og Hjalti er útibússtjóri.)

 

Takk Edda Björk

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 31. október 2016

Kór kór kór

 
Á miðvikudögum kl:15 verða
kóræfingar í skólanum, í Þinghúsinu. Allir velkomnir
og ætlum við að byrja á því að vera í
jólaskapi og syngja jólalög fram að
jólum... jól!! Jibbí!!
Hlakka til að sjá alla.
Kv.
Jóngunnar Kórstjórajólasveinninn
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 24. október 2016

Einleikur um hugrekki og vináttu

Börnin á Laufási og G.Ţ. međ Oddi leikara
Börnin á Laufási og G.Ţ. međ Oddi leikara
1 af 2

Sl. fimmtudag fóru nemendur í 1. bekk og elstu nemendur leikskólans í leikhúsferð til Ísafjarðar. Um var að ræða leiksýningu í Edinborgarhúsinu sem Þjóðleikshúsið bauð á. Leikritið sem krakkarnir sáu heitir Lofthræddi örninn Örvar. Oddur Júlíusson er leikari sýingarinnar og Björn Ingi Hilmarsson er leikstjóri.

Örvar er örn sem er svo skelfilega óheppinn að vera lofthræddur.

Hann þráir heitt að geta flogið óhræddur um loftin blá og með hjálp vinar síns músarrindilsins reynir hann að yfirvinna óttann. Þjóðleikhúsið frumsýndi sýninguna í Vestmannaeyjum þann 6.október sl.  og hóf að henni lokinni í hringferð um landið og býður börnum á sýninguna þeim að kostnaðarlausu.

Takk kærlega fyrir okkur Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 19. október 2016

Bleikur dagur-bleikur október

Yngstastig á bleikum degi
Yngstastig á bleikum degi
1 af 6

Nemendaráð skólans hvatti nemendur og starfsfólk skólans til að koma í einhverju bleiku miðvikudaginn 19. október til að minna alla á átakið bleika slaufan. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Margir tóku þátt og myndaðist skemmtileg bleik stemmning í skólanum í dag 😊

Þeir sem vilja leggja átakinu lið geta skoðað eftirfarandi slóð: https://www.bleikaslaufan.is/?gclid=CI-1soiv588CFasy0wodQWkG0w

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. október 2016

Fagrir fiskar í sjó

1 af 3

Við erum svo rosalega heppin hér í skólanum með vini úr nær samfélaginu, margir erfa okkur af bókum, einn bakar fyrir okkur kleinur og svo mætti lengi telja. Ólafur Skúlason hefur verið duglegur að hugsa til okkar með því að koma með til okkar ýmiss furðudýr og fiska úr sjó. Óli eins og við köllum hann kom með rauða gaddakrabbann í fyrra og er hann á góðum stað á bókasafninu okkar og er ekkert síðri en merkt listaverk. Í gær kom hann með nokkrar tegundir fiska og stóra fiskabók til að sýna nemendum (sjá tegundir á myndum). Yngstastig ætlar að skoða fiskana betur og nota í listaverk. Takk fyrir að hugsa til okkar Óli það er alltaf gaman að fá þig í heimsókn 😀

 

Minnum á að það er starfsdagur föstudaginn 14. okt, nemendur mæta ekki í skólann!!

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 12. október 2016

Íţróttahátíđ "litlu"skólanna

Sl. föstudag þá var íþróttahátíð "litlu" skólanna haldinn í íþróttamiðstöðinni á Þingeyri. 82 nemendur frá Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri. Nemendur, sem allir voru í 1.-7. bekk, léku sér saman í blönduðum hópum á 9 mismunandi stöðvum í íþróttahúsinu. Verkefni stöðvanna voru erftirfarandi: bandý, boccia, skotbolti, stinger, minute to win it þrautir, töfluleikur, limbó, boðhlaup og mennskir pýramídar. Hátíðin tókst rosalega vel og nemendur skemmtu sér konunglega. Markmið hátíðarinnnar er að minna á mikilvægi hreyfingar og hittast og kynnast. Í lok hátíðar hittust allir í pizzu og djús sem allir áttu svo sannarlega skilið. Pizza er uppáhalds matur flestra nemenda á þessum aldri en grófleg könnun var gerð á því þegar nemendur hittust hér í skólanum núna í september. Við þökkum eldri nemendum skólans kærlega fyrir aðstoðina og gestunum fyrir komuna. Hlökkum til að mæta á Flateyri næsta árSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 30. september 2016

Starfsáćtlun 2016-17

Starfsáćtlun má finna undir
Starfsáćtlun má finna undir "Skóli" á greininni hér til hliđar

Starfsáætlun Grunnskólans á Þingeyri hefur verið uppfærð. Áætlunin er birt hér á heimasíðu skólans undir skóli. Fræðslunefnd og skólaráð fara yfir starfsáætlun. Í starfsáætlun eru birtar stefnur og markmið skólans samkvæmt aðalnámskrá. Í starfsáætlun má einnig finna allt um skólahaldið eins og áætlanir og skólareglur. Við hvetjum foreldra og eldri nemendur til að renna yfir þetta til að vera með allt á hreinu og koma með athugasemdir ef einhverjar eru. Stefna skólans er einnig unnin útfrá skólastefnu bæjarfélagsins.

 

Minnum einnig á eineltisáætlunina en hana er hægt að finna ásamt starfsáætlun á tenglagreininni hér til vinstri

Það er mjög mikilvægt að allir skilji hugtakið einelti á svipaðan hátt. Skilgreining skólans á einelti:  einelti er langvarandi ofbeldi, líkamlegt og/eða andlegt sem stýrt er af einstaklingi eða hópi og beinist að ákveðnum einstaklingi eða jafnvel einstaklingum. Atferlið er endurtekið og sá sem fyrir eineltinu verður er ekki fær um að verja sig. Tilviljanakennd stríðni, átök og ágreiningur milli jafningja telst ekki til eineltis.

Eitt helsta markmið skólans er að öllum líði vel í skólanum og að allir setji sér markmið til að bæta sig í námi.

« 2018 »
« Júní »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón