Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 7. mars 2022

Árshátíð 2022

Mælum með að lesa bækurnar um Emil
Mælum með að lesa bækurnar um Emil

Árshátíð G.Þ. verður haldin 31. mars nk. Í undirbúningi verður skólahald með öðruvísi sniði þar sem kennslustundir verða nýttar fyrir leikæfiingar, söngæfingar og fleira er við kemur t.d. sviðsmynd. Hefðbundin stundaskrá getur raskast en stefnt er að því að allir hópar fari samt í íþróttir.

Við ætlum að hugsa stórt að þessu sinni og leika öll leikrit um hinn bráðsnjalla og sniðuga strák Emil í Kattholti sem flestir þekkja.

Umsjónarkennarar hvers hóps velja í hlutverk og sjá um æfingar. Þegar leikarar verða komnir með handrit er mjög sniðugt að nota það í heimalestri til að æfa og læra línurnar sínar.

 

Nánari tímasetningar fyrir árshátíð verða auglýstar þegar nær dregur.

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón