Náttfata - og bangsadagur í boði nemendaráðs
Nemendaráð stóð fyrir skemmtilegri uppákomu í skólanum í dag. Þau höfðu lagt það til að allir mættu í náttfötum eða kósýgalla og mættu hafa bangsa með í skólann í dag. Það mæltist vel fyrir hjá nemendum og kennurum - og gaman að sjá hvað margir tóku þátt í því. Þau voru síðan með óvænta uppákomu á sal þegar þau buðu öllum í bíó og leiki - og allir fengu safa (sem er algjört sparinesti í G.Þ.).
Það var ekki annað að sjá en að allir (a.m.k. langflestir) skemmtu sér vel og á nemendaráð hrós skilið fyrir að brjóta upp daginn fyrir okkur - nokkurs konar sárabót fyrir að ekki hefur enn verið hægt að halda Þorrablót vegna ýmissa ástæðna. En við vonum að Þorrablót eða Góugleði geti orðið hjá okkur - á Þorra eða Góu.
Bestu kveðjur héðan frá okkur í G.Þ. og eigið þið dásamlega helgi.
Nemendur og starfsfólk.