Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 31. ágúst 2012
Í næstu viku, 3.-6. september verður lögð áhersla á göngu- og útiveru í skólanum. Kennarar munu fara út með nemendum, ýmist til að nálgast námsefnið á annan hátt, kynna sér umhverfið og náttúruna og/eða til að bregða á leik.
Mikilvægt er því að nemendur komi vel klæddir í skólann og tilbúnir til að vera utandyra hluta skóladagsins.
Sérstakur göngudagur verður þriðjudaginn 4. september hjá öllum nemendum skólans. Farið verður strax að morgni. Þá eru fyrirhugaðar eftirfarandi gönguferðir:
- 1.- 4. bekkur gengur um Grófir (ofan við spennustöð) og Brekkuháls
- 5.- 7. bekkur gengur á Mýrarfell
- 8.-10. bekkur gengur á Arnarnúp
Ef ekki viðrar til gönguferða á tilsettum degi verður reynt aftur næsta dag o.s. frv. Ef útlit er tvísýnt um veður göngudaginn mun ákvörðun liggja fyrir í skólanum snemma morguns og foreldrum því óhætt að hringja og fá upplýsingar.
Óskað er eftir því að foreldra taki þátt í göngudeginum með okkur og aðstoði við að ferja nemendur til og frá göngustað. Vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara í því sambandi.
Það sem gott er að hafa í huga við undirbúning gönguferða:
- Hafa léttan bakpoka
- Vera í góðum skóm
- Að vera vel klæddur (gallabuxur ekki góðar í gönguferðum) hafa húfu, vettlinga og létt regnföt
- Hafa gott nesti, samloku, drykk og vatnsbrúsa
Miðað er við að allir hópar verði komnir úr göngferðunum milli kl. 12:00 – 12:30. Eftir að allir hafa borðar hádegismat lýkur skóladegi nemenda.
Athugið:
Þar sem íþróttamannvirki verða lokuð alla næstu viku, þar með talin búnings- og baðaðstaða, verður engin sund- eða íþróttakennsla í næstu viku, en í íþróttatímum verður útivera hjá nemendum í staðinn.