Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 28. mars 2012

Árshátíđ Grunnskólans á Ţingeyri 2012

Árshátíðarsýningar nemenda verða í Félagsheimilinu á Þingeyri


Fimmtudaginn 29. mars kl. 10.00 (morgunsýning)


Á morgunsýningu munu
börn af leikskólanum Laufási einnig skemmta.


Fimmtudaginn 29. mars kl. 19.30 (kvöldsýning)


Að vanda eru allir
velkomnir að koma og gleðjast með okkur
J 


Aðgangseyrir er kr. 600
fyrir 16 ára og eldri.   Dagskráin tekur
u.þ.b. 2 klst.                                                               Skólastjóri og kennarar

| föstudagurinn 23. mars 2012

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni

Natalía les af innlifun
Natalía les af innlifun
1 af 2

Úrslit stóru upplestrarkeppninnar fóru fram í Hömrum á Ísafirði í gær, 22. mars, og áttum við 2 fulltrúa þar af þeim 12 lesurum sem þar voru saman komnir Smile. Það voru þau Natalía B. Snorradóttir og Michael Aron Einarsson. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig með prýði og Natalía gerði sér lítið fyrir og hlaut 2. sæti. Drengur að nafni Hákon frá Grunnskólanum á Ísafirði hlaut 3. sæti og Súðavíkurmær að nafni Alda Marín lenti í 1. sæti.

Krakkarnir lásu allir mjög vel og fagmannlega upp, bæði sögubút og ljóð og er það augljóst að sá undirbúningur sem fram fer í skólunum fyrir stóru upplestrarkeppnina ár hvert í 7. bekk, skilar sér margfalt til þeirra nemenda sem eru svo heppnir að fá að vera þátttakendur í því verkefni - og ekki síður til þeirra sem fá að njóta þess að hlusta. Wink

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 22. mars 2012

Undirbúningur árshátíđar G.Ţ

Árshátíðar undirbúningur er nú í fullum gangi hjá nemendum G.Þ. Hver hópur er að æfa eitt stykki auk leiklistarval hópsins sem er að æfa frumsamið leikrit. Þannig að alls verða fimm stykki sett á svið og sýnd á árshátíð nemenda þann 29. mars næstkomandi. Skipulagið verður með sama sniði og undanfarin ár þ.e. morgunsýning kl. 10 um morgunin þar sem leikskólinn Laufás stígur á svið og boðið upp á ávexti í hléi annars vegar og hins vegar kvöldsýning kl. 19:30 með sjoppu í hléi sem 10. bekkur sér um. Það er því fjör um þessar mundir í skólanum, nemendur að setja lokahönd á undirbúning, finna sér búninga, hanna leikmuni,læra "rulluna" sína og margt fl. Lögð er áhersla á að hver og einn fái hlutverk við sitt hæfi og hafi gaman að öllu saman. Einnig má geta þess að nemendur í 9.-10. bekk hafa hannað og búið til auglýsingar um árshátíðina.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson Hálfdán Bjarki Hálfdánsson | ţriđjudagurinn 28. febrúar 2012

Stóra upplestrakeppnin 2012

Þriðjudagskvöldið 6. mars sl. var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk, haldin á sal grunnskólans.


6 nemendur í 7. bekk höfðu æft upplestur á sögu og ljóði og buðu síðan foreldrum sínum, kennurum og ömmum og
öfum að koma og hlýða á afraksturinn.

...
Meira
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson Hálfdán Bjarki Hálfdánsson | ţriđjudagurinn 28. febrúar 2012

Prufufrétt

Hér er prufufrétt númer 1

Síđa 49 af 49
« 2023 »
« Mars »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón