Skilaboð frá Foreldrafélaginu
Fimmtudaginn 22. nóvember fór miði með skilaboðum frá Foreldrafélaginu heim með nemendum þar sem eftirfarandi kom fram:
Sunnudaginn 9. desember verður árlegt jólaföndur Foreldrafélags G.Þ. haldið. Síðustu ár hefur verið venja að panta laufabrauð til að áætla hvað þurfi að panta mikið.
Þeir sem ætla að skera í laufabrauð eru beðnir um að gera pöntun sem fylgir auglýsingunni og skila henni aftur í skólann föstudaginn 23. nóvember. Þak er á fjölda brauða, hámark 25 kökur á hvert heimili.
Einnig biðjum við fólk að ganga frá greiðslum á foreldrafélagsgjöldum inn á reikning:
0154-05-400174 Kt. 441005 - 0670
(1.500 kr. á heimili óháð barnafjölda)
Foreldrafélagið tekur þátt í mörgum verkefnum á skólaárinu, ef allir muna eftir því að greiða gjöldin verður félagið öflugra.