Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 31. október 2012

Skólastjóra hálskragi

Gunnlaugur Dan skólastjóri G.Þ. með flotta hálskragann:)
Gunnlaugur Dan skólastjóri G.Þ. með flotta hálskragann:)

Á sameiginlegum íþrótta og leikjadegi nemenda skólanna á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík, í 1. – 7. bekk sem haldinn var þann 12. október og sagt hefur verið frá hér á síðunni, var þemað samvinna og yfirskriftin var „samvinna gerir okkur sterkari“. Þar unnu nemendur saman að margvíslegum verkefnum á átta mismunandi stöðvum og var prjónastöð ein af þessum stöðvum. Þar prjónuðu nemendur alls kyns búta – en hver skóli hafði sinn lit. Í lok dagsins kom það í hlut stöðvarstjórans og textílkennarans við G.Þ. Borgnýjar Gunnarsdóttur, að setja þetta skemmtilega samvinnuverkefni saman. Hún útbjó þennan skemmtilega og flotta hálskraga sem gefur að líta hér um háls skólastjóra G.Þ. Gunnlaugs Dan. En það er einmitt áskorun til skólastjóra þessara skóla að skarta þessu samvinnuverkefni og láta síðan birta mynd af sér með kragann um hálsinn á heimasíðu síns skóla.

Fyrsta áskorun er semsagt á skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, Gunnlaug Dan Ólafsson.

Síðan skorum við á skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar, Maríu Valberg,

þá skólastjóra Grunnskóla Suðureyrar, Snorra Sturluson

og loks skólastjóra Súðavíkurskóla, Önnu Lind Ragnarsdóttur.

Góða skemmtun J

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón