Verðlaun í hár, hönnun og förðun
Eins og áður hefur komið fram tóku nemendur þátt í íþróttahátíðum dagana 11. og 12. október. 8.-10. bekkur þreyttu keppni á Íþróttahátíðinni í Bolungarvík í fótbolta, körfubolta, badminton, skák og grein þar sem nemendur keppa í hár, hönnun og förðun. Þemað í hár, hönnun og förðun er mismunandi í hvert skipti og í ár var það "Goth". Lið B gerði sér lítið fyrir í hár, hönnun og förðun keppninni og kom heim með titil í safnið. Agnes, Særós, Dýrleif og Brynjar til hamingju. Einnig er vert að minnast á að Jóhanna varð önnur af stelpunum í badminton. Myndir frá íþróttahátíðinni eru komnar inn í myndasafnið hér til vinstri.
1.-7. bekkur tóku svo á móti jafnöldrum sínum frá Flateyri, Suðureyri og Súðavík á sameigilegum leikja-og íþróttadegi sem orðinn er árviss atburður og skólarnir skiptast á að sjá um. Yfirskrift leikanna var "Samvinna gerir okkur sterkari". Nemendur unnu saman að mismunandi verkefnum þar sem allir gerðu sitt besta og skemmtu sér vel eins og sjá má í myndasafni.