Árshátíð Grunnskólans á Þingeyri 2013
Fimmtudaginn 21. mars eru árshátíðardagur nemenda sem haldin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Hver námshópur hefur undanfarnar vikur fléttað við skólastarfið leikritasmíði og leikæfingum með umsjónarkennurum sínum. Fyrri sýningin hefst kl. 10:00- í hléi verður boðið upp á ávexti. Seinni sýningin hefst kl. 19:30 - í hléi verður 10. bekkur með sjoppu.
Engin hefðbundin kennsla er á árshátíðardegi. Skólabíll fer frá Núpi kl. 8:50 og til baka aftur að loknum hádegismat kl. 12:30.
Vegna seinni sýningar leggur skólabíll af stað frá Núpi kl. 18:20, en nemendur eiga að vera mættir kl. 19:00.
Nemendaráð heldur dansleik að lokinni sýningu kl. 22:00-23:30 fyrir nemendur í 7. -10. bekk á sal skólans.
Föstudaginn 22. mars hefst skóli skv. stundaskrá kl. 9:00. Skólabíll frá Núpi kl. 8:20. Páskaleyfi að loknum skóladegi kl. 12:00.
Kennsla hefst þriðjudaginn 2. apríl kl. 8:10 samkvæmt stundaskrá eftir páskaleyfi:)