Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 13. febrúar 2013

Foreldraviðtöl

Í framhaldi af annaskiptum um miðjan febrúar  verða foreldraviðtöl eftirtalda daga : mánudaginn 18. febrúar, þriðjudaginn 19. og miðvikudaginn 20. febrúar . Þá mæta foreldrar ásamt sínum börnum til viðtals við umsjónarkennara samkvæmt fyrirfram uppgefnum tíma. Fyrir viðtölin hafa allir nemendur farið heim með sinn vitnisburð sem við væntum að foreldrar kynni sér fyrir viðtölin. Til umræðu í viðtölum er m.a. námsframvinda nemenda, hvernig hefur gengið að ná settum markmiðum, samskipti og líðan. Gert er ráð fyrir því að hvert viðtal taki um 20 mínútur.  Eftir viðtölin eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að fylla út stutta foreldrakönnun og setja í kassa í borðsal. Gert er ráð fyrir því að fyllt sé út ein könnun fyrir hvert barn.

 

Starfsdagur - vetrarfrí                                                                                                                                                        

Fimmtudagur 21. febrúar – starfsdagur kennara. Frí hjá nemendum.                                         

Föstudagur 22. febrúar – vetrarfrí allra sem starfa við skólann á Þingeyri        

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón