Skólahreysti 2013
Sex nemendur úr G.Þ. tóku þátt í Skólahreysti 2013 14. mars sl. í íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Keppt var í riðlum og skipt í þá eftir landshlutum. Fjögur lið frá Vestfjörðum kepptu saman í riðli, Bolungarvík, Ísafjörður, Tálknafjörður og Þingeyri. Tókst nemendum frá Þingeyri að krækja sér í 2. sæti í æsi spennandi keppni við Ísafjörð um 1. sætið. Ísafjörður vann með 18 stigum gegn 17 stigum Þingeyringa.
Sindri Þór Hafþórsson og Jóhanna Jörgensen kepptu í hraðabraut. Anton Líni Hreiðarsson keppti í upphífingum og dýfum. Særós Guðný Jónsdóttir keppti í armbeygjum og hreystigreip. Vilhelm Stanley Steinþórsson og Heiðdís Birta Jónsdóttir voru varamenn. Mikill áhugi er á hreysti og hreyfingu en 15 nemendur af 18 á unglingastigi hafa stundað Skólahreystitíma í vali í vetur.
Fyrsti þáttur um Skólahreysti verður sýndur á rúv 26. mars næst komandi, við verðum sennilega í þætti 2 eða 3
Nemendur voru skólanum og sér til sóma og stóðu sig vel.