Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 27. október 2015

Halloween ball 30. október

Halloween diskó!

Við í nemendaráðinu ætlum að halda HALLOWEEN diskó í skólanum 30. október (föstudag). Diskóið byrjar kl. 18-20 og er fyrir 1.-10. bekk.

Það kostar 200 kr. á ballið í búning en 300 kr. ef þú ert ekki í búning Surprised Það má koma með gotterí og gos.

Vonandi koma sem flestir! J

Kveðja Nemendráðið

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 23. október 2015

Heimsókn til Gámaþjónustunnar

Áhugasamir nemendur að fræðast um flokkun sorps
Áhugasamir nemendur að fræðast um flokkun sorps
1 af 5

MIðvikudaginn 21. október sl. fór "Meiriháttar miðstig"  á Ísafjörð í heimsókn til Gámaþjónustu Vestfjarða að skoða hvernig flokkun sorps fer fram. Nemendur fengu að flokka plast frá pappír á færibandi. Þau fengu einnig að vita ýmislegt um flokkunarmál íbúa Ísafjarðarbæjar og nágranna byggðarlaga.

Það kom þeim á óvart að sumir henda í flokkunartunnur sínar því sem alls ekki á heima þar. Gámaþjónustumenn sögðu þeim einnig að það kæmi fyrir að mýs læðist með í ruslapokana, sérstaklega á haustin þegar kólna tekur. Fólk er nefnilega stundum latt við að fara alla leið í tunnuna með ruslapokana sína og setur þá fyrir utan dyrnar, þangað til það fer næst út. Þá er greið leið fyrir mýsnar að hoppa inn í pokana og fela sig þar og fá svo frítt far í tunnuna og þaðan í gámabíl og að lokum í flokkunarstöð.  Nemendur spurðu margs og fannst allt rosalega spennandi nema kannski lyktin.

 

Við spurðum hvort  að Þingeyringar séu duglegir að flokka en fengum það svar að þeir þurfi að taka sig verulega á í þeim efnum.

 

Í lok heimsóknarinnar fengu allir Prins Polo og Svala

Við þökkum Ragnari og félögum  hjá Gámaþjónustunni kærlega fyrir móttökurnarLaughing

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 23. október 2015

Fimleikanámskeið

Fimleikar fyrir stráka og stelpur :)
Fimleikar fyrir stráka og stelpur :)

Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri auglýsir fimleikanámskeið dagana 8. – 11. nóvember 2015 (sun. - mið)

Námskeiðið er fyrir öll börn á aldrinum 7 - 14 ára bæði stelpur og strákar. Áætlaðir tímar fyrir yngri hóp eru kl. 16.45-18.15 og eldri hóp 18.30-20.00. Fyrsti tíminn yrði á sunnudegi kl. 14.00 – 15.30 og 15.45 - 17.15

Hver tími er 1,5 klst.

Þjálfari á námskeiðinu Guðjón Guðmundssonar fimleikaþjálfari hjá Björk í Hafnarfirði, þrautreyndur fimleikaþjálfari og fyrrum íslandsmeistari í fimleikum.

Ef vel tekst til og þátttaka verður góð hefur Guðjón áhuga á að koma aftur með annað námskeið á vorönn.

Hvet alla áhugasama til að nýta þetta frábæra tækifæri hvort sem þeir búa á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Ísafirði, Bolungarvík eða Súðavík.

 

Nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma 696-3213 (Signý) eða á signytholl@gmail.com

fyrir mið. 28. október.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 20. október 2015

TF-SYN þyrla landhelgisgæslunnar

Sl. fimmtudag hlupu nemendur út í glugga þar sem mikill hávaði vakti athygli þeirra. Nemendur horfðu á þyrlu landhelgisgæslunnar TF-Syn lenda á ytri bryggjunni. Spenningurinn var gífurlegur enda sjaldgæf sjón á Þingeyri. Eftir mat fengu kennarar grænt ljós um að fara niður á bryggju með nemendum til að skoða þyrluna betur en þyrluflugmennirnir voru meira en til í að taka á móti okkur. Ánægja og gleði skein úr hverju andliti ekki bara nemenda heldur starfsfólks líka. Meðfylgjandi myndir lýsa stemningunni enn frekar Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 12. október 2015

Fjarmálavit-elsta stig

Monika og Lísbet sprækar og áhugasamar:)
Monika og Lísbet sprækar og áhugasamar:)
1 af 5

Það hefur verið nóg að gera undanfarna daga hjá Fjármálaviti. Leiðbeinandi frá Fjarmálaviti heimsótti nemendur á elsta stigi Grunnskólans á Þingeyri þriðjudaginn 6. október sl. Þeir heimsækja fjölmarga grunnskóla á öllu landinu þar sem nemendur fá innsýn í mikilvægi þess að setja sér markmið í fjármálum og að spara. Nemendur tóku leiðbeinanda Fjármálavits vel og sýndu því sem hann hafði fram að færa mikinn áhuga og tóku þátt í verkefnavinnu. Það verður að segjast eins og er að það leynast víða fjármálasnillingar - og lang flestir nemendur komu með tillögur og hugsanir langt út fyrir efnið.

Takk fyrir komuna til okkar !

Meira er hægt að skoða og lesa um á Facebook síðu Fjármálavits. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 6. október 2015

Skólahlaupið

Horft á eftir hlaupurum í upphafi hlaups
Horft á eftir hlaupurum í upphafi hlaups
1 af 4

Mánudaginn 5. október tóku nemendur þátt í Norræna skólahlaupinu, en það er fastur liður í skólastarfinu. Hlaupið var á móti vindinum inn fjörðinn, þeir sem hlupu lengst fóru alla leið inn að Hvammi. 27 nemendur af 30 mættu til leiks og hlupu saman lagt 157,5 km sem gera 5,8 km að meðaltali á hvern nemanda. Á næsta ári ætlum við að reyna að bæta það og komast yfir 6 km múrinn. Eftir hlaupið fengu nemendur ávexti og skelltu sér í sund. Það var kærkomið því ekki var veðrið eins og best var kosið þó að ræst hafi úr í lokinn. Allir stóðu sig stórkostlega vel og voru sáttir og sælir eftir hlaupið.

 

 

 

 

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 2. október 2015

Skólahlaupið verður 5. okt

Hlaupið af stað fyrir 3 árum árið 2012
Hlaupið af stað fyrir 3 árum árið 2012

Mánudaginn 5. okt ætlum við að stefna á að hlaupa Norræna skólahlaupið. Ef veður verður metið vont verður því frestað. Hlaupið verður ræst kl. 10:15 frá kirkjunni. Allir fá ávexti eftir hlaup og fara svo í sund. Íþróttir samkvæmt stundatöflu falla því niður þennan dag. Allir þurfa að koma með eða vera í íþróttafötum sem henta vel í útihlaup og hafa meðferðis sundföt og handklæði. Vegalegndirnar eru 2,5 km fyrir yngstu nemendurnar, 5 km og 10 km fyrir mið,-og elstastig.

Allir eru velkomnir til að taka þátt í þessum viðburði með okkur Smile

Nánar má lesa um skólahlaupið á vef Í.S.Í

http://www.isi.is/fraedsla/norraena-skolahlaupid/

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 25. september 2015

Gleði

Verkefni sem nemendur í 1.-2. bekk unnu í vikunni. Blöðrurnar tákna gleði :)
Verkefni sem nemendur í 1.-2. bekk unnu í vikunni. Blöðrurnar tákna gleði :)

Vikan einkenndist af gleði og léttum skólabrag og alveg víst að sú gula á himninum hefur kætt okkur öll og gefið okkur yl í hjartað. Nemendur í 10. bekk luku þátttöku í samræmdumprófum í íslensku, ensku og stærðfræði. Einnig sátu nemendur í 4. og 7. bekk samræmdpróf í íslensku og stærðfræði. Mikið hefur verið deilt um ágæti þessara prófa í samfélaginu en skólinn kemur til með að nýta þau sem tæki til að mæla námsárangur og m.a. er hægt að setja sér námsmarkmið út frá niðurstöðunum.

Við óskum öllum góðrar helgar hvort sem það er í notalegheitum eða upp á fjalli við smölun og minnum á starfsdaginn á mánudaginn 28. september þar sem nemendur þurfa ekki að mæta í skólann.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 14. september 2015

Sundlaugin tóm- opnar á fimmtudaginn 17. sept.

Þorbjörg að sýna yngstastigi laugina tóma í morgun
Þorbjörg að sýna yngstastigi laugina tóma í morgun
1 af 3

Vegna viðhalds og viðgerða er sundlaugin tóm og verður ekki opnuð fyrr en 17. september nk. Því miður var ekki sund í dag hjá elsta og yngsta stigi og enginn komst í heita sturtu eftir íþróttir. Það var samt ótrúlega gaman og spennandi að fara aðeins í laugina og fatta og sjá hvernig laugin dýpkar. Sumir spiluðu blak og aðrir hlupu á milli bakkanna í staðinn.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 9. september 2015

Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann hefst í dag í áttunda sinn og stendur til 7. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

 

Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífir er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskautar eða hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Grunnskólinn á Þingeyri hvetur starfsfólk og nemendur sína til að hafa þessa punkta að leiðarljósi í haust, vetur, vor og sumar Smile

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón