Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 8. janúar 2016

Lestrarátal Ævars vísindamanns

1 af 2

Átakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur í 1. - 7. bekk lesa fylla þau út svokallaða lestrarmiða (sem nemendur geta fengið hjá kennurum og starfsfólki skólans). Foreldri eða kennari kvitta á hvern miða og svo verður miðinn settur í lestrarkassa (kassinn er staðsettur á milli yngsta,-og mið stigs).

Í lok átaksins verða miðarnir sendir til Heimilis og skóla, en starfsfólkið þar munu sjá um að taka við þeim. Því fleiri bækur sem börnin lesa því fleiri miða eiga þau í pottinum. Það skiptir engu máli hvort bókin sem er lesin sé löng eða stutt, teiknimyndasaga, Myndasögusyrpa eða skáldsaga - bara svo lengi sem börnin lesa.

Sömuleiðis skiptir tungumálið sem bókin er á ekki máli. Bækurnar mega vera á íslensku, dönsku, frönsku, pólsku, japönsku, ensku osfrv. - bara svo lengi sem börnin lesa.

Í lok átaksins dregur Ævar út nöfn fimm barna og fá þau í verðlaun að verða persónur í nýrri ævintýrabók sem hann er að skrifa (Bernskubrek Ævars vísindamanns 2: Árás vélmennakennaranna) sem kemur út með vorinu hjá Forlaginu - svo það er til mikils að vinna.

Þetta er lestrarátak gert af bókaormi, til að reyna að búa til nýja bókaorma - en það er dýrategund sem má alls ekki deyja út.

Minnum einnig á heimasíðu Ævars, þar má finna margvíslegan og skemmtilegan fróðleik: http://www.visindamadur.com/

 

 

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón