Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 24. mars 2022

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Sigurvegarar undankeppninnar, á myndina vantar Möndu Ćvarsdóttur
Sigurvegarar undankeppninnar, á myndina vantar Möndu Ćvarsdóttur
1 af 8

Í dag, fimmtudaginn 24. mars, var loksins hægt að halda undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Veður setti strik í reikninginn þegar halda átti hana í síðustu viku - en í dag var bongóblíða og við gátum farið á Suðureyri, þar sem undakeppnin var haldin í ár. "Litlu skólarnir" halda sameiginlega undakeppni til að velja fulltrúa skólanna þriggja, á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri og skiptast á að halda undankeppnina og bjóða hinum til sín. Eins og fyrr segir var komið að Suðureyri og við fórum þangað í morgun, keppendur í 7. bekk og 6. bekkur til að sjá hvernig þetta virkar, því á næsta ári verða þau í þessum sporum. Við Guðrún Snæbjörg vorum einkabílstjórar. 

Krakkarnir okkar stóðu sig vel - og samtals voru 13 nemendur að lesa, en veikindi settu strik í reikninginn og ekki gátu allir verið með sem ætluðu að vera með. En svona er víst lífið.

Þriggja manna dómnefnd komst að því að 5 nemendur skyldu fara áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Hömrum á Ísafirði 5. apríl næst komandi, en þar keppa nemendur úr öllum skólunum á norðanverðum Vestfjörðum.

Þeir sem dómnefndin valdi voru:

Lukas Slatkevicius og Þrymur Rafn Andersen úr G.Þ. 

Vigdís Eva Leifsdóttir Blöndal, Manda Malinda Ævarsdóttir og Arnór Smári Aðalsteinsson úr G.S. 

Varamaðurinn kom svo líka frá okkur, en það er Tómas Valur Þór Bjarkason.

En þó aðeins fáir séu útvaldir er oft mjög mikill sigur fólginn í því að sigra sjálfan sig og standa fyrir framan alla og lesa upp. Í mínum augum eru þau öll sigurvegarar og ég var mjög stolt af þessum flottu krökkum okkar.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 7. mars 2022

Árshátíđ 2022

Mćlum međ ađ lesa bćkurnar um Emil
Mćlum međ ađ lesa bćkurnar um Emil

Árshátíð G.Þ. verður haldin 31. mars nk. Í undirbúningi verður skólahald með öðruvísi sniði þar sem kennslustundir verða nýttar fyrir leikæfiingar, söngæfingar og fleira er við kemur t.d. sviðsmynd. Hefðbundin stundaskrá getur raskast en stefnt er að því að allir hópar fari samt í íþróttir.

Við ætlum að hugsa stórt að þessu sinni og leika öll leikrit um hinn bráðsnjalla og sniðuga strák Emil í Kattholti sem flestir þekkja.

Umsjónarkennarar hvers hóps velja í hlutverk og sjá um æfingar. Þegar leikarar verða komnir með handrit er mjög sniðugt að nota það í heimalestri til að æfa og læra línurnar sínar.

 

Nánari tímasetningar fyrir árshátíð verða auglýstar þegar nær dregur.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 22. febrúar 2022

Skóli fellur niđur miđvikudaginn 23. febrúar vegna veđurs

Svona er spáin um hádegisbil 23. febrúar 2022
Svona er spáin um hádegisbil 23. febrúar 2022

Appelsínugul viðvörun er í gildi samkvæmt veðurspá í fyrramálið 23. febrúar til miðnættis. Skólahald í öllum skólum Ísafjarðabæjar hefur verið fellt niður í samráði við sviðstjóra. 

 

Nýjar reglur um skólahald þegar óveður geysar voru samþykktar í bæjarráði í síðustu viku, þar segir:

Þegar appelsínugular eða rauðar viðvaranir Veðurstofu Íslands eru í gildi hefur skólastjóri heimild, í samráði við sviðsstjóra, að fella niður skólastarf (grunn- og leikskólar í Ísafjarðarbæ). Sé það gert þarf að tryggja að hægt verði að opna skóla fyrir börn neyðaraðila ef brýn nauðsyn krefur og er það þá á ábyrgð foreldra að tilkynna komu barnanna í skólann. Skólastjórnendur, í samráði við sviðsstjóra, meta þá hvort nauðsynlegt sé að opna skólann fyrir þessi börn.
Ef skólahald er fellt niður er slíkt auglýst á vefsíðu skólans, Facebook síðu skólans, svo og í tölvupósti til foreldra, og eigi síðar en kl. 7:00 að morgni dags.
Ef skóli fellur niður um lengri tíma vegna veðurs eru kennarar tilbúnir með verkefni eða námsáætlun, þannig að nemendur dragist ekki aftur úr í námi. Þessi verkefni geta verið með ýmsum hætti. Foreldrar/nemendur geta verið í tölvu- eða símasamskipum við kennara varðandi námið.
 
Reglurnar verða birtar á heimasiðu skólans og sendar foreldrum, þær má einnig finna hér
Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | föstudagurinn 11. febrúar 2022

112 dagurinn í dag 11.2.

Krakkarnir skođuđu grćjurnar og frćddust um störf slökkviliđs og sjúkraflutingsmanna.
Krakkarnir skođuđu grćjurnar og frćddust um störf slökkviliđs og sjúkraflutingsmanna.
1 af 6

Í dag, 11. febrúar, er 112 dagurinn. Af því tilefni fengum við heimsókn í skólann. Slökkviliðsbíllinn og sjúkrabíllinn mættu á svæðið með sírenum og látum. Það hafði tilætluð áhrif og spenntir krakkar hópuðust að þeim til að skoða græjurnar og fræðast um bílana og störf þeirra viðbragðsaðila sem starfa hjá slökkviliði og á sjúkrabíl.

Krakkarnir fengu að setjast inn í bílana og ýta á einhverja spennandi takka og allir bæði skemmtu sér og fræddust um leið. Kærar þakkir Hákon, Níels og Dannir fyrir að koma til okkar og sýna krökkunum græjurnar sem viðbragðsaðilar hjá slökkviliði og sjúkrabílum nota þegar við þurfum á hjálp að halda. Þó 112 dagurinn sé dagurinn í dag, getum við alltaf hringt í 112 og þá er gott að vita að viðbragðsaðilar koma okkur til hjálpar.

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | föstudagurinn 4. febrúar 2022

Náttfata - og bangsadagur í bođi nemendaráđs

Beđiđ eftir hinu óvćnta - náttfata og bangsadagur
Beđiđ eftir hinu óvćnta - náttfata og bangsadagur
1 af 2

Nemendaráð stóð fyrir skemmtilegri uppákomu í skólanum í dag. Þau höfðu lagt það til að allir mættu í náttfötum eða kósýgalla og mættu hafa bangsa með í skólann í dag. Það mæltist vel fyrir hjá nemendum og kennurum - og gaman að sjá hvað margir tóku þátt í því. Þau voru síðan með óvænta uppákomu á sal þegar þau buðu öllum í bíó og leiki - og allir fengu safa (sem er algjört sparinesti í G.Þ.). 

Það var ekki annað að sjá en að allir (a.m.k. langflestir) skemmtu sér vel og á nemendaráð hrós skilið fyrir að brjóta upp daginn fyrir okkur - nokkurs konar sárabót fyrir að ekki hefur enn verið hægt að halda Þorrablót vegna ýmissa ástæðna. En við vonum að Þorrablót eða Góugleði geti orðið hjá okkur - á Þorra eða Góu.

Bestu kveðjur héðan frá okkur í G.Þ. og eigið þið dásamlega helgi.

Nemendur og starfsfólk.

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miđvikudagurinn 2. febrúar 2022

Breyttur tími í bólusetningu

ATH!!!! Breyting á tímasetningu í bólusetninguna á morgun. Hún hefst kl. 13.30 - og foreldrar eiga að hafa fengið nýja tímasetningu í sms.

Bestu kveðjur, skólinn og heilsugæslan.

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | ţriđjudagurinn 1. febrúar 2022

Bólusetning 5 - 11 ára barna á Ţingeyri fimmtudaginn 3. feb.

ATH. Hér kemur tilkynning frá Heilsugæslunni varðandi seinni bólusetningu 5 - 11 ára barna.

 

Fimmtudagur 3. febrúar: Seinni bólusetning barna 5 – 11 ára. Foreldrar fá boð í SMS. Bólusett í Grunnskólanum á Þingeyri kl. 15.00

 

 

Ef einhver er ekki búin að fá fyrri sprautu eru þeir velkomnir á þessum tíma.

 

Fyrirkomulag eins og var í fyrri bólusetningu og gekk svona ljómandi vel.

Kristín Björk mun taka á móti ykkur og vera á vappinu.

Bestu kveðjur, starfsfólk GÞ og Heilsugæslunnar.

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | ţriđjudagurinn 18. janúar 2022

Lestrarhestar í G.Ţ.

Bókahillan góđa
Bókahillan góđa

Í haust fórum við af stað með verkefni sem fólst í því að skrá niður allar bækur sem lesnar eru í yndislestri og heimalestri og stilla þeim upp í bókahillu sem hann Nonni okkar bjó til fyrir okkur. Markmiðið var að við sæjum hvað við erum að lesa og jafnvel að ef einhver hefði lesið rosalega skemmtilega bók gæti hann mælt með henni fyrir nemendur á sínu stigi eða öðru stigi. Það æxlaðist þannig að þetta varð pínu keppni milli stiga - bara gaman að því.  Hvert stig fékk sinn lit af bókakjölum til að skrá á nöfn og höfunda bóka. Yngsta stig fékk gulan, yngra mið fékk rauðan, eldra mið fékk grænan og unglingastig fékk bláan. 

    Þegar við fórum í jólafrí var bókahillan orðin full.  Nú ætlum við að tæma hilluna - og byrja upp á nýtt að skrá. Ég hef grun um að einhverjir eigi inni nokkrar bækur sem þeir eru búnir að lesa en eiga eftir að skrá :-) 

Lestur er bestur og lestur er lykill að ævintýrum. Áfram við - lesum og lesum - þannig opnum við nýja heima.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 10. janúar 2022

Bólusetning barna í 1.-6. bekk

Nemendum í 1-.-6. bekk velkomin í bólusetningu miđvikudaginn 12. janúar
Nemendum í 1-.-6. bekk velkomin í bólusetningu miđvikudaginn 12. janúar

Börnum í 1.–6. bekk Grunnskólans á Þingeyri verður boðin bólusetning gegn Covid 19 á miðvikudaginn 12. janúar kl. 13:30 hér í skólanum. 

Allar nánari upplýsingar um skráingarferli má finna hér. Einnig hefur foreldrum borist tölvupóstur með upplýsingum.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 4. janúar 2022

Mataráskrift lćkkađi

Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 hafa verið samþykktar og tóku gildi 1. janúar s.l. Almenn hækkun gjaldskráa er 2,4%, í samræmi við verðbólguforsendur sem gefnar voru út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga um mitt ár 2021.
Ýmsar undantekningar eru þó á þessari almennu hækkun og er mataráskrift grunnskólanemenda þar á meðal, en verð á skólamáltíðum grunnskóla lækkar úr 510 kr. í 490 kr. til að haldast í hendur við lægri hráefniskostnað.
 
Hér má sjá nánari upplýsingar um gjaldskrárbreytingarnar hjá Ísafjarðarbæ.
 
Við hvetjum þá foreldra til að greiða fyrir ávexti og mjólk ef það er eftir. Margir borga fram að áramótum og greiða fyrir vorönn eftir áramótin. Nánari upplýsingar hér eða hér til hliðar.
« 2022 »
« Desember »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón