Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 13. október 2022

Bleikur dagur

Og af hverju bleikur dagur???
Og af hverju bleikur dagur???
1 af 7

Við héldum upp á "bleika daginn" í dag, fimmtudaginn 13. okt. þar sem nemendur verða farnir í vetrarfrí á morgun, föstudag, þegar hann verður haldinn hátíðlegur á landsvísu.

Nemendaráðið var búið að skipuleggja metnaðarfulla dagskrá og skreytingar og var ýmislegt gert í tilefni dagsins. Hér koma nokkur stikkorð: Andlitsmálun, bakstur, blöðrur og skreytingar, bleikar kökur, bleikur fáni, bleikir tússlitir.........en annars segja myndirnar þetta allt miklu betur ;-) Að loknum skemmtilegum bleikum degi héldu nemendur út í langa helgi og vetrarfrí. Sjáumst aftur hress og kát á miðvikudaginn 19. október.

Bestu kveðjur, starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. október 2022

Starfsdagur og vetrarfrí

úti í frímó
úti í frímó
1 af 2

Föstudaginn 14. október er starfsdagur, nemendur mæta ekki í skólann þann daginn. Starfsfólk skólans fer í Grunnskólann á Suðureyri og vinnur þar ásamt Grunnskóla Önundarfjarðar. Eftir helgi er vetrarfrí og allir í leyfi á mánudaginn og þriðjudaginn. 

 

Eigið góða langa helgi

kveðja starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 5. október 2022

Göngum í skólann lýkur formlega í dag

Tileinkum okkur virkan ferđamáta allt áriđ um kring.
Tileinkum okkur virkan ferđamáta allt áriđ um kring.

Í dag 5. október, er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn  og með honum lýkur átakinu sem við störtuðum 7. september.  

Við þökkum nemendum kærlega fyrir þátttökuna og sérstaklega þeim tóku þetta alvarlega og notuðu virkan ferðamáta alla dagana. 

Skólinn minnir á markmið verkefnisins sem er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.  
Skólinn hvetur einnig alla (nemendur og starfsfólk) til að tileinka sér virkan ferðamáta allt árið um kring.

 

Minnum á að nemendur eiga samkvæmt umferðarreglum að nota hjálm þegar þau eru á hjólum.

 

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 30. september 2022

Ólympuhlaup G.Ţ.

Viđ ráđsmarkiđ
Viđ ráđsmarkiđ
1 af 36

Nemendur G.Þ. og elstu börnin á Laufási tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ, föstudaginn 23. september sl. í blíðskaparveðri. Nemendur gátu valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km og völdu margir 10 km. Hlaupið gekk vel og nemendur og starfsmenn stoltir og ánægðir með daginn. 

Nemendur, kennarar og foreldrar sprettu aldeilis úr spori og hlupu samtals 270 km og höfðu gaman af hreyfingunni og útiverunni. Af þessum 270 km hlupu nemendur 250 km. Vel gert! Eftir hlaupin fengu allir banana og fóru svo í sund.

 

Með hlaupinu er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Myndir frá hlaupinu má sjá hér til hliðar (Dísa Sóley á heiðurinn af þessum flottu myndum).

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 21. september 2022

Skólahlaupiđ-Ólympíuhlaupiđ

Hlaupiđ verđur föstudaginn 23. sept. í G.Ţ.
Hlaupiđ verđur föstudaginn 23. sept. í G.Ţ.

Skólahlaupið verður haldið í G.Þ. föstudaginn 23. september. Ræst verður í hlaupið kl. 10:15 (mæting kl. 9:55).

Börnin á Laufási taka þátt í hlaupinu og öllum foreldrum og forráðamönnum ásamt velunnurum skólans er velkomið að hlaupa með okkur líka. Eftir hlaupið verður farið í sund.

 

Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt og geri SITT bestaSmile Minnum á verkefnið Göngum í skólann í leiðinni. Munum að nota hjálm þegar við hjólum (hlaupahjól og línuskautar).

 

Skóladegi lýkur hjá öllum námshópum eftir hádegismat vegna UTÍS ráðstefnu sem kennarar eru að sækja kl. 13.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 14. september 2022

Skólaferđalag til Danmerkur

Taka 1) Hópmynd af nemendum frá Ţingeyri, Langeland og Taliin
Taka 1) Hópmynd af nemendum frá Ţingeyri, Langeland og Taliin
1 af 2

Í lok ágúst fóru nemendur í 7.-10. bekk í skólaferðalag til Danmerkur. Nánar tiltekið til Langeland í skóla sem heitir Kassebølle. Þar hittu nemendur og kennarar nemendur og kennara frá Danmörk og Eistlandi sem heimsóttu Grunnskólann á Þingeyri í lok apríl á þessu ári. Sonja og Borgný fóru fyrir hópnum.

Nemendur tóku m.a. þátt í morgunsöng alla morgna í Kassebølle, gistu á dönskum heimilum, heimsóttu víkingasöfn (þema verkefnisins voru víkingar og handverk), tóku ferju til eyjarinnar Strynø, gengu um gamlan ekta danskan bæ sem heitir Rødkobing. Einnig var haldið fyrir nemendur skemmtilegt partý (en stóra diskóið sem haldið var hér á Þingeyri var kveikjan að því-þau héldu að við hefðum sett það upp bara fyrir þau). Það var líka mjög gaman að læra leik sem bar heitið "Húkka síld á Íslandi".

Flestir nemendur hafa lært að vera þakklát fyrir það sem þau hafa, aukið viðsýni, notið tækifæranna til að kynnast ólíkum menningarheimum og ferðast með vinum sínum. Einnig kom dönsku kunnátta eða hæfni nemenda til að skilja og tala þeim sjálfum á óvart.

 

Við viljum þakka öllum sem hafa komið að því að aðstoða okkur við að láta þetta verkefni verða að veruleika kærlega fyrir alla aðstoðina. Það tekur heilt þorp að ala upp barn. Nemendur og kennarar eru spenntir að fara til Eistlands núna í lok september nánar tiltekið til Tallin. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 7. september 2022

Göngum í skólann 2022

Hvetjum nemendur og starfsfólk til ađ nota virkan ferđamáta
Hvetjum nemendur og starfsfólk til ađ nota virkan ferđamáta

Í dag byrjaði átakið Göngum í skólann sem stendur til og með 5. október. Eins og undanfarin ár viljum við hvetja alla til að ganga í og úr skólanum. Það má hjóla og nota hlaupahjól. Nemendur í skólaakstri fara fyrr út og ganga líka í skólann í samvinnu við skólabílsstjóra.

Á meðan á átakinu stendur verður einnig hið árvissa Skólahlaup 23. september og Gönguvikan. Nánari upplýsingar um Gönguvikuna verða sendar þegar búið er að ákveða dag og gönguleið fyrir hvert stig. Hvetjum foreldra og aðra áhugasama til að slást í hópinn með börnunum sínum.
Að þessu sinni fyrir utan hvatningu um að ganga í skólann ætlum við að leggja áherslu á að ræða og kenna umferðarreglurnar og er einnig gott að þið ræðið mikilvægi þeirra við börnin ykkar.

Búið er að breyta lið um hjólanotkun í skólareglu nr. 5. Notkun tækja: Nemendur mega nota hjól til og frá íþróttamiðstöð ef þau eru með hjálm, hjóla á gangstétt þar sem það er hægt og fara eftir öðrum umferðarreglum s.s. einn nemandi á hverju hjóli. Nánar má lesa um ferðamáta nemenda og umferðarreglur hér
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 19. ágúst 2022

Grunnskólinn á Ţingeyri skólaáriđ 2022-2023

Hlökkum til ađ hefja skólaáriđ 2022-23
Hlökkum til ađ hefja skólaáriđ 2022-23

Skólasetning 2022-2023 verður í formi viðtala. Foreldrar/forráðamenn mæta með sínu barni í viðtal hjá umsjónarkennara. Viðtalstímar hafa verið sendir út í tölvupósti í gegnum Mentor. 

 

Nemendur skólans verða 38 talsins, kennt verður í 3 námshópum (yngsta stig, miðstig og elsta stig, sjá umsjónarkennara í frétt hér fyrir neðan). Bjóðum sérstaklega velkomna í skólann 7 nemendur sem eru að fara hefja nám í 1. bekk.

Leyre mun áfram sjá um íþróttakennslu. Ásrós Helga hefur verið ráðin í kennslu í mynd,-og handmennt.  Lilja Lalíla hefur verið ráðin sem skólaliði/húsvörður í stað Nonna. Sigmundur mun sinna skólaakstri og munu þeir nemendur sem nýta hann fá skipulag aksturs í viðtölum. 

 

Leiðbeiningar um innskráningu í Mentor má finna hér

 

 

Skóli hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst. 

Með ósk um farsælt skólastarf

Starfsfólk G.Þ. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 10. ágúst 2022

Skólasetning 2022-23

Samvinnu verkefni á vordegi 2022
Samvinnu verkefni á vordegi 2022

Grunnskólinn á Þingeyri veriður settur mánudaginn 22. ágúst. Nánir upplýsingar verða sendar þegar nær dregur um fyrirkomulag og umsjónarkennarar senda póst svo að hægt sé að bóka viðtalstíma þegar þeir mæta til vinnu eftir sumarfrí.

 

Síðasta skólaár voru fjórir námshópar en þeim fækkar aftur í þrjá í vetur:

 Kristín Björk verður umsjónarkennari nemenda í 1.-4. bekk

(14 nemendur)

Sonja Elín verður umsjónarkennari nemenda í 5.-7. bekk

(12 nemendur)

Eydís Rún verður umsjónarkennari nemenda í 8.-10. bekk

(12 nemendur)

 

Skóladagatal má finna hér

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 31. maí 2022

Skólaslit Grunnskólans á Ţingeyri 2022

Skólaárinu 2021-2022 verður formlega slitið í Þingeyrarkirkju kl. 15:00 miðvikudaginn 1. júní. Nemendur allra námshópa fá vinisburðarblöðin sín afhent, tónlistaratriði frá nokkrum nemendurm tónlistaskólans og útskrift nemenda úr 10. bekk. 

 

Kvenfélagið Von verður með kaffisölu í Félagsheimilinu að athöfn lokinni og skólasýning í skólanum verður á sínum stað til kl. 17:30. Nemendur sækja muni sína eftir sýningu til kl. 18:00.

« 2023 »
« Október »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón