Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 31. janúar 2023
Það verður skóli í dag
Þegar gular viðvaranir eru í gildi hjá Veðurstofu Íslands skulu foreldrar ávallt meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann. Skólinn er alltaf opinn þó slíkar viðvaranir sé í gildi.
Þegar appelsínugular eða rauðar viðvaranir Veðurstofu Íslands eru í gildi hefur skólastjóri heimild, í samráði við sviðsstjóra, að fella niður skólastarf. Sé það gert er það auglýst á heimasíðu skólans, Facebook síðu skólans, svo og í tölvupósti til foreldra, eigi síðar en kl. 7:00 að morgni þess.
Ekki er talin ástæða til að fella niður skóla vegna veðurs- það verður skóli. Minnum á að koma vel klædd.