Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 15. febrúar 2023

Réttu orðin -spjöllum um klám

1 af 3

Í framhaldi af viku 6 hvetjum við foreldra til að ræða við börn sín um klám til að efla heilbrigða kynhegðun. Elsta stig tók þátt í viku 6 sem fól í sér kynfræðslu og umræðu á hverjum degi. Mið stig fékk í síðustu heimsókn Telmu skólahjúkrunarfræðings fræðslu um kynheilbrigði. Forvitni barna og unglinga um kynlíf er heilbrigð og eðlileg. En klám er hins vegar ógn við kynheilbrigði ungs fólks. Mörgum foreldrum þykir tilhugsunin um að taka samtal um klám við barnið sitt ógnvekjandi eða vandræðaleg. Því urðu til eftirfarandi leiðbeiningar, m.a. byggðar á rýnihópaviðtölum við foreldra, nýjustu rannsóknum og reynslu fagfólks. 

 

Hvert ungmenni ætti að búa við frelsi til að upplifa sig sem kynveru, óháð viðmiðum klámefnis sem framleitt er sem söluvara en ekki kynfræðsla. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna krökkum til hvers er ætlast af þeim sem kynverur (Stígamót.is)

 

Inn á stigamot.is má finna gott efni sem styrkir foreldra til að taka þessi mikilvægu samtöl um klám og kynheilbrigði við börnin sín. r má einnig finna myndband fyrir foreldra með góðum ráðum. 

Samstarfsverkefni Stígamóta, Frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Jafnréttisskólans, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Rannkyn.
 
« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón