Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 21. nóvember 2022

Fyrirlestur um netöryggi

Hvetjum alla foreldra til að skrá sig á þennan mikilvæga fund
Hvetjum alla foreldra til að skrá sig á þennan mikilvæga fund

Skólinn vill hvetja alla foreldra og þá sem vinna með börnum á fyrirlestur sem lögregla stendur fyrir í samvinnu við Barnaheill, 112, SAFT, Heimili og skóla, Inhope Ins@fe og Fjölmiðlanefnd.

Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 23. nóvember kl. 12-13 og má nálgast hann hér 

 

Hægt er að skrá sig hér: https://bit.ly/foreldrafundur 

 

Fundurinn er eingöngu á netinu og verða kynnt praktísk ráð fyrir foreldra um stafræna miðla, notkun þeirra og úrræði vegna stafrænna brota. Fundurinn hefst á kynningum og svo fylgja á eftir lifandi pallborðsumræður þar sem foreldrum á netinu verður jafnframt gert kleift að spyrja spurninga.
Þessi stafræni foreldarfundur er hluti af aðgerðum ríkislögreglustjóra gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum í samræmi við samkomulag þess efnis við stjórnvöld. Meðal annara aðgerða er vitundavakning meðal ungmenna í 8. bekk grunnskóla um stafrænt ofbeldi og gildi samþykkis í stafrænum og kynferðislegum samskiptum. Sérstakt fræðsluefni hefur verið útbúið fyrir nemendur í 8. bekk, auk þess sem kennsluleiðbeiningar og upplýsingar fyrir foreldra eru gerð aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku.

 

Fundurinn er í upptöku og verður aðgengilegur á netinu til áhorfs að honum loknu ef foreldrar geta ekki tekið þátt kl. 12-13!

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón