Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 3. mars 2023

Árshátíð G.Þ

Hvolpasveit GÞ
Hvolpasveit GÞ
1 af 4

Undirbúningur fyrir árshátíðina stendur nú af fullum krafti. Að þessu sinni er "lítil" árshátíð þar sem hver námshópur er með sitt atriði. Yngsta stig ætlar að setja á svið leikrit um hina vinsælu Hvolpasveit. Mið stig fór í handrita smíði um Stigvéla köttinn og elsta stig ætlar að skella upp leikverkinu Mama Mia. Á fyrri sýningu munu einnig börnin á Laufási syngja. 
Mikil samvinna allra á sér stað við undirbúninginn. Nemendur sjást um allan skóla niðursokknir við undirbúning og æfingar; dans, söng, leik og fleira.  Nemendur byrjuðu í þessari viku að æfa í félagsheimilinu. Flestir taka þessari tilbreytingu frá hefðbundnu skólastarfi fagnandi.


Árshátíðin verður svo í Félagsheimilinu fimmtudaginn 9. mars. Að venju verða tvær sýningar; sú fyrri hefst kl. 10:00 og sú síðari kl. 19:30. Allir eru velkomnir.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón