Dagur gegn einelti
Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti.
Í morgun sátu nemendur og starfsfólk saman "á sal" þar sem horft var á myndbönd og farið var yfir reglur er varða einelti. Einnig ræddum við saman um þætti sem hjálpa okkur til að vera þær manneskjur sem við viljum vera (næring, svefn og hreyfing, ef þessir hlutir eru í lagi þá erum við líklegri til að standa við hlutverk okkar).
Samkv. 2 gr. Barnasáttmálans eiga öll börn rétt á því að líða vel.
Saman gerðu nemendur og starfsfólk sáttmála sem er myndrænn og minnir okkur á að STERK SAMAN náum við að auka gleði og umhyggju í skólanum okkar.
Nemendur tóku heim í dag bækling fyrir foreldra, bæklinginn má einnig finna hér
Minnum líka í tilefni dagsins á eineltisáætlun skólans sem er hér til vinstri-ekki bíða með að hafa samband við skólann ef einhver grunur er um einelti eða vanda í samskiptum.