Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 13. september 2023

Sýning krakkaveldis smiðju á Hrafnseyri

Afrakstur krakkaveldis verður til sýnis á Hrafnseyri kl.12:30 fim.14.sept.2023
Afrakstur krakkaveldis verður til sýnis á Hrafnseyri kl.12:30 fim.14.sept.2023
Vinnusmiðja Krakkaveldis, Barnabærinn, mun taka yfir Hrafnseyri við Arnarfjörð fimmtudaginn 14. september. Þátttakendur í smiðjunni eru börn á miðstigi grunnskólanna á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri. 
 
Sýningin hefst kl. 12:30, fimmtudaginn 14. september og er opinn öllum.
 
Barnabærinn er samfélagstilraun þar sem börnunum er frjálst að prófa sig áfram með hugmyndir sínar líkt og á tilraunastofu. Bærinn verður lítið útópískt samfélag þar sem börn ráða ríkjum og reynir þannig að svara spurningunni: Hvernig væri heimurinn ef börnin réðu öllu?
 
Útkoma smiðjunnar er sviðslistaverk þar sem börnin bjóða almenningi að stíga inn í sinn draumaheim á sviðinu. Sýningin fer fram á Hrafnseyri og er miðuð að fullorðnum þó börn séu velkomin á hana líka. Takmarkið er að fullorðnir gefi sig á vald börnunum í þáttökusviðslistaverki sem er um hálftími að lengd.
 
Krakkaveldi miðar að því að ögra valdasambandi barna og fullorðinna. Mikilvægur þáttur verkefnisins er samstarf listrænna stjórnenda við þau börn sem taka þátt í verkefninu hverju sinni. Börn eru hópur í samfélaginu sem hefur hvað minnst völd yfir umhverfi sínu, þó ákvarðanir fullorðinna við stjórn hafi ekki síður áhrif á þau en aðra. Krakkaveldi miðar að því að spyrja gagnrýnna spurninga með sviðslistaverkum sínum um hvaða möguleikar felist í að breyta þeim valdastrúktúr.
 
Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leiða vinnuna. Guðný Hrund Sigurðardóttir leikmyndahönnuður sér um sjónrænan þátt smiðjunnar í samstarfi við börnin, þar sem samsköpun og listrænt frelsi er falið þátttakendum.
 
Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Grunnskólinn á Þingeyri standa fyrir vinnusmiðjunni í samstarfi við Krakkaveldið. Krakkaveldið er styrkt af Barnamenningarsjóði.
 
Hvetjum alla áhugasama og foreldra til að mæta á Hrafnseyri ☺️
« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón