Gleðileg jól
Í morgun fóru Litlu jólin í G.Þ. fram. Nemendur áttu rólega stund í sínum námshópum með umsjónarkennara og stuðningsfulltrúm. Meðal þess sem var gert var spila, leika og lesa. Smjattað var á góðgæti við kertaljós og skipst á litlum jólaglaðningum sem hver nemandi tók með sér í skólann. Að endingu var gengið í kringum jólatréð "á sal". Flestir voru í jólastuði, sungið var við undirleik Nonna sem gerði stundina ákaflega gleðilega. Söngurinn ómaði hátt og snjallt, engir aðrir en Stúfur og Hurðaskellir runnu á hljóðið.
Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jólahátíðar og bestu óskir um farsæld á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir árið sem er senn á enda.
Hvetjum nemendur til að sinna jólalestri og hlökkum til að sjá alla hressa og káta eftir hátíðirnar 4. janúar kl. 10