Haustfundur- góð mæting
Skólastjóri boðaði til haustfundar um skólastarfið miðvikudagskvöldið 18. október. Eitt af markmiðum skólastarfsins hefur verið að efla foreldrasamstarf og fundurinn liður í því. Starfsfólk skólans vill þakka öllum foreldrum sem mættu á fundinn fyrir góðan fund og þátttöku í samræðum um málefni barna bæði í skólanum og á Íslandi í dag.
Við viljum hrósa foreldrum fyrir þátttökuna en um 70% foreldra mætti á fundinn. Það þykir mjög gott bæði miðað við aðra skóla og undanfarin mörg mörg ár.
Við merkjum vilja fyrir samvinnu og vilja til róa í sömu átt. Líðan nemenda er samfélagslegt verkefni þar sem allir þurfa að leggjast á eitt til að bæta (skóli, foreldrar, nemendur, sveitarfélag, stjórnvöld og fl.).
Efni fundarins var m.a. að kynna starfsmarkmið skólaársins. Leiðsagnarnám og innleiðing þess heldur áfram. Unnið verður með vaxtarhugarfar á þessu skólaári. Við ætlum líka að leggja áherslu á uppbyggingarstefnuna. Við sýndum bekkjarsáttmála og kynntum stefnuna. Við teljum að þessi markmið efli nemendur, bæti líðan þeirra og efli sjálfstraust.
Mál málanna voru rædd, símanotkun vs. símabann. Reglur skólans varðandi tækja notkun voru rifjaðar upp. Umsjónarkennarar ræddu nestismál, skólaferðalög, skipulag heimalestur og fleira í heimastofum.
Starfsáætlun skólans má finna hér