Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 17. febrúar 2017

Sinfóníu tónleikar "í beinni" fyrir nemendur á yngsta stigi

1 af 2

Tónleikarnir voru haldnir í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikunum var streymt og eina sem við þurftum var slóð og tengja tölvu við sjónvarpið okkar til að við gætum tekið þátt í verkefninu í skólanum hér á Þingeyri.

 
Á dagskrá voru tvö verk sem ekki hafa verið flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands áður.
 
Skrímslið litla systir mín, saga Helgu Arnalds, heyrdust í fyrsta sinn í sinfónískum búningi með tónlist Eivarar Pálsdóttur. Eivør og Halldóra Geirharðsdóttir ásamt Graduale Futuri sögðu söguna í tali og tónum í útsetningu Trónds Bogasonar við myndefni Bjarkar Bjarkadóttur. Á þessum sannkölluðu ævintýratónleikum mátti heyra söguna af Bjarti sem eignast litla „skrímsla“-systur sem át mömmu og pabba. Hann ferðaðist alla leið út á heimsenda til að reyna að skila systur sinni og fá mömmu og pabba til baka.
Á tónleikunum mátti einnig heyra Gullbrá og birnina þrjá í flutningi Sinfóníuhljómsveitinnar með skemmtilegum teikningum Helgu Arnalds sem var varpað upp á tónleikunum þannig að hlustendur gátu hvílt í áhrifaríkum ævintýraheimi um leið og þeir nutu tónlistarinnar.
« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón