| föstudagurinn 31. janúar 2020

Í vikulok

Halur, Alex, og Snót, Auðbjörg
Halur, Alex, og Snót, Auðbjörg
1 af 6

Á föstudaginn var, var hér haldið fjölmennt Þorrablót undir stjórn nemendaráðs. Það skemmtu sér allir vel og gaman að sjá hvað nemendur voru duglegir að borða þorramatinn. Að venju var Halur og Snót valin en það eru þeir nemendur sem eru með hvað fjölbreyttastan þottamat í sínu trogi. Það var Alex sem var Halur og Auðbjörg sem var Snót, en þau hafa verið ansi sigursæl á sinni skólagöngu. Sjá myndir frá þessum viðburði hér með fréttinni. 

 

Unglingastig hefur undanfarið verið að gera poka fyrir koalabirni í Ástralíu þar sem neyðarástand hefur verið vegna elda og þar hafa dýrin orðið illa úti. Hér með fréttinni má sjá mynd af pokunum áður en þeim var komið suður, þar sem þeir eru svo sendir áfram til andfættlinga okkar. 

 

Á mánudaginn er starfsdagur í skólanum og því frí hjá nemendum. Foreldraviðtöl eru á miðvikudag og fimmtudag, umsjónarkennarar opna fyrir skráningar á viðtal í Mentor. Sú nýbreyttni er að þessu sinni að nemendur fá ekki vitnisburðarblað fyrir viðtalið, heldur er það afhent í viðtalinu. Hins vegar má skoða vitnisburð og hæfniviðmið í Mentor. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi

| föstudagurinn 24. janúar 2020

Í vikulok

Hér er bréfið sett í póstkassann :-)
Hér er bréfið sett í póstkassann :-)
1 af 15

Í dag er Þorrablót GÞ. Nemendur unglingastigs hafa verið alla vikuna að undirbúa blótið sem verður vafalítið mjög skemmtilegt :-) 

 

Nemendur í 6. og 7.bekk tóku sig til í vikunni og skrifuðu bréf til Samgönguráðherra, þar sem þau vildu fá að fara fyrst í gegnum Dýrafjarðargöngin, þegar þau verða opnuð. Sjá má myndir af bréfinu sem og af þessum framtakssömu krökkum með fréttinni. Einnig eru myndir af nemendum í 1. -7.bekk, þar sem þeir eru að sinna verkefni undir leiðsögn Kristínar Hörpu og Guðrúnar. 

 

Ný önn hefst á mánudaginn, vorönn, með hækkandi sól og vonandi færri lægðum ;-) 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi

| fimmtudagurinn 23. janúar 2020

Þorrablót GÞ

Þorrablót GÞ verður á morgun, föstudaginn 24. janúar, kl 17:30-19:30. Sjá meðfylgjandi auglýsingu :-) 

| föstudagurinn 17. janúar 2020

Í vikulok

Í dag fóru nemendur í 1. -7.bekk í sleðaferð með Guðrúnu og Kristínu Hörpu. Það var mjög skemmtilegt, allir tóku þátt, voru hjálpsamir, duglegir að skiptast á og lána. Einnig kom Guðrún með tvær "slöngur" sem nemendur fengu að nota. Sumum fannst þetta "skemmtilegasti dagur lífs síns" :-) 

 

Kennarar eru farnir að huga að námsmati og munu næstu vikur fara í undirbúning meðfram hefðubundnu starfi. 

 

24. janúar næstkomandi er Þorrablót G.Þ. - þið fáið nánari upplýsingar síðar. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi, Sonja Dröfn

| miðvikudagurinn 8. janúar 2020

Vetrarveður

Nú er búið að gefa út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Vestfirði. Samkvæmt veðurspá þá gengur hvellur yfir svæðið og ekki útlit fyrir að það lægi fyrr en aðfararnótt föstudags. Ég vil minna á að ekki er æskilegt að börn séu ein á ferli á meðan tvísýnt veður er. Ekki er búið að aflýsa skólahaldi en ég vil biðja ykkur um að skoða vel spár og aðstæður, eins að börnin séu ekki að fara ein í og úr skóla. Einnig að þau séu í sýnilegum klæðnaði, endurskinsvesti eru best við þessar aðstæður. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| föstudagurinn 3. janúar 2020

Að afloknu jólafríi

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góð kynni á því liðna. 

 

Skóli hefst að nýju að afloknu jólafríi mánudaginn 6. janúar kl 10:00, samkvæmt stundaskrá. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| föstudagurinn 20. desember 2019

Gleðileg jól

Jólapokar nemenda
Jólapokar nemenda
1 af 35

Vikan sem nú er að líða var nokkuð hefðbundin, þ.e. hefðbundin sem síðasta vika fyrir jólafrí. Nemendur horfðu saman á jólamynd sem að þessu sinni var "Home alone 2", fengu jólamat og svo voru litlu jólin hjá okkur. Sjá má nokkrar myndir frá vikunni hér með fréttinni. Að endingu býður nemendafélagið upp á jólaball í dag, föstudag, kl 18:30-19:30, á sal skólans og kostar 250.- inn. 

 

Það eru líka nokkrar myndir frá síðasta tómstundartímanum fyrir jól, þar sem þær Harpa og Guðrún fóru út að skreyta snjóinn með nemendum í 1. -7.bekk. Skemmtilegt verkefni, eins og öll önnur sem þær stöllur eru að vinna að með nemendum. 

 

Starfsfólk grunnskólans óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. 

 

Skólinn er lokaður frá 23. desember til mánudagsins 6. janúar en þá byrjar skólinn aftur eftir gott jólafrí. Nemendur mæta kl 10:00, samkvæmt stundaskrá. 

 

Með bestu kveðju og njótið hátíðanna, starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri

| sunnudagurinn 15. desember 2019

Í vikulok

1 af 22

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur síðustu vikuna, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum :-) 

 

Tómstundahópurinn skreytti m.a. jólatré með frostskrauti, miðstigið fór í Kómedíuleikhúsið og útbjó grímur, Tarsan leikur var í íþróttahúsinu og endaði vikan á Rauða deginum. Kærar þakkir þið sem sáuð ykkur fært að mæta. 

 

 

Í næstu viku fara unglingarnir í Kómedíuleikhúsið að gera grímur, jólamatur er á fimmtudaginn og litlu jólin á föstudaginn. Á föstudaginn mæta nemendur kl 10:00 og má gera ráð fyrir að þeir fari að koma heim um 11:30-12:00. 

 

 

Með bestu kveðju

| miðvikudagurinn 11. desember 2019

Opið hús - Rauður dagur

Þér/ykkur er boðið í opið hús í Grunnskólanum á Þingeyri, föstudaginn 13. desember næstkomandi, kl 11:00 – 12:00.

Verkefni nemenda verða til sýnis, nemendur fara með jólasveinavísur, auk þess sem boðið verður uppá piparkökur og kakó.

 

Hlökkum til að sjá þig/ykkur,                         

starfsfólk og nemendur Grunnskólans á Þingeyri

| föstudagurinn 6. desember 2019

Í vikulok

1 af 18

Í vikunni var skreytingardagurinn sem gekk mjög vel, sjá myndir frá deginum. Nemendur voru að sinna verkefnum á fimm stöðvum, útbjuggu jólapóstpoka, snjókalla (sem verða að tréi), gerðu jólatré, skreyttu piparkökur og útbjuggu músastiga og skraut í stofur. Ofsalega skemmtilegur dagur. 

 

Nemendur hafa verið að fá "gulrótina" sem þeim var lofað í kjölfar lestrarátaks, nemendur miðstigs horfðu t.d. í dag á uppsetningu skólans á Konungi ljónanna, auk þess sem þau fengu gulrætur ;-) 

 

Á fimmtudaginn, 12.12, er "Tarsan-dagurinn", þar sem allir nemendur skólans fara niðrí íþróttahús að leika sér í "Tarsan" frá kl 10:00 - 12:10. 

 

Á föstudaginn er "Rauði dagurinn" þá er opið hús í skólanum frá kl 11:00 - 12:00. Þar verður til sýnis verkefni nemenda úr áhugasviði sem og frá þemadeginum. Skóla er lokið hjá öllum nemendum kl 12:10, eða eftir hádegismat, þennan dag. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi :-) 

 

 

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón