| miðvikudagurinn 11. desember 2019

Opið hús - Rauður dagur

Þér/ykkur er boðið í opið hús í Grunnskólanum á Þingeyri, föstudaginn 13. desember næstkomandi, kl 11:00 – 12:00.

Verkefni nemenda verða til sýnis, nemendur fara með jólasveinavísur, auk þess sem boðið verður uppá piparkökur og kakó.

 

Hlökkum til að sjá þig/ykkur,                         

starfsfólk og nemendur Grunnskólans á Þingeyri

| föstudagurinn 6. desember 2019

Í vikulok

1 af 18

Í vikunni var skreytingardagurinn sem gekk mjög vel, sjá myndir frá deginum. Nemendur voru að sinna verkefnum á fimm stöðvum, útbjuggu jólapóstpoka, snjókalla (sem verða að tréi), gerðu jólatré, skreyttu piparkökur og útbjuggu músastiga og skraut í stofur. Ofsalega skemmtilegur dagur. 

 

Nemendur hafa verið að fá "gulrótina" sem þeim var lofað í kjölfar lestrarátaks, nemendur miðstigs horfðu t.d. í dag á uppsetningu skólans á Konungi ljónanna, auk þess sem þau fengu gulrætur ;-) 

 

Á fimmtudaginn, 12.12, er "Tarsan-dagurinn", þar sem allir nemendur skólans fara niðrí íþróttahús að leika sér í "Tarsan" frá kl 10:00 - 12:10. 

 

Á föstudaginn er "Rauði dagurinn" þá er opið hús í skólanum frá kl 11:00 - 12:00. Þar verður til sýnis verkefni nemenda úr áhugasviði sem og frá þemadeginum. Skóla er lokið hjá öllum nemendum kl 12:10, eða eftir hádegismat, þennan dag. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi :-) 

 

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | þriðjudagurinn 3. desember 2019

Lestrarátaki lokið

Lesum og lesum allt árið um kring
Lesum og lesum allt árið um kring

Nú er 2ja vikna formlegu "lestrarátaki" lokið og nemendur hafa svo sannarlega sýnt enn og aftur hvað í þeim býr.

Búið er að telja saman lesnar mínútur á mið- og elsta stigi, en þar sem mikil veikindi eru á yngsta stigi, er ekki búið að telja saman mínúturnar þar.

Gaman er að segja frá því að miðstigið las samanlagt 4118 mínútur, sem gera 68 1/2 klukkustund eða rúmlega 2 1/2 sólarhring. Þetta gerði miðstigið að stærðfræðidæmi og voru eiginlega hálf hissa á útkomunni :-)

Elsta stigið las samtals 3.997 mínútur, en þar eru líka færri hausar en á miðstiginu.

Það er alltaf skemmtilegt í lok "átaks" að leika sér með tölurnar, en niðurstaðan verður alltaf sú sama: Allir eru að leggja sig fram og gera sitt besta.

Nú er að hefjast 2ja vikna "stærðfræðiátak" sem verður aðallega fólgið í því að nemendur reikna alls konar dæmi í skóla og/eða heima og af því það er kominn desember verður jólastærðfræði kannski áberandi.

Góða skemmtun, kennararnir.

| þriðjudagurinn 3. desember 2019

Skreytingardagur o.fl.

1 af 4

Eins og ávallt er nóg um að vera í skólastarfinu. Á fimmtudaginn var fóru nemendur 3.- 5.bekkar yfir á Ísafjörð og sáu Djáknann á Myrká. Á föstudaginn fór Kristín Harpa ásamt Helga með nemendur í 1. -7. bekk og grilluðu brauð, sjá myndir, en við erum svo lánsöm að Kristín Harpa er byrjuð að vera með okkur einu sinni í viku með útikennslu. Í gær, mánudag, fóru nemendur á yngsta stigi, ásamt nemendum leikskólans í Kómedíuleikhúsið og fengu að gægjast inn í leikhúsheiminn, auk þess sem Leppalúði leit við. Samkvæmt venju fóru allir nemendur á sal, þar sem kveikt var á Spádómskertinu og jólasöngvar sungnir. 

Á morgun, miðvikudag, er skreytingardagur hjá okkur. Nemendum verður skipt í hópa, sem fara á stöðvar og vinna að verkefnum sem tengjast jólunum, ýmis konar skraut búið til og það hengt upp. 

 

 

| föstudagurinn 22. nóvember 2019

Í vikulok

Það hefur verið nóg við að vera þessa vikuna, eins og áður. Þemadagar tókust mjög vel, fjölbreytt verkefni sem voru unnin, sjá myndir. Afraksturinn verður svo til sýnis á "rauða deginum". 

 

Í næstu viku verður Ungmennaþing á Ísafirði, þar sem m.a. nemendum í 8. -10.bekk er boðið að koma og taka þátt. Við buðum nemendum upp á val, þ.e. hvort þeir vildu fara eða ekki og voru nokkrir nemendur sem þáðu það boð. Starfsmaður fer með þeim en dagskráin á Ísafirði er frá kl 09:00 - 12:30. r má finna upplýsingar um þingið. 

 

Á fimmtudaginn fara nemendur 3. -5. bekkjar á Ísafjörð að sjá Djáknan á Myrká. Sýningin byrjar kl 09:30 og gert er ráð fyrir að hún sé í tæpa klukkustund. 

 

Foreldraviðtöl er einnig í næstu viku. Foreldrar ská sig á tíma í gegnum Mentor

 

Með bestu kveðju og góða helgi!

| mánudagurinn 18. nóvember 2019

Þemadagar

Í dag byrjuðu þemadagarnir okkar, hér eru því nemendur um allan skóla, í ýmsum verkefnum.  

Hér eru nokkrar myndir af iðnum nemendum Smile

| föstudagurinn 15. nóvember 2019

Í vikulok

Á dag, föstudag, byrjaði hjá okkur tveggja vikna lestrarátak. Nemendur voru út um allan skóla í morgun, bæði að lesa með vini og að lesa einir í myrkrinu við vasaljós. Munum að lesa daglega, hvort sem það er lestrarátak eða ekki Laughing

 

Í næstu viku, mánudag, þriðjudag og miðvikudag eru þemadagar hjá okkur. Þemað að þessu sinni eru bókmenntir. Nemendum verður skipt í þrjá hópa, þvert á bekki, þar sem unnið er með einn höfund á hverri stöð. Stöðvarnar eru þrjár og eru það Astrid Lindgren, J.K. Rowlings (Harry Potter) og Gunnar Helgason sem unnið verður með að þessu sinni. Allir morgnar byrja á lestri samkvæmt venju, áður en nemendur fara í hópa og á stöðvar. Þemavinnan er til 12:10 og tekur við hefðbundin stundaskrá eftir hádegi. Íþróttir og sund falla niður þessa daga. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi!

| mánudagurinn 11. nóvember 2019

Í vikulok - á mánudegi

Eins og ávallt var nóg að gera hjá okkur í síðustu viku. Nemendur unnu bæði með Barnasáttmálann og verkefni í tengslum við dag eineltis. Það eru því komin ný verkefni í rammana í salnum - sjá myndir. 

 

Nemendur í 6. og 7. bekk fóru að skoða veðurathuganarstöðina að Hólum - sjá myndir. Einnig fékk skólahópur Laufás að taka þátt í starfi á yngsta stigi, auk þess að vera í tómstund með 1.-7.bekk. 

 

Á miðvikudaginn var, var haustfundur, sameiginlegur með leikskólanum. Við fengum til okkar fyrirlesara, Aðalbjörgu Stefaníu sem var með erindi um samskiptaboðorðin, samskipti, vellíðan og að huga að sjálfum sér. Heiti fyrirlestrarins var að "Það þarf heilt þorp til að ala upp barn" og það er svo sannarlega rétt. 

 

Sonja Elín fór á UTÍs ráðstefnu í Skagafirði á föstudag og laugardaginn. Það er ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi og komast svo sannarlega færri að en vilja, þannig að við erum mjög heppin að Sonja E komst að og kom til baka uppfull af hugmyndum og fróðleik.

 

Guðni Th. og Eliza eru komin upp á vegg við hlið fyrrum forseta - ásamt "forsetum" GÞ ;-) 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | föstudagurinn 8. nóvember 2019

Baráttudagur gegn einelti

Hjörtu eru tákn kærleika og ástar og með þeim breiðum við út kærleika og ást - gegn einelti -
Hjörtu eru tákn kærleika og ástar og með þeim breiðum við út kærleika og ást - gegn einelti -
1 af 2

Þann 8. nóvember ár hvert er baráttudagur gegn einelti.

Hann var fyrst haldinn á Íslandi árið 2011 og Grunnskólinn á Þingeyri hefur alltaf verið með á einn eða annan hátt. Við erum jú alltaf að berjast gegn einelti, en á þessum degi er sértaklega hugað að því og rætt um varnir gegn einelti og hvernig við getum upprætt það.

Í ár ákváðum við að gera það með því að breiða út kærleika og ást, því einelti þrífst ekki á kærleika og ást.

Allir nemendur - og kennarar - klipptu út hjörtu og skrifuðu eitthvað fallegt á þau til þess að fara svo með þau út fyrir skólann og breiða út kærleikann. Senda til vina eða skólafélaga (heim til þeirra) eða til fjölskyldunnar.

Svo gekk nemendaráðið í allar stofur með sáttmála gegn einelti sem nemendur og starfsfólk skrifaði undir. Þetta hefur verið gert í nokkur skipti í kringum þennan dag, en slíkan sáttmála þarf alltaf að endurnýja þar sem nemendur og starfsfólk kemur og fer á milli ára.

Allir dagar eru baráttudagar gegn einelti - því í Grunnskólanum á Þingeyri líðst ekki einelti - og saman vinnum við gegn því með kærleika og ást.

 

| þriðjudagurinn 5. nóvember 2019

Haustfundur

Ég vil minna á haustfundinn annað kvöld, miðvikudag, kl 20:00 :-) 

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón