Í vikulok
Í gær fimmtudaginn 17. október, var skólahlaupið okkar. Áður hét það Norræna skólahlaupið, núna heitir það Olympíuhlaupið. Í boði var að fara 2,5 km, 5 km og 10 km. Nemendur fóru töluvert lengri vegalengd en í fyrra en þá fóru þeir 165 km en núna 193,8 km. Vel gert! Eftir hlaup fengu nemendur ávexti og fóru í sund.
Á fimmtuaginn, 24. október, verður sameiginlegur starfsdagur starfsmanna Ísafjarðarbæjar. Nemendur fara því heim kl 11:30 en borða áður en haldið er heim.
Starfsmenn hittast í íþróttahúsinu í Torfunesi og dagurinn samanstendur af fyrirlestrum og verkefnavinnu með þann tilgang að stuðla að því að starfsfólk Ísafjarðarbæjar nái góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu.
Á föstudaginn, 25. október sem og mánudaginn 28. október er vetrarfrí hjá okkur.
Ég set hér með nokkrar myndir frá skólahlaupinu.