Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 5. mars 2020

Stóra upplestrarkeppnin

Kristjana einbeitt
Kristjana einbeitt
1 af 3

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Hömrum á Ísafirði í gær.

Lokahátíðin er alltaf mjög hátíðleg og skemmtileg stund, þar sem afrakstur mikilla æfinga á upplestri er verðlaunaður. Þeir sem ná á lokahátíðina eru fulltrúar síns skóla og hafa þótt skara fram úr í sínum árgangi, sem er 7. bekkur. 

Stóra upplestrarkeppnin hefur verið árviss viðburður í 7. bekk í 24 ár - og hefur G.Þ. tekið þátt í a.m.k. 16 af þeim.

Verkefnið byrjar ár hvert á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og lýkur formlega með lokahátíð í héraði í mars.

Að þessu sinni lásu 12 lesarar frá Þingeyri, Suðureyri, Bolungarvík og Ísafirði brot úr sögunni Stormsker eftir Birki Blæ og ljóð eftir Jón úr Vör, ásamt ljóði að eigin vali. Dómarar voru 5 og þeirra beið virkilega erfitt verkefni - að raða niður í 3 efstu sætin. Grunnskólinn á Ísafirði átti sæti 2 og 3, en það voru þær Anna María Ragnarsdóttir (3. sæti) og Dagný Rut Davíðsdóttir (2. sæti). Jóhann Ingi Guðmundsson Grunnskólanum í Bolungarvík var í 1. sæti.

Kristjana Rögn Andersen las fyrir hönd okkar skóla og stóð sig mjög vel og við erum ákaflega stolt af henni :-)

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni.

 

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón