Í vikulok
Á miðvikudaginn var, fóru allir nemendur út í hádegistímanum og leiki með Kristínu Hörpu, Guðrúnu og Helga. Sjá myndir - mér skilst að allir hafi skemmt sér vel :-)
Í síðustu viku kom Kómedíuleikhúsið til okkar og sýndi Iðunni og eplin. Mjög skemmtileg sýning og frábært tækifæri fyrir nemendur að sjá sýninguna, einnig fengu nemendur að prófa búninga. Sjá myndir :-)
Á mánudaginn er bolludagur, gott að muna eftir að koma með bollu í nesti :-) Nemendur í 8.-10. bekk fara yfir á Ísafjörð þar sem Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur tekur á móti þeim. Lagt verður af stað frá skólanum kl 8:10. Sigmundur mun fara á skólabílnum og Ninna á sínum bíl. Gert er ráð fyrir að nemendur fái að borða í grunnskólanum á Ísafirði og fari svo aftur heim um kl 13:00. Þá er skóladeginum lokið hjá þeim þegar heim er komið.
Á miðvikudaginn fara nemendur í 1. og 2. bekk í heimsókn í Laufás. En þar er náttfatadagur - allir að mæta í náttfötum :-)
Með bestu kveðju og góða helgi