Rauðurdagurinn-Huggulegt opið hús
Í dag var rauðurdagur í G.Þ. Þá komu nemendur og starfsfólk í einhverju rauðu til að búa til skemmtilega rauða stemmningu.
Á rauðum degi er opið hús þar sem nemendur sýna verkefni sín úr áhugasviði. Áhugasvið er einu sinni í viku hjá öllum aldurshópum og í þeim tímum fá nemendur tækifæri til að vinna verkefni út frá sínum áhuga og hugmyndum. Verkefnin eru því alskonar og fjölbreytt.
Í dag hófum við opna húsið á hugvekju sem Hildur Inga skóknarprestur flutti. Hún náði á sinn einstaka hátt að hrífa bæði börn og fullorðna með sér í hugvekju um frið og góðvild. Því næst spiluðu nemendur tónllistaskólans undir stjórn Skúla Mennska jólalög á gítar. Halloween þemaverkefni var sýnt og stuttmynd frá nemendum á elsta stigi.
Til þessa að hafa opna húsið huggulegt var boðið upp á heitt súkkulaði og skólagerðar LU kökur sem nemendur bökuðu á skreytingardaginn.
Takk fyrir komuna og leyfum ljósum hvers og eins og loga svo allir finni frið