
Þemadagar-opið hús
Nú standa þemadagar sem hæðst hjá okkur í skólanum.
Þemað er "Tækni" og liður að samþættingarverkefni sem við erum að vinna með G.S. og G.Ö. Hinir skólarnir eru að undirbúa árshátíð og þar sem við skelltum í okkar árshátíð í nóvember ákváðum við að nota þemadaga til að fara á dýptina og blanda tækini og þróun við ræktun og sjálfbærni. Einnig hafa hóparnir verið að spá í matarhefðum og hvernig þær hafa þrósast ásamt tækni.
Fimmtudaginn 27.mars verður opið hús í skólanum þar sem nemendum gefst tækifæri til að sýna foreldrum og ömmum og öfum afrasktur vinnu sinnar. Það verður kaffi á könnunni og mögulega eitthvað til að maula ef vel tekst til.