Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 10. mars 2025

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2025

Sigurvegarar stóru upplestrarkeppninnar 2025, Freyja Dís (1. sæti) Iðunn Ósk (2. sæti) og Anna Ásgerður (3.sæti)
Sigurvegarar stóru upplestrarkeppninnar 2025, Freyja Dís (1. sæti) Iðunn Ósk (2. sæti) og Anna Ásgerður (3.sæti)
1 af 3

Á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var á Ísafirði fimmtudaginn 6. mars sl. tóku nemendur frá Grunnskólanum á Ísafirði, Grunnskóla Bolungarvíkur, Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskólanum á Suðureyri þátt. Nemendurnir lásu upp úr bókinni Draumurinn eftir Hjalta Halldórsson, ljóð úr bókinni Allt fram streymir og ljóð að eigin vali.

 

Freyja Dís Hjaltadóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri varð í fyrsta sæti. Í öðru sæti var Iðunn Ósk Bragadóttir frá Grunnskólanum á Ísafirði og í þriðja sæti Anna Ásgerður Hálfdánsdóttir frá Grunnskólanum á Ísafirði.

 

Keppnin var mjög spennandi og nemendurnir stóðu sig allir vel. Hafdís Gunnarsdóttir var kynnir keppninnar. Dómarar keppninnar voru Heiðrún Tryggvadóttir, Tinna Ólafsdóttir, Jóhanna Ása Einarsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl og Ólafur Guðsteinn Kristjánsson. Penninn/Eymundsson og Landsbankinn gáfu verðlaunin að þessu sinni.

« 2025 »
« Mars »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón